feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.09.2025
kl. 08.57
siggag@nyprent.is
Undanfarin ár hefur Farskólinn boðið upp á allskonar skemmtileg og fræðandi námskeið bæði á vorönn og haustönn og er engin undantekning á þeirri reglu þetta haustið. Margir biðu spenntir eftir því að sjá hvað yrði í boði og í tbl. 34 í Sjónhorninu voru námskeiðin kynnt. Þarna eru bæði vefnámskeið, sem hægt er að sækja heima í stofu í kósý ef fólk kýs það, og svo staðnámskeið. Staðnámskeiðin eru svo yfirleitt kennd í öllum fjórum bæjarfélögunum, Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Alltaf bætist í flóruna og ætli ég geti ekki fullyrt að þau hafi aldrei verið jafn mörg og fjölbreytt og nú og gott er að taka það fram að þau eru öllum opin. Eins og áður eru þau gjaldfrjáls fyrir félagsmenn stéttarfélaganna Öldunnar, Kjalar, Sameykis, Samstöðu og Verslunarmannafélags Skagafjarðar.
Meira