Fréttir

Markalaust jafntefli hjá Stólastúlkum

Kjarnafæðimótið í knattspyrnu er enn í fullum gangi og um helgina léku Stólastúlkur við lið Völsungs frá Húsavík í Boganum á Akureyri. Í síðustu viku léku strákarnir aftur á móti við lið Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.
Meira

Viðburðavarpið hefur fengið frábær viðbrögð

„Þetta er hlaðvarp sem ég er búinn að vera með á teikniborðinu nokkuð lengi, ég byrjaði að taka viðtöl sem áttu að fara inn í þetta árið 2022 en þau enduðu á dagskrá Rásar 2 í þáttum sem hétu Útihátíð. Ég ákvað síðan í haust að ýta þessu aftur af stað og fékk minn góða vin og kollega í Háskóla Íslands, Jakob Frímann Þorsteinsson, til að vera með mér í að koma þessu í gang,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, sem kennir Viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum, þegar Feykir spurði hann út nýtt hlaðvarp, Viðburðavarpið.
Meira

Undirskriftapenninn kominn í fulla notkun hjá Húnvetningum

Feykir hafði nýverið samband við Aðdáendasíðu Kormáks og Hvatar, sem allt veit um ástand mála í herbúðum knattspyrnuliðs Húnvetninga, og hóf leik á að spyrja hvort lið Kormáks/Hvatar væri að spila einhverja æfingaleik í byrjun árs. „Húnvetningar eru á fullu við að undirbúa tímabilið, en æfingaleikir á þessum árstíma hafa aldrei verið mikið fyrir okkur. Sól Kormáks Hvatar rís í maí og allt fram að því er aukaatriði,“ var svarið.
Meira

Byggðaleiðin: Ákvörðun sem mótar framtíðina | Anna Sigga, Guðrún og Valgerður Freyja skrifa

Flutningskerfi raforku heldur samfélaginu gangandi. Það tryggir að heimili, fyrirtæki og stofnanir um allt land hafi öruggt aðgengi að rafmagni og þess vegna skiptir miklu máli að byggja kerfið upp og þróa áfram; það snýst um bæði orkuöryggi og öryggi þjóðarinnar. Núverandi byggðalína er komin til ára sinna og er flutningur raforku um hana háður miklum takmörkunum. Svigrúm til tengingar nýrra notenda eða framleiðslueininga er nánast ekkert.
Meira

Vel heppnað þorrablót Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra

Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra hélt sitt árlega þorrablót í Félagsheimilinu Hvammstanga í gær og þar var að sjálfsögðu allt upp á tíu. Nærri 120 manns komu þar saman og skemmtu sér konunglega.
Meira

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. Í umræðum á Alþingi 20. janúar líkti hann því þannig við einfalt atvinnuviðtal. Upplýsingar um ferlið er víða að finna. Ekki sízt á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda má benda Grími á sérstakan upplýsingabækling sem sambandið hefur gefið út í þeim tilgangi að útskýra umsóknarferlið.
Meira

Kjúklingakarrí og lambaréttur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 32 - 2025 í Feyki voru Anna Icban og Þorgeir Freyr Sveinsson. Anna er fædd og uppalin á Filippseyjum og er frá höfuðborginni, Manila. Svo slysaðist hún á að hitta Þorgeir á stefnumótaforriti og nú býr hún í Reykjavík og vinnur á Alþingi. Þorgeir er fæddur og uppalinn í Skagafirði, í Akrahreppi, í eina fjölbýlishúsinu þar, þ.e. á Frostastöðum. Hann vinnur í Háskóla Íslands, nánar tiltekið á prófaskrifstofu háskólans.
Meira

Njarðvíkingar kaffærðir í Síkinu

Feykir hafði spáð hörkuleik í Síkinu í gærkvöldi þegar Njarðvíkingar sóttu Stólana heim í Bónus deild karla. Það má kannski öllu nafn gefa og kannski var þetta hörkuleikur en ekki var hann spennandi. Heimamenn tóku öll völd í fyrsta leikhluta og gestirnir fengu ekki rönd við reist þegar eimreið Stólanna brunaði ítrekað yfir þá. Mestur varð munurinn 35 stig í þriðja leikhluta en gestirnir löguðu stöðuna í fjórða leikhluta. Lokatölur 113-92.
Meira

Norðurland vestra fékk 772 milljónir til sóknaráætlana á fimm ára tímabili

Nýverið kom út greinargerð um sóknaráætlanir landshluta fyrir árin 2020 - 2024. Í þessari greinargerð Byggðastofnunar og stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál er gerð grein fyrir ráðstöfun fjárframlaga til sóknaráætlunarsamninga og framkvæmd þeirra á samningstímabilinu 2020-2024.
Meira

Mikill hugur í nýrri stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram síðastaliðinn fimmtudag. Á fundinum var kosin ný stjórn þar sem Jóhann Daði Gíslason heldur áfram sem formaður og Hjörtur Elefsen heldur áfram í stjórn. Elínborg Margrét Sigfúsdóttir var kjörin gjaldkeri deildarinnar og Heba Guðmundsdóttir verðir ritari.
Meira