Sýndarveruleikasamstarfssamningur til sveitarstjórnar
feykir.is
Skagafjörður
12.12.2018
kl. 14.59
Á fund byggðarráðs Svf.Skagafjarðar í gær komu Ingvi Jökull Logason, forsvarsmaður Sýndarveruleika ehf. og Arnór Halldórsson hrl. og fóru yfir samninga og bókanir vegna samstarfs um sýndarveruleikasýningu í Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Í fundargerð kemur fram að byggðarráð samþykkti með tveimur atkvæðum að vísa samstarfssamningi um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar ásamt fylgigögnum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Meira
