Skagafjörður

„Laugardalsvöllur, hvar er það?“

Landbúnaðarsýning fór fram í Reykjavík fyrir sunnan um helgina og herma fréttir að bærilega hafi til tekist. Gestir hvaðanæva að af landinu komu til að líta herlegheitin augum og flestir ánægðir. Það var þó einn sauðfjárbóndi úr Skagafirði sem hafði samband við Feyki og segir farir sínar ekki sléttar. „Ekki nóg með að einhver pilsaglenna meinaði mér að míga upp við vegg heldur mættu einhverjir kónar í júníformi sem bönnuðu mér að leggja bílnum mínum við þessa svokölluðu höll,“ segir Gísli Sölmundsson bóndi í Grænukinn í Vesturdal í Skagafirði.
Meira

Markviss með byssusýningu á Blönduósi

Afmælissýning Skotfélagsins Markviss verður haldið næsta laugardag 20. Október í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar verður dregið fram í dagsljósið það helsta úr eigu félagsmanna og segir í tilkynningu að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi, herrifflar, skammbyssur, veiðibyssur, keppnisbyssur, byssur smíðaðar af Jóni Þorsteinssyni og Jóni Björnssyni o.fl. Byssusýning er í tilefni af 30 ára afmæli félagsins.
Meira

Hvað varð um Helgu? - Út í nóttina

Komin er út bókin Út í nóttina eftir Sigurð H. Pétursson. Út í nóttina er spennusaga, 156 bls. sem gerist í afskekktu héraði á Norðurlandi. Höfundur er dýralæknir og hefur búið og starfað sem héraðsdýralæknir í Austur Húnavatnssýslu síðan 1973 og útgefandi er Bókaútgáfan Merkjalæk sem er staðsett í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Fjölnet valið til að reka tölvukerfi fyrir kærunefnd útlendingamála

Kærunefnd útlendingamála hefur gert samning við Fjölnet sem felur í sér að setja upp, hýsa og reka tölvukerfi fyrir stofnunina. Samningurinn kemur í kjölfar útboðs í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var hlutskarpast.
Meira

Helga Rós Indriðadóttir og Skagfirski kammerkórinn ráðast í metnaðarfullt stórvirki

Skagfirski kammerkórinn stendur í stórræðum þessa dagana en nú standa yfir hjá kórnum æfingar á verkinu Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter. Verkið er hluti af afmælisdagskrá sem fengið hefur heitið Í takt við tímann og er sett upp í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Dagskráin er tvískipt og er hinn hluti tónleikanna helgaður íslenska einsöngslaginu. Hefur kórinn fengið í lið með sér félaga úr Kammerkór Norðurlands, Kalman listfélag á Akranesi ásamt Sinfóníettu Vesturlands og Guðmund Óla Gunnarsson sem stjórnar hljómsveit og kór ásamt því að útsetja einsöngslögin sem flutt verða af tenórnum Kolbeini Jóni Ketilssyni og sópransöngkonunni Helgu Rós Indriðadóttur sem jafnframt er stjórnandi Kammerkórsins.
Meira

Grindavíkurstúlkurnar reyndust sterkari á síðustu metrunum

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli spilaði sinn fyrsta heimaleik í nokkur ár þegar þær tóku á móti liði Grindavíkur í 1. deild kvenna í Síkinu í dag. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi en þriðji leikhlutinn reyndist heimastúlkum erfiður eftir að hafa leitt mest allan fyrri hálfleik. Lokamínúturnar voru þó æsispennandi því uppgjöf var aldrei inni í myndinni hjá Stólastúlkum. Þær urðu þó að sætta sig við tap á endanum, lokatölur 78-85 fyrir gestina.
Meira

Verslunarmannafélags Skagafjarðar veitir milljón í styrki

Í tilefni af 60 ára afmæli Verslunarmannafélags Skagafjarðar sem var 9. júní sl. ákvað félagið að úthluta styrkjum að upphæð 1.000.000,-. Fyrir valinu varð að veita fjórum samtökum í firðinum styrk að upphæð 250.000,- hverju þeirra.
Meira

Hedband sendu frá sér lagið One Night í haust

Króksaranum Ingu Birnu Friðjónsdóttur er margt til lista lagt en nýlega svaraði hún Tón-lystinni í Feyki. Þar kom fram að fyrr í haust gaf hún út nýtt lag, One Night, ásamt félögu sinni, Karitas Hörpu Davíðsdóttur, en þær söngkonur skipa saman dúóið Hedband.
Meira

Vöðvasullur í sauðfé

Vöðvasullur hefur greinst í fé frá nokkrum bæjum við heilbrigðiseftirlit á sláturhúsum. Þessi sullur er ekki hættulegur fólki en veldur tjóni vegna skemmda á kjöti. Um er að ræða blöðrur í vöðvum sem innihalda lirfustig bandorms sem lifir í hundum. Brýnt er fyrir hundaeigendum að láta ormahreinsa hunda sína.
Meira

Selur dagatöl til að fjármagna dráttarvélakaup

Það er alþekkt að sauðfjárbændur þurfa að hafa allar klær úti til að reka bú sín og fjármagna tækjakaup. Einn slíkur hefur útbúið skemmtilegt dagatal sem er í senn fallegt, skemmtilegt og fróðlegt og afraksturinn fer upp í dráttarvélarkaup.
Meira