Skagafjörður

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Búið er að opna fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 22. nóvember 2018. Sækja skal um styrki rafrænt á Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Umsækjendur þurfa að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Sé umsækjandi ekki með íslykil er hægt að sækja um hann á island.is.
Meira

Torfhúsin á Lýtingsstöðum á N4

Á Lýtingsstöðum í Skagafirði er rekin ferðaþjónusta þar sem íslenski hesturinn gegnir lykilhlutverki. Torfhús hafa verið hlaðin á jörðinni sem hýsa annarsvegar hross og hins vegar gömul reiðtygi o.fl. tengt gömlum búskaparháttum og vakið hafa óskipta athygli gesta. Karl Eskil Pálsson, sjónvarpsmaður á N4, heimsótti Evelyn Ýr ferðamannabónda og forvitnaðist m.a. um torfhúsin og réttina sem stendur þar hjá, hlaðin er úr torfi og grjóti.
Meira

Góð dekk margborga sig

Tími vetrardekkja er kominn víða um land, sér í lagi á heiðum. Hjá mörgum er það fastur liður að skipta um dekk tvisvar á ári á meðan aðrir eru á dekkjum sem notuð eru bæði sumar og vetur. Hvaða gerð sem notuð er, skiptir öllu að dekkin séu góð. Á veturna á mynstursdýptin að vera a.m.k. 3 mm og gripið gott, sama í hvaða aðstæðum ekið er í.
Meira

Pétur er nú alveg sæmilegur

Það var skellt í almennilega veislu í Síkinu í kvöld þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn. Fyrstu tvær mínútur leiksins litu gestirnir nokkuð vel út en næstu 25 mínúturnar þar á eftir léku Stólarnir líkt og töframenn og þar fór Pétur Birgis fremstur í sprækum flokki listamanna. Fjórði leikhlutinn var formsatriði og lið Tindastóls fagnaði frábærum sigri í þessum leik toppliða Dominos-deildarinnar. Lokatölur 95-73 og Stólarnir eru nú einir og enn taplausir á toppi deildarinnar.
Meira

Sýna myndir Valda frá Hrauni

Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Rögnvaldar Steinssonar á Hrauni á Skaga verður opnuð sýning á málverkum eftir hann í Búminjasafninu í Lindabæ í Sæmundarhlíð sunnudaginn 28. október kl: 15:00.
Meira

Magnificat í Miðgarði – Gunnar Rögnvaldsson skrifar

Það var sannarlega kraftur og metnaður í tónleikum Skagfirska Kammerkórsins á sunnudaginn var sem haldnir voru undir yfirskriftinni „Í takt við tímann“. Kórinn hafði fengið til liðs við sig Kammerkór Norðurlands og Sinfóníettu Vesturlands til flutnings á verkinu Magnificat eftir John Rutter.
Meira

Lambadagur í Þráarhöllinni á Hólum

Sauðfjárræktarfélagið Kolbeinn og Búnaðarfélag Hofshrepps stóðu fyrir Lambadegi í Þráarhöllinni á Hólum þann 13. október síðastliðinn. Að sögn Þórdísar Halldórsdóttur, formanns Kolbeins, var vel mætt af bændum í félögunum tveimur og fólki sem kom bara til að skoða og sjá og er hún við hæstánægð með viðtökurnar.
Meira

Breytum ekki konum – Breytum samfélaginu

„Nú er nóg komið! Krefjumst jafnra kjara og öryggis á vinnustað! Göngum út 24. október og höfum hátt!,“ segir á vefsíðunni kvennafri.is. Þar kemur fram að daglegum vinnuskyldum kvenna sé lokið kl. 14:55 þar sem meðalatvinnutekjur kvenna væru 74% af meðalatvinnutekjum karla. Í tilefni dagsins verður haldinn samstöðufundur á hótel Varmahlíð kl 15:30 í dag.
Meira

Ný rennibraut vígð í sundlauginni í Varmahlíð

Það var gleðisvipur á andlitum gesta sundlaugarinnar í Varmahlíð í gær enda langþráðum áfanga náð hjá Skagfirðingum þegar rennibrautin í sundlauginni í Varmahlíð var formlega vígð. Um er að ræða fyrstu alvöru rennibrautina sem sett hefur verið upp í héraðinu þrátt fyrir fjölda sundlauga víðs vegar um fjörðinn.
Meira

Kúabændur vilja sérstakt Landbúnaðar- og matvælaráðuneyti

Á haustfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var í Þingborg í Flóa fimmtudagskvöldið 11. október 2018 kom fram skýr vilji bænda að stofnað verði sérstakt Landbúnaðar- og matvælaráðuneyti sem haldi utan um málefni landbúnaðar, matvælaframleiðslu og innflutning matvæla.
Meira