Skagafjörður

Nýtt skíðasvæði Tindastóls á N4

N4 fór í Tindastólinn á dögunum og ræddi við Viggó Jónsson um nýju skíðalyftuna sem liggur alla leið upp á topp Tindastóls. Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi blasir útsýnið yfir fjörðinn fagra og jafnvel yfir í næstu sýslur. Skíðaleiðirnar sem hægt verður að renna sér eftir geta orðið fjölmargar í framtíðinni og mikil eftirvænting hjá skíðafólki.
Meira

Arnar Geir endaði í 2. sæti í síðasta móti ársins

Arnar Geir Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Sauðárkróks, gerir það gott í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Dagana 15.-16. október lék hann í Lindenwood Belleville Invite mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu og komst á verðlaunapall.
Meira

Vatnstjón vegna ofna á 3ja daga fresti

Vatnstjón vegna leka út frá ofnum eru algeng á íslenskum heimilum en 3ja hvern dag er slíkt tjón tilkynnt til VÍS en á heimasíðu þess kemur fram að oft megi sjá fyrirboða slíks tjóns á ofnum, til dæmis ryðbletti eða útfellingar á samskeytum. Það er því mikilvægt að skoða ofnana og skipta þeim út, ef þessi einkenni eru sýnileg.
Meira

100.000 gestir á ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018

Um hundrað þúsund gestir komu í heimsókn á sýninguna Íslenskur landbúnaður 2018 er haldin var í Laugardalshöll um helgina. Slík aðsókn hefur vart sést á sýningu á Íslandi. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar voru undirtektir afar jákvæðar:
Meira

Fimmtugasta íbúð Búhölda afhent nýjum eigendum

Í gær var fimmtugasta og jafnframt síðasta íbúðin afhent nýjum eigendum sem Búhöldar, félag um byggingu húsa fyrir eldri borgara á Sauðárkróki, var með í smíðum. Þá hafa risið alls 25 parhús á þess vegum á 18 árum en fyrsta íbúðin var afhent árið 2000.
Meira

Krækjur í toppsæti 2. deildar

Krækjur frá Sauðárkróki tóku þátt í keppni í 2. deild Íslandsmótsins í blaki um helgina og var spilað á Neskaupstað. Krækjurnar, sem keppa undir merkjum Umf. Hjalta, gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sex leiki sína 2-0 og töpuðu því ekki einni hrinu á mótinu.
Meira

Heba og Sigfús Ólafur ráðin verkefnastjórar

Búið er að ráða í verkefnastöðurnar tvær sem Svf. Skagafjörður auglýsti lausar fyrr í haust. Tíu sóttu um aðra verkefnastjórastöðuna en fimmtán um hina. Tíu manns sóttu um en einn dró umsókn til baka vegna verkefnastjórastöðunnar sem var titluð deildarstjóri en þar var Sigfús Ólafur Guðmundsson ráðinn. Fimmtán sóttu um en tveir drógu umsókn til baka vegna hinnar stöðunnar, verkefnastjóri 3, og var Heba Guðmundsdóttir ráðin.
Meira

Stólarnir mæta Sandgerðingum syðra í Geysis-bikarnum

Síðastliðinn mánudag var dregið í fyrstu umferð bikarkeppni KKÍ og við sama tilefni var kynnt nýtt nafn keppninnar en Geysir bílaleiga er nýr samstarfsaðili KKÍ og ber bikarkeppnin því nafnið Geysis-bikarinn næstu tvö árin.
Meira

Hefurðu áhuga á að virkja lækinn þinn?

Smávirkjanasjóður SSNV auglýsir eftir umsóknum í Skref 1 sem er frummat smávirkjana. Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Miðað er við fyrirliggjandi yfirlit á mögulegum rennslisvirkjunum sem upp eru taldir í skýrslu Mannvits 2018: Frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Þó er heimilt að bæta við fleiri virkjunarkostum með samþykki SSNV.
Meira

Fjögur bú af Norðurlandi vestra tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2018

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau tólf hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Á hestafrettir.is kemur fram að valið hafi staðið á milli 49 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Þrjú þeirra eru skagfirsk og eitt úr Húnaþingi. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2018 sem haldin verður í Spretti, Samskipahöllinni, laugardaginn 27. október næstkomandi.
Meira