UMSS boðar stjórnarmenn og þjálfara á fræðslufund
feykir.is
Skagafjörður
05.11.2018
kl. 11.50
Ungmennasamband Skagafjarðar boðar til fræðslufundar á morgun, 6. nóv. í Miðgarði kl. 18:00. Allir stjórnarmenn og þjálfarar aðildarfélaga UMSS hafa verið boðaðir á fundinn og eru hvattir til að mæta. Að sögn Thelmu Knútsdóttur, framkvæmdastjóra UMSS, verður aðaláhersla fundarins á nýjum siðareglum sambandsins og jákvæð samskipti. Þá verður UMSS viðurkennt sem fyrirmyndarhérað, annað í röðinni á landsvísu.
Meira
