Skagafjörður

Tóm stund? - Áskorandapenninn, Hrefna Jóhannesdóttir Silfrastöððum

Ég er fædd og uppalin á Silfrastöðum til fimm ára aldurs en hafði svo ekki fasta búsetu aftur þar fyrr en haustið 2015. Í millitíðinni hef ég búið víða og kynnst mörgum. Þá hefur oft komið til tals hvað maður sé nú óskaplega upptekinn. Ég áttaði mig samt fljótlega á því að það væri óviðeigandi að kvarta yfir því við sveitunga mína. Þeir eru nefnilega upp til hópa afskaplega duglegir og bóngóðir og langt frá því að vera kvartsárir. Og það sem betra er, þeir eru alltaf til í að lyfta sér aðeins upp í góðra vina hópi.
Meira

Danero ekki með landsliðinu vegna mistaka

Morgunblaðið greinir frá því í dag að óvissa ríki með framtíð Daneros Axels Thomas, leikmann Tindastóls í körfunn, með íslenska körfuboltalandsliðinu. Danero lék sína fyrstu leiki fyrir fyrir Íslands hönd gegn Norðmönnum í vináttuleikjum í byrjun mánaðar. Daniero fæddist í New Orleans í Bandaríkjunum en flutti til Íslands fyrir sex árum og fékk íslenskt ríkisfang fyrr á árinu og varð því gjaldgengur með landsliðinu.
Meira

Siggi, Jónsi og Guðni klára tímabilið með mfl. karla

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls ákvað í gær að segja upp samningi Bjarka Más Árnasonar sem þjálfað hefur meistaraflokk karla á þessu tímabili. Komu fréttirnar á óvart eftir ágætan leik og sigur Stólanna á móti Fjarðabyggð á heimavelli. Stjórn knattspyrnudeildar sendi út fréttatilkynningu í dag þar sem Bjarka er þakkað framlag hans til félagsins.
Meira

Sjaldséður ferðalangur í heimsókn - Gráhegri við Lón

Af og til kemur það fyrir að gráhegrar láti sjá sig víða um Ísland. Einn slíkur var staddur í síðustu viku við austari Héraðsvötn neðan Lóns og eigi langt frá Hegranesi í Skagafirði. Blaðamaður náði að fanga hegrann á mynd en styggur var hann og flaug lengra á leirurnar er ágengur papparassinn nálgaðist.
Meira

Baby born kjóllinn breyttist í skírnarkjól

Ragnheiður Sveinsdóttir grunnskólakennari á Hvammstanga er mikil prjónakona, þrátt fyrir að mamma hennar hafi gefið prjónakennsluna upp á bátinn þegar hún var krakki. En eftir að hún komst á bragðið með prjónaskapinn hefur hún varla stoppað og liggja ófá verkin eftir hana. Ekki skemmir það ánægjuna þegar flíkurnar skipta skyndilega um hlutverk eins og gerðist með dúkkukjólinn sem breyttist í skírnarkjól. Ragnheiður sagði lesendum Feykis frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í 38. tbl. Feykis á síðasta ári.
Meira

„Ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með þessum frábæru strákum“

Það gengur ýmislegt á í boltanum. Eftir sigurleik Tindastóls gegn liði Fjarðabyggðar í dag var spilandi þjálfara liðsins, Bjarka Má Árnasyni, sagt upp störfum. Ýmsir undrast sennilega tímasetninguna á þessum gjörningi en aðeins eru tvær umferðir eftir af tímabilinu og liðið í hörku baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.
Meira

Arnar með sigurmark Stólanna í sterkum sigri

Tindastóll og Fjarðabyggð mættust í 20. umferð 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu í dag á Sauðárkróksvelli. Ljóst var fyrir leikinn að lítið annað en sigur kæmi til greina hjá liði Tindastóls sem berst fyrir sæti sínu í deildinni en gestirnir að austan sigla lygnan sjó um miðja deild. Það hafðist hjá Stólunum, Arnar Ólafs gerði eina mark leiksins, og vonin lifir góðu lífi.
Meira

Sigur gegn Borgnesingum í fyrsta æfingaleik haustsins

Körfuknattleikslið Tindastóls lék sinn fyrsta æfingaleik fyrir komandi keppnistímabil á Hvammstanga í gær. Mótherjarnir voru lið Skallagríms en þeir Borgnesingar komust í vor á nýjan leik upp í Dominos-deildina og hafa verið að styrkja sig að undanförnu líkt og önnur lið. Þeir áttu þó ekki roð í lið Tindastóls að þessu sinni en Stólarnir unnu góðan sigur, lokatölur 91-66.
Meira

Mormorssúpa og kókosbolludesert

„Ekki aðeins erum við nýbakaðir foreldrar, heldur nú einnig matgæðingar Feykis, það gerist ekki meira fullorðins! Ákváðum að deila með lesendum tveimur fljótlegum og einföldum uppskriftum, annars vegar Mormorssúpu og hins vegar kókosbolludesert. Þægilegt á þessum annasama en skemmtilega tíma árs,“ sögðu Elísabet Sif Gísladóttir og Hlynur Rafn Rafnsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 33. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Axel tekur sér frí frá körfuboltanum

Það voru einhverjir sem spáðu því eftir að Körfu-Stólarnir versluðu nokkra lipra leikmenn í vor að það væri næsta víst að nú færi Íslandsmeistaratitillinn norður á Krók að ári. Eitthvað sló á bjartsýnina þegar Sigtryggur Arnar gekk úr skaftinu og í lið Grindavíkur en Stólarnir nældu í staðinn í Dino Butorac. Sá orðrómur að Axel Kára hyggðist taka sér pásu frá körfuboltanum hefur hins vegar valdið mörgum stuðningsmanni Stóla áhyggjum og nú í vikunni staðfesti Axel, í viðtali við Vísi.is, að hann yrði ekki með Stólunum í vetur.
Meira