Skagafjörður

Myndlistarsýning í Sauðárkrókskirkju – Síðustu verk Ninna málara

Næstkomandi sunnudag, 25. mars, opnar sýning í Sauðárkrókskirkju á verkum Jónasar Þórs Pálssonar, Ninna málara, þar sem píslarsaga Jesú Krists er rakin. Um tíu myndir er að ræða, listilega vel gerðar og fallegar. Í síðasta Sjónhorni slæddist röng dagsetning með auglýsingu um sýninguna en þar stóð að hún hæfist 25. apríl, en hið rétta er 25. mars og hefst klukkan 13.
Meira

Rótgrónu og mikilvægu safnastarfi raskað fyrir skammtímagróða?

Stjórn Félags fornleifafræðinga harmar ákvörðun Sveitarfélags Skagafjarðar um að fórna aðsetri Byggðasafns Skagfirðinga fyrir einkarekna sýningu í hagnaðarskyni. Þessar tilfærslur sveitarfélagsins eru vanvirðing við starfsemi safnsins, rannsóknir þess, starfsmenn, sýningar og safnkost.
Meira

Krækjur unnu sig upp í aðra deild

Síðasta keppnishelgi Íslandsmótsins í Blaki fór fram um síðustu helgi. Krækjur frá Sauðárkróki spiluðu sína síðustu fimm leiki í 3. deild á Neskaupstað og náðu að knýja fram fjóra sigra en einn leikur tapaðist. Birnur Bombur frá Hvammstanga léku á Ísafirði og Birnur A í Kópavogi.
Meira

Þrjú frá Tindastól í landsliðshópi í frjálsum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt landsliðshóp sinn fyrir 2018 en í honum eru þrír Skagfirðingar, Ísak Óli Traustason í grindahlaupi og fjölþraut, Jóhann Björn Sigurbjörnsson í spretthlaupum og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir í hástökki.
Meira

Styrkjum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í dag tilkynntu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um úthlutun styrkja til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og öðrum ferðamannastöðum.
Meira

Byggðasafn og Bardagi (Sýndarveruleiki) - bæði í boði

Í ljósi umræðu um málefni Byggðasafns Skagfirðinga og húsin við Aðalgötu 21 undanfarið fannst mér tímabært að sem formanni atvinnu-, menningar og kynningarnefndar að skýra málefni safnsins út eins og þau snúa að mér.
Meira

Lambakjötskynning í París - Reynt að ná inn á vel borgandi markaði

Kristján Andri Stefánsson sendiherra Íslands í París og Friðrik Sigurðsson matreiðslumaður hjá Utanríkisráðuneytinu stóðu fyrir kynningu á íslensku lambakjöti í sendiráði Íslands í París fyrir skömmu og fengu Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga í lið með sér. Þangað var fólki stefnt sem hefur ýmislegt til málanna að leggja í matvælabransanum og heppnaðist kynningin mjög vel að sögn Óla Viðars Andréssonar sölustjóra Kjötafurðastöðvarinnar.
Meira

Pungar og pelastikk aftur á svið

Áhugamannafélagið Frásaga sýnir hugverkið Pungar og pelastikk; raunir trillukarla í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi laugardagskvöldið 31. mars kl. 20.00. Uppselt er á þá sýningu en vegna mikillar eftirspurnar verður önnur sýning sama kvöld kl. 22.30.
Meira

Árangursríkur sveitarstjórnarfundur í Skagafirði

Í Sveitarfélaginu Skagafirði blossaði óvænt upp heit umræða um framtíð verðlaunaðs Byggðasafns Skagfirðinga. Umræður fóru fram um málið á sveitarstjórnarfundi í dag. Umræðan var bæði afar kurteis og málefnaleg, enda bera allir fundarmenn með tölu hag sveitarfélagsins mjög fyrir brjósti. Eina skuggann sem bar á fundinn var óvænt upphlaup sveitarstjóra í lok fundar sem ég vonast til að jafni sig á næstunni.
Meira

Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði var haldin í gær í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þar áttu allir grunnskólar í firðinum glæsilega fulltrúa auk þess sem nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar úr Grunnskólanum austan Vatna fluttu tónlist milli atriða.
Meira