Öflugt umferðareftirlit lögreglunnar á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.03.2018
kl. 14.09
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit undanfarna daga og hafa ökumenn sem ekki fara að lögum verið sektaðir. Lögreglan biður ökumenn að virða hámarkshraða á vegum og sýna tillitssemi í umferðinni. Um liðna helgi voru 101 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðast ók var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.
Meira
