Skagafjörður

Braut rúðu á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki

Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði í nógu að snúast um liðna helgi en alls voru 117 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi hennar og einn aðili var handtekin vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Þá sinnti lögreglan útkalli vegna umferðarslyss og maður handtekinn eftir að hafa brotið rúðu á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.
Meira

Pétur í úrvalsliði seinni umferðar Dominos-deildarinnar

Síðasta umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta var leikin sl. fimmtudagskvöld og luku Tindastólsmenn keppni með góðum sigri gegn Stjörnunni. Líkt og oft áður í vetur átti landsliðskappinn og leikstjórnandi Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson, góðan leik líkt og var í hinum ágæta skemmtiþætti, Dominos-kvöldi á Stöð2Sport, valinn í úrvalslið Dominos-deildarinnar í seinni umferð deildarkeppninnar.
Meira

Fór í hjartastopp á fótboltaæfingu

Í síðustu viku var Helga Sigríður Eiríksdóttir, námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, á fótboltaæfingu með félögum sínum í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, sem er ekki í frásögu færandi nema að því leyti að hún hné niður og fór í hjartastopp. Var henni veitt fyrsta hjálp sem fólst í hnoði, blæstri og notkun á stuðtæki.
Meira

Söguhéraðið Skagafjörður

Stuttu eftir að ég flutti til Sauðárkróks skrifaði faðir minn bréf til ömmu, í bréfinu stóð; Sigrúnu finnst svo leiðinlegt í sögu, henni finnst hún alls ekkert þurfa að búa yfir þekkingu á því sem búið er og hvað þá mönnum sem eru löngu dauðir. Þetta hefur þó breyst. Kannski var það flutningurinn í Skagafjörðinn sem einmitt breytti þessu áhuga mínum, söguhéraðið Skagafjörður. En hvað er það sem gerir Skagafjörð svo eftirtektaverðan, það er hversu rík sagan er í öllu okkar umhverfi, hér er faglegt lifandi safnastarf og m.a. eigum elsta starfandi Héraðsskjalasafn á landinu.
Meira

Humar, tómatsúpa og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingar vikunnar í 9. tbl. ársins 2016 voru Hrönn Dís Ástþórsdóttir og Ævar Baldvinsson. Hrönn starfar á leikskólanum Barnabóli og Ævar er eigandi fyrirtækisins Dimension of Sound. Þau hafa verið búsett á Skagaströnd í tvö ár. „Við völdum þessar uppskriftir því okkur þykir þær góðar og er gaman að matreiða þær. vonum að þið getið notið þeirra með okkur.“
Meira

Ekki stætt á öðru en styðja ÍA

Þingmaðurinn - Guðjón S. Brjánsson Guðjón S. Brjánsson er 6. þingmaður Norðvesturkjördæmis og situr fyrir Samfylkinguna. Hann býr á Akranesi, kvæntur Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið og sjónfræðingi, og eiga þau tvo uppkomna syni og fimm barnabörn. Guðjón er með félagsráðgjafapróf frá Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og masterspróf í lýðheilsufræðum frá Svíþjóð (MPH). Áður en Guðjón settist á þing 2016 starfaði hann sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Meira

Kona á skjön til Akraness

Á morgun, laugardaginn 10. mars kl. 13 opnar sýningin Kona á skjön, um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi. Sýningin var fyrst sett upp á Sauðárkróki sumarið 2017, síðan á Borgarbókasafni Reykjavíkur í janúar- mars 2018 og nú á Bókasafni Akraness. Sýningarhöfundar og hönnuðir eru þær Kristín Sigurrós Einarsdóttir, kennari og leiðsögumaður og Marín Guðrún Hrafnsdóttir, bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar.
Meira

Setur tileinkað Sturlungu og Örlygsstaðabardaga sett upp í Aðalgötu 21-21a

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að setur sem tileinkað verður Sturlungu og Örlygsstaðabardaga, verði opnað í Gránu og gamla mjólkursamlaginu á Sauðárkróki við Aðalgötu 21-21a. Upphaflega var gert ráð fyrir því að nota húsnæðið undir starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga þegar sveitarfélagið og Kaupfélag Skagfirðinga höfðu makaskipti á því og Minjahúsinu sem stóð við Aðalgötu 16b árið 2016.
Meira

Formannslaus knattspyrnudeild

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls var haldinn sl. miðvikudag í Árskóla að viðstöddu fjölmenni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundastörf deildarinnar, þar sem ársreikningur deildarinnar var m.a. kynntur en ekki tókst að mynda stjórn. Eftir að formaður deildarinnar sagði af sér fyrir skömmu hefur ekki fundist neinn aðili sem tilbúinn er að fylla það skarð. Sama má segja um stjórnina, enginn gaf sig fram og fer því framkvæmdastjóri deildarinnar, Jón Stefán Jónsson, með umboð hennar og formanns.
Meira

Þriðja sætið staðreynd eftir stórsigur á Stjörnunni

Tindastóll og Stjarnan mættust í lokaumferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Stólarnir höfðu tapað í tvíframlengdum steinbít í Njarðvík á mánudagskvöldið en í sömu umferð höfðu Garðbæingar kjöldregið Keflvíkinga. Það var því mikilvægt fyrir Stólana að eiga góðan leik í kvöld og komast á sigurbraut fyrir úrslitakeppnina. Það gerðu þeir svo sannarlega eftir flotta frammistöðu í síðari hálfleik og niðurstaðan tuttugu stiga sigur. Lokatölur 87-67.
Meira