Skagafjörður

Opið bréf til Byggðarráðs Skagafjarðar

Félag íslenskra safna og safnmanna hafa birt opið bréf til Byggðarráðs Skagafjarðar á heimasíðu sinni þar sem skorað er á eigendur Byggðasafns Skagfirðinga að setja faglegt safnastarf ekki í uppnám vegna óvissu um aðbúnað starfsfólks og varðveislu safngripa. Bréfið er eftirfarandi:
Meira

Skíðagöngumót í Fljótum um páskana

Árlegt skíðagöngumóti í Fljótum verður haldið föstudaginn langa, þann 30. mars næstkomandi. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga og fullorðinna. Mótið er haldið af Ferðafélagi Fljóta sem skorar á alla fjölskylduna, unga sem aldna, að taka nú fram skíðin og skrá sig til leiks í þessu skemmtilega móti í gömlu höfuðbóli skíðaíþróttarinnnar.
Meira

Sæluvika Skagfirðinga og atvinnulífssýning framundan

Sæluvika Skagfirðinga þetta árið verður haldin dagana 29. apríl til 5. maí. Dagskrá Sæluviku er að jafnaði fjölbreytt þar sem hver menningarviðburðurinn rekur annan, vítt og breytt um héraðið. Í tengslum við Sæluviku verður einnig haldin atvinnulífssýning í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 5.-6. maí nk. Samhliða sýningunni verður haldið upp á 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Skagafjarðar en á þessu ári eru liðin 20 ár síðan ellefu sveitarfélög í Skagafirði sameinuðust í eitt.
Meira

Vel heppnað námskeið fyrir ferðamálafélaga

Síðastliðinn þriðjudag var félagsmönnum í Ferðamálafélagi Austur-Húnavatnssýslu og Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði boðið á námskeið í Húnaveri þar sem fjallað var um þjóðerni og þjónustu. Á námskeiðinu fjallaði Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur um þjónustu, ólíka menningarheima og hvernig best sé að uppfylla þarfir ólíkra gesta. Margrét hefur sérhæft sig í námskeiðahaldi um þjónustu og hefur meðal annars gefið út fimm bækur um þjónustu og sex íslensk þjónustumyndbönd. Námskeiðið skipulagði Þórdís Rúnarsdóttir, ferðamálafulltrúi Austur-Húnavatnssýslu ásamt Margréti Reynisdóttur.
Meira

Hefjum nýjar hefðir og viðhöldum gömlum - Rakel Halldórsdóttir, starfsmaður Matís í viðtali

Í umfjöllun um námskeið Farskólans, Opin smiðja – Beint frá býli, í 8.tölublaði Feykis var greint frá því að til standi að opna matarmarkað í gamla pakkhúsinu á Hofsósi í sumar á vegum Matís. Umsjón með því verkefni hefur starfsmaður Matís sem nú er búsettur á Hofsósi, Rakel Halldórsdóttir sem stofnaði og rak verslunina Frú Laugu um árabil ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum. Feykir leit við hjá Rakel í Frændgarði, einu af húsum Vesturfarasetursins á Hofsósi, þar sem hún hefur skrifstofuaðstöðu.
Meira

Nemendur fá val um endurtöku könnunarprófa

Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku, en margir þeirra tóku próf við óviðunandi aðstæður í liðinni viku. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð, samkvæmt ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust.
Meira

Dalalíf vinsælasta bókin á bókasöfnum landsins

Ótrúlegt, en alveg satt, þá er þetta ekki frétt frá fimmta áratug síðustu aldar. Það er nefnilega þannig að skáldsagan Dalalíf, eftir skagfirska rithöfundinn Guðrúnu frá Lundi, reyndist vera sú bók sem oftast var lánuð út á almenningsbókasöfnum landsins árið 2017, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum fengu vel á fimmta þúsund manns Dalalíf lánaða.
Meira

Mottumarshátíð í Miðgarði í kvöld

Kiwanisklúbburinn Drangey og Krabbameinsfélag Skagafjarðar stendur fyrir mottumarshátíð í menningarhúsinu Miðgarði í kvöld, 15. mars. Hátíðin hefst klukkan 19 og er aðgangur ókeypis en þeir sem vilja styrkja Krabbameinsfélag Skagafjarðar geta látið fé af hendi rakna í þar til gerðan kassa er verður í anddyrinu í Miðgarði.
Meira

Styttist í frumsýningu Adrift hjá Baltasar Kormáki

Skagfirski kvikmyndabóndinn, Baltasar Kormákur frá Hofi, frumsýnir í byrjun júni sína nýjustu Hollywood stórmynd, Adrift (Á reki), en myndin er heljarins drama. Adrift byggir á sönnum atburðum og segir af siglingu Tami Oldham og Richard Sharp um Kyrrahafið sem reyndist ekki bera nafn með rentu.
Meira

Stefán Vagn á Alþingi

Stefán Vagn Stefánsson varaþingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi var einn þeirra fimm varamanna er tóku sæti á Alþingi sl. mánudag. Hann kemur í stað Ásmundar Einars Daðasonar, félags - og jafnréttismálaráðherra, sem situr 62. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York. Stefán Vagn fær innsýn í nefndarstarf Alþingis sem þingmaður og hefur nú tekið sæti í velferðarnefnd og utanríkismálanefnd Alþingis.
Meira