Stefnan er að vinna titil – Viðtal við Stefán Jónsson formann körfuboltadeildar Tindastóls
feykir.is
Skagafjörður
20.01.2018
kl. 11.21
Það hefur ekki farið framhjá nokkrum Skagfirðingi, jafnvel Húnvetningi, að körfuboltaæði ríkir á norðurslóðum þar sem Tindastóll situr nú, ásamt ÍR, KR og Haukum, í toppsæti Domino´s deildar. Nú þegar tímabilið er hálfnað eru þessi fjögur lið með 16 stig hvert eftir 11 leiki, átta sigra og þrjú töp. Þá er Tindastóll kominn í undanúrslit Maltbikarsins auk Hauka, KR, og Breiðabliks og fara leikirnir fram fljótlega upp úr áramótum. Formaðurinn hefur eðlilega í mörg horn að líta og dylst engum að þar er á ferðinni maður sem lætur hlutina ganga. Feykir settist niður með Stefáni Jónssyni sem hefur gegnt embætti formanns körfuboltadeildar Tindastóls meðfram störfum sínum sem togarasjómaður á Guðmundi í Nesi, og forvitnaðist um sjómennskuna sem hefur fylgt honum frá blautu barnsbeini, körfuboltann og markmiðum þeim tengdum sem vonandi nást á þessari leiktíð.
Meira
