Skagafjörður

Aðalfundur Rauða krossins í Skagafirði

Aðalfundur Rauða krossins í Skagafirði verður haldinn í dag, fimmtudag 8. mars, klukkan 17:00 í húsnæði deildarinnar að Aðalgötu 10b. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Meira

Helga Una og Þoka frá Hamarsey sigruðu í slaktaumatölti

Eftir skemmtilega forkeppni í slaktaumatölti í Meistaradeild KS sem haldið var í gærkvöldi leiddu þær Helga Una og Þoka frá Hamarsey með einkunnina 6,83. Þær héldu sæti sínu út alla keppnina og sigruðu glæsilega með einkunnina 7,08. Hæstu einkunn kvöldsins hlaut þó sigurvegari b-úrslita, Jóhanna Margrét en hún og hestur hennar Ömmustrákur frá Ásmundarstöðum áttu mjög góða sýningu sem skilaði þeim 7,21 og vöktu verðskuldaða athygli, eins og segir í tilkynningu frá Meistaradeildinni.
Meira

„Svona fer þetta stundum og við áttum að gera betur,“ segir Helgi Freyr. Stólar taka á móti Stjörnunni í kvöld

Síðustu sex leikir í Domino´s deild karla í körfubolta fara fram í kvöld áður en úrslitakeppnin sjálf hefst og kemur þá í ljós hvaða lið parast saman í þeirri keppni. Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og geta úrslitin haft áhrif á hvaða lið Tindastóll fær sem andstæðing í úrslitakeppninni. Aðrir leikir kvöldsins eru: Höttur – Njarðvík, Keflavík – ÍR, Haukar – Valur, Grindavík - Þór Ak. og Þór Þ. – KR. allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Meira

Kaffihlaðborð og basar í Varmahlíðarskóla sunnudaginn 11. mars

Á sunnudaginn næsta, 11. mars, milli klukkan 15 og 17, verður hið árlega kaffihlaðborð og basar í Varmahlíðarskóla. Allur ágóði rennur þetta árið til Verum samfó hópsins, sem er sjálfsprottinn samhjálpar- og sjálfsstyrkingarhópur fólks sem hittist tvisvar í viku í Húsi frítímans til að styrkja geðheilsu sína með uppbyggilegri og styðjandi samveru.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ býst við léttu páskahreti

Í gær, þriðjudaginn 6. mars, komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skyni að huga að veðurhorfum í marsmánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn sjö talsins. Að venju var farið yfir sannleiksgildi spár fyrir liðinn mánuð og útkoman að vonum góð.
Meira

Úrslit frá Skagfirsku mótaröðinni - Fjórgangur og slaktaumatölt

Skagfirska mótaröðin í hestaíþróttum hóf göngu sína föstudaginn 2. mars í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki með keppni í flokki V5 hjá börnum, unglingum og ungmennum; 1. og 2. flokki og T2, opnum flokki. Kvenfólkið var afar sigursælt á mótinu en þær skipuðu sigursætin í fimm flokkum af sex. Næsta mót verður haldið föstudagskvöld 9. mars og hefst klukkan 18:30. Þá er keppt í F2, ungmenna-, 1. og 2. Flokki; T7, barna-, unglinga- og opnum flokki.
Meira

Lambafille með Bernaise heillaði dómarana - Kokkakeppni Árskóla

Hin árlega kokkakeppni Árskóla á Sauðárkróki fór fram sl. fimmtudag í heimilisfræðistofu skólans en alls tóku fimm lið þátt úr 9. og 10. bekk. Þegar Feykir mætti á staðinn voru liðin á lokametrunum með rétti sína sem allir litu girnilega út og gerðu sannarlega tilkall til verðlauna.
Meira

Njarðvík hafði betur gegn Stólum í háspennuleik

Það var sannkallaður spennuleikur í Ljónagryfjunni í Njarðvík á mánudagskvöldið er Tindastóll mætti heimamönnum í næstsíðustu umferð Domino´s deildarinnar í körfubolta. Eftir hörkuspennandi og tvíframlengdan leik höfðu Njarðvíkingar betur með 103 stigum gegn 102. Njarðvíkingar hófu leikinn af meiri krafti en Stólarnir sem áttu erfitt með að finna leiðina að körfunni. Eftir tæpar sjö mínútur var staða orðin 16-6 fyrir heimamenn áður en Pétur Rúnar Birgisson náði að laga stöðuna með sniðskoti. Njarðvíkingar héldu áfram að salla niður körfum meðan lítið gekk hjá Stólum og staðan eftir fyrsta leikhluta 29-14.
Meira

Gestakomur aukast í sundlaugar í Skagafirði

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa verið birtar aðsóknartölur í sundlaugar sveitarfélagsins. Þar kemur fram að sundlaugin á Hofsósi fékk flestar heimsóknir á liðnu ári eða alls um 39.985 manns. Er það örlítil aukning frá árinu áður en þá komu 39.409 í sund á Hofsósi. Litlu færri gestir heimsóttu sundlaugina á Sauðárkróki eða 37.975 manns á seinasta ári sem var fækkun frá árinu 2016 en þá mættu 38.708 manns í sundlaugina.
Meira

Elvar Einarsson ríður á vaðið í slaktaumatöltinu

Ráslistinn fyrir slaktaumatölt í Meistaradeild KS er tilbúinn en mótið verður haldið í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki næstkomandi miðvikudagskvöld og hefst kl 19:00. „Ráslistinn lítur vel út, mikið af sterkum hrossum þar á meðal tvö hross sem voru í úrslitum á síðasta íslandsmóti,“ segir í tilkynningu frá mótsnefnd. Húsið opnar kl 18:00 og að vanda verða seldar veitingar í reiðhöllinni svo fólk er hvatt til að mæta snemma.
Meira