Skagafjörður

Svaðaleg stemning í Höllinni í gær

Það var mikil stemning í Laugardalshöllinni í gær þegar Tindastóll lagði Hauka í undanúrslitum Maltbikarsins. Ljóst var að þarna myndu tvö hörkulið mætast þar sem Haukarnir hafa verið í fínum málum og standa efstir í Domino´s deildinni og Tindastóll sjónarmun á eftir með tveimur stigum færra. Stuðningsmennirnir létu ekki sitt eftir liggja og fjölmenntu á upphitun í Ölver og svo í Höllina.
Meira

1,5 milljón til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls – Miðasala á úrslitaleikinn hafin

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja Körfuknattleiksdeild Tindastóls um kr. 1.500.000 vegna framúrskarandi árangurs í íþróttinni, þar sem liðið er komið í úrslit í bikarkeppni KKÍ. Byggðarráðið óskar Tindastóli góðs gengis í úrslitaleiknum nk. laugardag á móti KR og óskar liðinu jafnframt velfarnaðar í keppninni um íslandsmeistaratitilinn sem framundan er. Feykir tekur heilshugar undir það.
Meira

Inngangur að neyðarvörnum - námskeið

Miðvikudaginn 17. janúar nk. mun Rauði krossinn í Skagafirði standa fyrir námskeiðinu Inngangur að neyðarvörnum.
Meira

Hársprey á árshátíð eldri nemenda í Varmahlíð

Eldri bekkir Varmahlíðarskóla halda árshátíð sína og sýna söngleikinn Hársprey í Miðgarði í dag klukkan 17:00 og annað kvöld, föstudag, klukkan 20:00. Eftir sýninguna í dag er, samkvæmt hefð, boðið upp á veislukaffi í Varmahlíðarskóla en að seinni sýningu lokinni verður unglingaball fyrir 7.-10. bekk í Miðgarði þar sem meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins sjá um að halda uppi fjörinu.
Meira

Stólarnir í úrslit Maltbikarsins eftir draumaleik Arnars

Tindastóll og Haukar mættust í Laugardalshöllinni í kvöld í undanúrslitum Maltbikarsins. Stólarnir höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fögnuðu að lokum af krafti sætum sigri á toppliði Dominos-deildarinnar, Lokatölur voru 85-75 en atkvæðamestur í liði Tindastóls var Sigtryggur Arnar sem gerði 35 stig og tók 11 fráköst í sannkölluðum draumaleik. Andstæðingar Stólanna í Höllinni á laugardaginn verður lið KR.
Meira

Sameiginlegur nýársfagnaður

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórinn í Skagafirði ætla að slá saman og halda sameiginlegan nýársfagnað í Húnaveri næsta laugardagskvöld og byrjar gamanið klukkan 20:30. Á dagskránni verða skemmtiatriði, kvöldverður og kórsöngur og loks verður stiginn dans við undirleik Geirmundar Valtýssonar.
Meira

Bjarni Har hættur olíusölu

Um síðustu áramót afturkallaði Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra leyfi Verslunar Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki til að selja olíu eftir tæplega 90 ára farsælt starf fyrst sem umboðsaðili BP og síðar Olíuverzlunar Íslands, nú Olís.
Meira

Caird í þjálfarateymi Tindastóls

Christopher Caird leikmaður Tindastóls í körfubolta hefur lagt keppnisskóna á hilluna og hefur bæst í þjálfarateymi liðsins. Þrálát meiðsli hafa gert kappanum lífið leitt og hefur hann ekki náð að beita sér líkt og á síðasta keppnistímabili. Meðfram spilamennsku hefur Chris verið starfandi yfirþjálfari yngri flokka félagsins með mjög góðum árangri.
Meira

Anton Páll tilnefndur sem þjálfari ársins 2017

Á heimasíðu Háskólans á Hólum er greint frá því að Anton Páll Níelsson, reiðkennari við Hestafræðideild skólans sé tilnefndur í kosningu um þjálfara ársins 2017 á vegum FEIF - alþjóðlegra samtaka um Íslandshestamennskuna. Sex þjálfarar hafa verið tilefndir af samtökum hestamanna í sínu heimalandi og keppa þeir um titilinn. Kosningin fer fram á Facebook.
Meira

Hitað upp fyrir bikarleikinn á Ölveri

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur náð samkomulagi við sportbarinn Ölver í Glæsibæ um að stuðningsmenn liðsins hiti upp þar fyrir bikarleikinn gegn Haukum sem fram fer í Laugardalshöll nk. miðvikudagskvöld kl. 20:00. Í tilkynningu frá deildinni segir að að það verði sturluð tilboð í gangi hjá þeim á Ölveri fyrir bæði í mat og drykk.
Meira