Bændur á Syðri-Hofdölum fengu Landbúnaðarverðlaunin 2018
feykir.is
Skagafjörður
05.03.2018
kl. 17.43
Á Búnaðarþingi, sem sett var í morgun í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík, hlutu bændur á Syðri-Hofdölum í Skagafirði Landbúnaðarverðlaunin 2018. Verðlaunin eru hugsuð sem viðurkenning til aðila sem á einn eða annan hátt tengjast íslenskum landbúnaði og hafa sýnt með verkum sínum áræðni og dugnað. Feykir óskar þeim Trausta Kristjánssyni, Ingibjörgu Aadnegard, Klöru Helgadóttur og Atla Má Traustasyni til hamingju með viðurkenninguna.
Meira
