Skagafjörður

Bændur á Syðri-Hofdölum fengu Landbúnaðarverðlaunin 2018

Á Búnaðarþingi, sem sett var í morgun í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík, hlutu bændur á Syðri-Hofdölum í Skagafirði Landbúnaðarverðlaunin 2018. Verðlaunin eru hugsuð sem viðurkenning til aðila sem á einn eða annan hátt tengjast íslenskum landbúnaði og hafa sýnt með verkum sínum áræðni og dugnað. Feykir óskar þeim Trausta Kristjánssyni, Ingibjörgu Aadnegard, Klöru Helgadóttur og Atla Má Traustasyni til hamingju með viðurkenninguna.
Meira

Dúndurspenna á toppi Domino´s deildarinnar. Tindastóll sækir Njarðvík heim í Ljónagryfjuna

Tveir leikir fara fram í Domino´s deildinni í kvöld og þar með þeir síðustu í 21. og næstsíðustu umferð deildarinnar. Tindastóll getur með sigri jafnað Hauka sem ekki tókst að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks í 3. sæti í 3. deild

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Grafavogi um helgina og má segja að þar sé um hápunkt skákvertíðarinnar á Íslandi að ræða. Skákmenn koma saman, hitta gamla vini, rifja upp gamla takta og berjast hart til sigurs, eins og segir á heimasíðu Skáksambands Íslands. Skákfélag Sauðárkróks tók þátt og endaði í 3. sæti í 3. deild.
Meira

Nýr sorptroðari í Stekkjarvík

Norðurá bs. sem rekur urðunarstaðinn Stekkjarvík við Blönduós fékk afhentan nýjan sorptroðara núna í lok febrúarmánaðar. Troðarinn er af gerðinni Bomag BC772 RS-4 og er tæp 40 tonn að þyngd. Í honum er mótor af gerðinni Mercedes Benz, OM471LA. 340kw og kemur hann til með að auka afköst..
Meira

Theodórsstofa á Sögusetri íslenska hestsins

Kristinn Hugason skrifar um hesta og menn.
Meira

Lasanja fyrir öll tilefni og uppáhalds ísinn

„Okkur finnst mjög gaman að fá gesti í mat en skipuleggjum það sjaldnast með löngum fyrirvara og gerum mjög lítið af því að halda veislur eða fín matarboð. Þegar við fáum matargesti er yfirleitt minni hlutinn af þeim fullorðinn og stundum töluvert margir í einu. Þess vegna eldum við mjög oft lasanja.
Meira

Aldrei gefast upp verður Battleline í kvöld

Úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld og kemur þá í ljós hverjir verða fulltrúar Íslands í Júróvisjón í Lissabon í Portúgal. Þar munu Íslendingar keppa í undankeppninni þann 8. maí en aðalkvöld Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva verður svo laugardaginn 12. maí nk.
Meira

Fjölskyldan er helsta áhugamálið -

Þingmaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Meira

Snilldarleikur Stólanna gegn gömlu góðu Vesturbæingunum

Stórleikur 20. umferðar Dominos-deildarinnar fór fram í Síkinu í kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt hjá stuðningsmönnum Tindastóls fyrir leikinn og stemningin í Síkinu sjóðheit og hressandi. Leikurinn reyndist hin besta skemmtun fyrir heimamenn sem fóru á kostum í vörn og sókn og sigruðu Íslandsmeistara KR af fádæma öryggi. Lokatölur 105–80 og allir með!
Meira

Það er búið að fylla á tankinn

Ef einhvern vantar lesefni yfir helgina (eða í framtíðinni) þá tilkynnist það hér með að búið er að fylla á Feykistankinn dágóðum skammti af Rabb-a-babbi og Tón-lyst. Um er að ræða efni sem birst hefur í pappírsútgáfu Feykis síðasta eitt og hálfa árið eða svo og gæti mögulega glatt einhverjar leitandi sálir.
Meira