Skagafjörður

Fara í næsta leik til að vinna

Karlalandsliðið í körfubolta tapaði á móti Andorra í gær 83:81 á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Liðið hefur keppt þrjá leiki og er með tvö töp og einn sigur. Ísland leikur gegn Lúxemborg í dag kl. 17:30 og Svartfjallalandi á morgun kl. 15:00.
Meira

Verða loftlínur í aðalskipulagstillögu Skagafjarðar?

Áhugafólk um ásýnd Skagafjarðar hefur boðað til upplýsinga- og umræðufundar í Miðgarði á morgun, laugardaginn 3. júní kl. 14. Til umræðu verða áform sveitarstjórnar um að festa í sessi stóriðjulínu í aðalskipulag Skagafjarðar þrátt fyrir að Landsnet hafi tekið Blöndulínu 3 út úr framkvæmdaáætlun og hafi tilkynnt að fyrirtækið ætli að vinna nýtt umhverfismat vegna línunnar þar sem jarðstrengur verður tekinn til mats.
Meira

Jón Gísli valinn í landsliðsúrtak

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 2002 fer fram á Akranesi, dagana 12. - 16. júní nk. og mun Dean Martin þjálfari U16 hafa umsjón með mótinu. Jón Gísli Eyland Gíslason úr Tindastól hefur verið valinn í hóp 30 manna sem taka þátt.
Meira

FISK stækkar hráefniskæli og starfsmannaaðstöðu

Um síðustu helgi hófust framkvæmdir við viðbyggingu við fiskvinnslu FISK Seafood við Eyrarveg 18 á Sauðárkróki. Til stendur að stækka hráefniskæli fyrirtækisins um 280 fm og stækka inngang og starfsmannaaðstöðu um 70 fm, samtals 350 fm.
Meira

Pétur Rúnar með 7 stig í stórsigri Íslands

Það var mikil stemmning hjá áhorfendum í körfuboltahöllinni í gærkvöldi þegar karlalandslið San Marínó mætti karlalandsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum sem nú standa yfir einmitt í San Marínó. Skagfirðingurinn og Tindastólskappinn, Pétur Rúnar Birgisson, er í liði Íslands sem sigraði með 42 stigum, 95:53.
Meira

Kona á skjön - sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi

Á laugardaginn, 3. júní kl. 14:00 verður sýningin Kona á skjön sem fjallar um ævi og störf skáldkonunnar Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi, opnuð á Sauðárkróki. Sýningin fjallar um ævi og störf Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi en rithöfundaferill hennar er sannkallað ævintýri í íslenskri bókmenntasögu.
Meira

Skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði

Undirbúningur gengur afar vel fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um Jónsmessuhelgina, að sögn Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra mótsins. Dagskráin er klár og búið að setja sérgreinastjóra yfir hverja grein. Landsmót UMFÍ fyrir fimmtíu ára og eldri hafa verið haldin víðs vegar um landið síðan fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga árið 2011. Mótið hefur stækkað og dafnað með hverju árinu og hefur keppendum fjölgað jafnt og þétt. Ómar Bragi býst við miklum fjölda á mótið nú í júní og hugsanlega metskráningum.
Meira

Nýr forstöðumaður ráðinn

Ari Jóhann Sigurðsson hóf í dag störf sem forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi. Ari hefur starfað sem forstöðumaður á meðferðarheimilinu Háholti undanfarin ár en eins og fram hefur komið er það nú að hætta starfsemi sinni.
Meira

Hænsnakofinn hlutskarpastur

Á dögunum tóku tveir drengir í Grunnskólanum austan Vatna, þeir Egill Rúnar Halldórsson á Molastöðum og Ólafur Ísar Jóhannesson á Brúnastöðum, á móti verðlaunum fyrir verkefni sem þeir unnu í vetur. Var það hluti af vinnu skólans í verkefninu Landsbyggðarvinir en fyrr í vetur fengu tvær stúlkur í skólanum verðlaun frá sömu aðilum.
Meira

Kastaði tveimur fölöldum

Hryssan Glódís á Meyjarlandi á Reykjaströnd kastaði tveimur sprækum folöldum þann 24. maí sl. en það mun vera afar sjaldgæft hjá hryssum. Halla Guðmundsdóttir eigandi hryssunnar segist ekki hafa verið viðstödd þegar þau komu í heiminn en um morguninn varð hún vör við að fjölgað hafði í hópnum.
Meira