Skagafjörður

Gleðiganga í norðansvalanum

Gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram í dag en hún markar lok skólastarfs hvers skólaárs. Eftir nokkuð frábrugðna kennslu fyrst í morgun, þar sem 10. bekkingar brugðu sér í hlutverk kennara, hópuðust nemendur saman og gangan hófst. Gengið var upp á sjúkrahús þar sem farið var í leiki á túninu og sungið fyrir vistmenn og starfsfólk. Þá var haldið af stað í bæinn og áð við ráðhúsið þar sem einnig var sungið fyrir starfsfólk þess. Þaðan var gengið út að Kirkjutorgi og snúið aftur í skólann þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur.
Meira

Sláttur hófst í gær í Skagafirði

Sláttur hófst í Viðvík í Skagafirði í gær 30. maí og hefur Feyki ekki haft fregnir um það að bændur í firðinum hafi byrjað fyrr þetta sumarið. Í samtali við Feyki sagði Guðríður Magnúsdóttir að sprettan væri óvenju góð og hefði sláttur hafist um síðustu helgi á bænum ef þau hjón hefðu verið heima.
Meira

Samningi um gamla bæinn í Glaumbæ sagt upp

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sl. mánudag var tekið fyrir erindi frá Þjóðminjasafni Íslands þar sem samningi á milli safnsins og Byggðasafns Skagfirðinga er sagt upp. Jafnframt er í bréfinu óskað eftir viðræðum um nýjan samning þar sem m.a. yrði tekið tillit til varðveislu bæjarins og þess að hluti aðgangseyris að bænum renni til frekari viðhalds og varðveislu hans m.a. vegna stóraukins gestafjölda.
Meira

SSNV úthlutar tæpum 85 milljónum í atvinnu- og menningarstyrki

Úthlutun styrkja á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) til menningarmála og atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2017 er lokið. Styrkir eru veittir úr tveimur sjóðum; Uppbyggingarsjóði, þar sem úthlutað var rúmum 67 millj. kr. og Atvinnu- og nýsköpunarsjóði en þar var úthlutað rúmum 17 millj. kr. Í heild bárust 150 umsóknir þar sem óskað var eftir 200 milljónum kr. í styrki. Úthlutað var styrkjum til 90 verkefna. Fyrri úthlutun ársins fór fram í febrúar sl. en þá var úthlutað um 66 millj. kr. Seinni úthlutun var í maí og þá var úthlutað 18,5 millj. kr.
Meira

Opnað í dag á Sólgörðum

Sumaropnun sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum gengur í gildi í dag og um leið hefst starfsemi ferðaþjónustunnar sem þau Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Alfreð Símonarson ætla að reka þar í sumar.
Meira

Vormót Tindastóls í júdó

Vormót Tindastóls var haldið sl. sunnudag í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Keppendur voru 40 talsins og komu frá fimm júdófélögum: Draupni á Akureyri, Pardusi á Blönduósi, JR í Reykjavík, Júdódeild Ármanns í Reykjavík auk Tindastóls.
Meira

Menningarslys við strendur landsins ef ekkert verður að gert!

Fyrir skemmstu bárust svör frá þremur ráðherrum við spurningum mínum varðandi sjóvarnir almennt og skráningu og vernd menningaminja á ströndum landsins sem bornar voru fram af gefnu tilefni. Vitað er að víða hefur hafið gengið á ströndina og afmáð menningarminjar sem þar voru. Þá er ljóst að þær breytingar sem eiga sér nú stað á loftslagi, veðurfari og sjávarstöðu geta orðið til þess að auka þörf fyrir sjóvarnir og annan viðbúnað til að bregðast við hættu af sjávarflóðum.
Meira

Báru mann niður af Spákonufellsborg

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu og Skagafirði fengu beiðni um aðstoð vegna manns sem var á gangi við Spákonufellsborg í gær en hann kvartaði yfir brjóstverk og komst ekki leiðar sinnar en hann var þá staddur í u.þ.b. 500 m.y.s.. Björgunarsveitir á svæði 9 og 10 mættu á svæðið ásamt sjúkraflutningamönnum og lækni.
Meira

Sundlaugar í Skagafirði

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð þessa viku vegna viðhalds og námskeiðs starfsmanna, frá og með deginum í dag. Stefnt er að því að opna aftur á laugardagsmorgun, 3. júní, kl. 7:00.
Meira

Stólarnir fengu skell í Mosfellsbænum

Tindastólsmenn kíktu í Mosfellsbæinn á laugardaginn og léku við lið Aftureldingar í 2. deildinni. Heimamenn voru yfir í hálfleik en Stólarnir jöfnuðu snemma í síðari hálfleik en fengu síðan á sig holskeflu af mörkum síðasta hálftímann og töpuðu 5-1.
Meira