Skagafjörður

Ljóð dagsins

Ljóð dagsins er eftir Andra Snæ Magnason og hljóðar svo:
Meira

Bílastæði við Árskóla leðjubundið í dag

Eigendur þeirra bíla sem eru staðsettir á bílastæði við Árskóla og íþróttahús á Sauðárkróki eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja þá fyrir klukkan 16:00 í dag þar sem fara á í aðgerðir á stæðinu sem binda mun aurinn saman líkt og olíumöl.
Meira

Engar gabbfréttir í dag

Feykir hefur ákveðið að feta í fótspor fjölmiðla í Noregi og Svíþjóð, þar á meðal NRK, VG og Aftenposten, sem ætla að sleppa hefðbundnu aprílgabbi í dag. Á Rúv segir að umræðan um falsfréttir hafi haft áhrif á þessa ákvörðun; margir óttast að gabbfréttir muni breiðast út og verða deilt sem sannleika á samfélagsmiðlum. Feykir tekur heilshugar undir þetta og mun ekki birta ósannar fréttir í dag!
Meira

Tímabundið leyfi fyrir matarvagn við Glaumbæjarsafn samþykkt

Á Facebooksíðu Byggðasafns Skagfirðinga segir að matarvagn í Glaumbæ sé sannarlega ekki efstur á óskalista starfsmanna safnsins. „Allt sem tefur fyrir umferð á alltof litlu bílastæði gerir erfitt ástand verra og með fullri virðingu fyrir matarvögnum að þá bæta þeir ekki minjagildi þjóðargersema á borð við gamla bæinn í Glaumbæ.“ Tilefni þessa skrifa er að skipulags- og byggingarnefnd Svf. Skagafjarðar samþykkti að veita tímabundið stöðuleyfi, frá 1. maí til 1. október 2017, fyrir söluvagni við hlið salernishúss sem er á staðnum.
Meira

Ný efnistökusvæði í Staðaröxl og Gilsbungu

Skipulags- og byggingarnefnd ákvað á fundi sínum þann 8. mars sl. vegna Aðalskipulags Skagafjarðar að skoðaðir yrðu 12 námukostir sem kæmu til greina að bæta við í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Er það gert til að bregðast við efnisþörf sem kemur til m.a. vegna styrkingar raforkukerfisins í sveitarfélaginu sem og að huga þarf að nýjum námukostum þar sem verulega hefur saxast á efni á Gránumóum. Nú er það ljóst að vænlegasta tillagan og einnig sú hagkvæmasta er að efnistakan verði í Staðaröxl og síðar í Gilsbungu.
Meira

Fyrstu gangbrautarljósin sett upp á Sauðárkróki

Í dag verða gangsett gangbrautarljós við Árskóla á Sauðárkróki. Gangandi vegfarendur ýta á hnapp til að óska eftir „grænum karli“ og virkja rautt ljós á ökutæki. Sérstakir skynjarar nema nærveru gangandi vegfarenda á leið yfir götu og er ljósatími stilltur eftir því hversu lengi viðkomandi er á leið yfir götuna.
Meira

Óvissa með framtíð Háholts sem meðferðarheimili

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði en uppi eru áform um að loka heimilinu frá og með næsta hausti. Fyrirhugað er að færa starfsemina á höfuðborgarsvæðið og áætlað að veita um 500 milljónum króna í nýbyggingu undir starfsemina.
Meira

Heitavatnslaust í Raftahlíð

Í neðstu Raftahlíðinni á Sauðárkróki er kominn upp leki í heitavatnslögn og verður því lokað fyrir vatnið meðan viðgerð stendur yfir eða eitthvað fram eftir degi. Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum er beðist velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Norræn hvalaskoðun á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum býður alla velkomna heim að Hólum á erindi í fyrirlestrarröðinni Vísindi og Grautur þriðjudaginn 4. apríl nk. klukkan16.00. Þar mun dr. Hin Hoaram-Heemstra, lektor við Viðskiptaháskólann Nord ræða um nýsköpunarreynslu af norrænna hvalaskoðun.
Meira

Þekkir þú þennan bæ

Meðfylgjandi mynd hefur verið til umræðu á Facebook-síðunni, „gamlar ljósmyndir“ og var Feykir beðinn um að athuga hvort lesendur gætu glöggvað sig á henni. Myndin var tekin um 1897 af Johannes Klein, dönskum málara sem var á ferð um Ísland og sögð tekin í Austur-Húnavatnssýslu. Myndin hefur þegar birst á Húna en engar hugmyndir hafa komið frá lesendum um hvar bærinn sé.
Meira