Skagafjörður

Fjölmennur stofnfundur Framfarafélagsins

Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framfarafélagsins, laugardaginn 27. maí. Sigmundur Davíð formaður félagsins boðaði til fundarins og voru fundarmenn nærri 250 talsins. Anna Kolbrún Árnadóttir var fundarstjóri og setti fundinn og Sigmundir Davíð var með ávarp í framhaldinu og Eyþór Arnalds var einnig með erindi.
Meira

Hamrarnir sigruðu Stólastúlkur á Akureyri

Hamrarnir frá Akureyri mörðu sigur á stelpunum í Tindastól í 1. deildinni í knattspyrnu sl. föstudag en leikurinn fór fram í Boganum. Elva Marý Baldursdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 39. Mínútu. María Dögg Jóhannesdóttir varð fyrir óhappi rétt eftir hálfleik og var flutt á sjúkrahús, meidd á hné. Inn á fyrir hana kom Hrafnhildur Björnsdóttir.
Meira

Til varnar sagnfræðinni

Bókaútgáfan Sæmundur hefur sent frá sér fræðiritið Til varnar sagnfræðinni eftir franska sagnfræðinginn Marc Bloch (1886-1944). Í tilkynningu frá útgáfunni segir að um sé að ræða eitt af áhrifamestu ritum sem samið hefur verið um vinnubrögð og aðferðir sagnfræðinga enda hefur bókin verið notuð fram á þennan dag sem kennslubók í aðferðafræði í háskólum víða um heim.
Meira

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra slitið í dag

Alls brautskráðust 75 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra af tólf námsbrautum í dag í hátíðlegri athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Rúmlega 550 nemendur stunduðu nám við skólann og um 60 manns störfuðu þar í vetur. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina sem stóð yfir í rúma tvær klukkustundir.
Meira

Lambahryggur með kryddhjúp og Hindberjagums

Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannsson á Laugamýri í Skagafirði voru matgæðingar vikunnar í 20. tölublaði Feykis árið 2015. Þau buðu lesendum upp á girnilegar uppskriftir af lambahrygg með kryddhjúp og Hindberjagumsi í eftirrétt, væntanlega meira og minna úr eigin framleiðslu. „Ég kann ekkert á skammta ég dassa alltaf þannig að þetta er bara einhvern veginn svona,“ segir Dagný.
Meira

Fagnar hundrað ára afmæli

Sigurpáll Árnason, fyrrum verslunarmaður og garðyrkjubóndi í Lundi í Varmahlíð fagnaði 100 ára afmæli í gær. Sigurpáll fæddist og ólst upp í Ketu í Hegranesi. Hann var einn af fyrstu nemendum Garðyrkjuskólans í Hveragerði þar sem hann stundaði nám árið 1939 og var fyrsti garðyrkjubóndinn í Skagafirði en hann byggði gróðrarstöð að Gamla Lundi í Varmahlíð þar sem hann ræktaði grænmeti og sumarblóm ásamt konu sinni, Hildi Kristjánsdóttur. Á árunum 1958 til 1984 ráku þau hjónin verslunina Lund sem staðsett var í samnefndu húsi sem þau byggðu sér, rétt við þjóðveginn sem liggur í gegnum Varmahlíð.
Meira

Afar háar frjótölur þessa dagana

Óvenjugott veðurfar á landinu undanfarin misseri hefur leitt til þess að gróðurinn er mun fyrr á ferðinni þetta vorið en vanalega. Það hefur í för með sér að frjótölur eru nú mjög háar og á Akureyri mældust frjótölur birkifrjókorna 658 á sunnudaginn en það er allra hæsta frjótala sem mælst hefur á einum sólarhring á landinu samkvæmt frétt RUV í gær.
Meira

Alexandersflugvöllur fullnægir öryggishlutverki fyrir íbúa, að mati samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Bjarna Jónssonar varaþingmanns Vg um Alexandersflugvöll á Sauðárkróki kemur fram það mat ráðherra að þjónusta við flugvöllinn fullnægi öryggishlutverki hans fyrir íbúa á áhrifasvæði hans.
Meira

Útvarpsmessur teknar upp í Blönduóskirkju

Útvarpsmessur úr Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmi verða teknar uppp í Blönduósskirkju í dag og á morgun. Þeim verður svo útvarpað á Rás 1 á sunnudagsmorgnum í sumar og hefjast þær klukkan 11. Allar upptökurnar fara fram í Blönduóskirkju og er fólki er boðið að koma í kirkjuna og vera við upptökur á messunum. Hér er um hefðbundnar messur er að ræða og hver messa verður sungin í heild án þess að gert verði hlé. Það er betra vegna hljómburðar að fólk sitji á bekkjum og einnig gerir það andrúmsloftið eðlilegra, að því er segir í auglýsingu frá prófasti.
Meira

Sex frá Tindastól í afreksbúðir KKÍ

KKÍ mun standa fyrir Afreksbúðum í ár líkt og síðastliðin sumur en þær eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands í körfubolta. Yfirþjálfarar búðanna völdu 60 drengi og 50 stúlkur allstaðar að af landinu til að taka þátt en þar muna yfirþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. Afreksbúðir eru fyrir ungmenni fædd 2003 og verða haldnar tvisvar í sumar.
Meira