Skagafjörður

Þrjú systkin í Skólahreysti

Ýmsir höfðu ríkari ástæðu til að fagna en aðrir eftir glæsilegan árangur skagfirskra skóla í Skólahreysti í gær, í það minnsta höfðu þau hjónin Kristín Bjarnadóttir og Eiríkur Frímann Arnarson á Hofsósi þrefalda ástæðu til, þar sem þrír fjórðu liðsins var skipað börnum þeirra.
Meira

Hefur þú prófað þennan?

Vissir þú að það eru til meira en hundrað leiðir til að binda bindishnút? Þeir algengustu eru "Half in Half", "Half Windsor", "Windsor" og "Shell Knot" En hér kemur einn fallegur sem kallast Eldredge hnúturinn, prófaðu að gera hann næst þegar þú setur upp bindi
Meira

Kortlagning skapandi greina á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa samið við Þuríði Helgu Jónasdóttur, MA í hagnýtri menningarmiðlun, um að gera úttekt á umfangi skapandi greina á Norðurlandi vestra. Markmiðið með verkefninu er að taka saman yfirlit um umfang skapandi greina og menningarlífs á Norðurlandi vestra. Um er að ræða upplýsingar um söfn og setur, sviðslistir, bóka- og skjalasöfn, tónlistarstarfsemi, listamiðstöðvar, húsnæði, gallerí, hönnuði, listamenn og margt fleira.
Meira

GRÓTTAKVÖRNIN

„Fornar sagnir herma, að jötnameyjar tvær, þær Fenja og Menja gerðu það sér til gamans að kasta tveim gríðarstórum hellum úr undirheimum upp í Miðgarð. Einhver gerði kvarnarsteina úr hellunum og gaf þær Fróða kóngi. Hann lét gera úr þeim Gróttakvörnina. Fenja og Menja voru teknar til fanga í styrjöld í Svíþjóð og seldar sem ambáttir Fróða konungi, en hann lét þær snúa Gróttakvörninni. Þær mólu konungi gull og öryggi en þjóð hans frið og velvilja meðal manna.“
Meira

Skagfirskur sigur í Skólahreysti

Varmahlíðarskóli tryggði sér rétt í þessu sigur í Norðurlandsriðli í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri með 49 stig og Grunnskólinn austan Vatna hampaði öðru sæti með 48 stig. Í þriðja sæti varð Dalvíkurskóli, Húnavallaskóli lenti í sjötta sæti, Árskóli í því áttunda og Höfðaskóli varð í tíunda sæti.
Meira

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði var haldin í gær í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Allir grunnskólarnir í firðinum sendu fulltrúa í keppnina, frá Árskóla komu átta keppendur, frá Varmahlíðarskóla þrír og einn frá Grunnskólanum austan Vatna.
Meira

Bjarni sat ekki auðum höndum á Alþingi

Bjarni Jónsson, varþingmaður Vinstri grænna, hefur lokið setu sinni á Alþingi í bili en hann tók sæti fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í upphafi liðinnar viku. Hann nýtti tímann vel því á þessum stutta tíma flutti hann jómfrúarræðu sína í sérstakri umræðu um skipulag haf- og strandsvæða og var hann fyrsti flutningsmaður 16 fyrirspurna til ráðherra og meðflutningsmaður að einni.
Meira

Degi barnabókarinnar fagnað

Dagur barnabókarinnar er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi H.C. Andersen sem er 2. apríl. IBBY á Íslandi, félagasamtök um barnabókmenntir og barnamenningu á Íslandi, hafa undanfarin ár fagnað deginum með því að færa íslenskum grunnskólanemendum sögu að gjöf sem lesin er samtímis um allt land. Sagan sem nú verður lesin heitir Stjarnan í Óríon og er eftir Hildi Knútsdóttur. Þar sem 2. apríl í ár ber upp á sunnudag verður sagan frumflutt í öllum grunnskólum landsins á morgun, fimmtudaginn 30. mars, kl. 9:10. Sagan verður samtímis flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir.
Meira

Dagurinn í dag

Þegar ekkert er að gerast í kringum mann og dagurinn virðist vera einn af þessum einstaklega venjulegu dögum getur verið gaman að kíkja eftir því á netinu hvort alltaf hafi verið tíðindalaust þennan tiltekna dag sem er 87. dagur ársins. Að sjálfsögðu kemur á daginn að ýmislegt hefur gerst í gegnum tíðina þann 28. mars. Hér eru tíndir saman nokkrir atburðir sem tilgreindir eru á Wikipedia:
Meira

Fátækt – smánarblettur á ríkri þjóð!

Umræðan um fátækt fólk kemur alltaf reglulega upp á yfirborðið. Öll erum við sammála um að sá er veruleikinn og einnig að það sé ekki líðandi að tæp 10 % barna líði skort á Íslandi. En það virðist vera með fátækt í íslensku samfélagi eins og óhreinu börnin hennar Evu. Enginn vill vita af fátæktinni þrátt fyrir að 7 til 9 % þjóðarinnar búi við þetta böl og um 5.000 manns við sára fátækt.
Meira