Skagafjörður

Guðmundur sigurvegari á Bikarsyrpu

Fjórða mótið af fimm í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur fór fram um helgina þar sem um 30 stórefnilegir skákkrakkar kepptu ýmist í opnum flokki eða stúlknaflokki. Í opna flokknum voru keppendur 25 talsins og hluti þeirra að spreyta sig í fyrsta sinn í Bikarsyrpunni ásamt þeim sem reyndari voru. Meðal keppenda var Skagfirðingurinn Guðmundur Sveinsson og stóð hann uppi sem sigurvegari kvöldsins.
Meira

Enn af hegðunarvanda og sálarkröm meðferðarfólks

Hroki og hatursáróður SÁÁ-manna og meðferðarþega þeirra í garð vímuefnaneytenda, háðsglósur og skítkast, er af þeirri stærðargráðu að lengi þarf að leita til að finna eitthvað sem kemst þar í samjöfnuð, meira að segja hér á Íslandi, landi níðskálda og mannorðsþjófa. Og ekki bara í garð vímuefnaneytenda heldur líka allra þeirra sem ekki liggja hundflatir fyrir firrum og hjáfræðum þessa fólks.
Meira

#kvennastarf

Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins hafa, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, hrundið af stað átaki sem ber nafnið #kvennastarf. Algengt er talað sé um „hefðbundin kvennastörf“. Með #kvennastarf er ætlunin að brjóta niður úreltar hugmyndir og benda ungu kynslóðinni á að fyrir bæði kynin eru allar leiðir færar í námi og starfi. Átakið #kvennastarf vísar til mýtu sem flestir landsmenn kannast við, mýtunnar um að starfsgreinar geti flokkast í kvennastörf og karlastörf.
Meira

Skrifstofa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flytur tímabundið á Ísafjörð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja skrifstofu sína tímabundið vestur á Ísafjörð dagana 13. 14. og 15. febrúar næstkomandi. Með ráðherranum í för verður m.a. ráðuneytisstjóri og aðstoðarmaður ráðherra.
Meira

Tíu sækja um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

Á vef dómsmálaráðuneytisins segir að tíu umsóknir bárust um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra en auglýsing var birt í byrjun janúar. Umsóknarfrestur rann út 25. janúar.
Meira

Fulltrúar Protis í föruneyti forsetans í Danmörku

Skagfirska líftæknifyrirtækinu Protis var boðið að taka þátt í fyrstu opinberu heimsókn Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessonar, til Danmerkur á dögunum. Það voru þær Laufey Skúladóttir markaðs- og sölustjóri FISK Seafood og Íris Björk Marteinsdóttir sölu- og gæðastjóri Protis sem fóru sem fulltrúar fyrirtækisins. Var þeim boðið að taka þátt í dagskrá tengdri heimsókninni. „Það er mikill heiður fyrir Protis að vera boðið að taka þátt í stórum viðburði af þessu tagi og viðurkenning á starfinu sem unnið er hérna á Sauðárkróki,“ sagði Laufey í samtalið við Feyki.
Meira

María Finnbogadóttir á Vetrarólympíuhátíð

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Erzurum í Tyrklandi 12. – 17. febrúar. Ísland á sem fyrr keppendur á leikunum, nú í alpagreinum, skíðagöngu, listskautum og á snjóbretti. Keppendur á leikunum eru á aldrinum 14 til 18 ára, þátttökuþjóðir eru 34 og þátttakendur eru um 1200. Meðal keppenda er Skagfirðingurinn María Finnbogadóttir sem keppir í Alpagreinum.
Meira

Ný og betri Rótarýklukka á Flæðunum

Glöggir íbúar Sauðárkróks sem átt hafa erindi eftir Skagfirðingabrautinni nú í vikunni hafa kannski tekið eftir að búið er að skipta út Rótarýklukkunni ágætu sem sýnt hefur tíma og hitastig síðustu árin. Nýja klukkan er að sjálfsögðu fullkomnari en sú gamla.
Meira

Unglingaflokkur Tindastóls leikur til úrslita í Maltbikarnum

Drengirnir í unglingaflokki karla hjá Tindastól standa í eldlínunni í Laugardalshöllinni nk. sunnudag þar sem þeir leika til úrslita í Maltbikarnum gegn KR. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur á RÚV. Undanúrslit meistaraflokka karla og kvenna fóru fram í gær og fyrradag og fara úrslitaleikirnir fram á morgun. Í dag fara fram tveir leikir, 10. flokkur stúlkna og drengjaflokkur og á sunnudaginn 9. flokkur drengja, 10. flokkur drengja, unglingaflokkur kvenna, unglingaflokkur karla og 9. flokkur stúlkna.
Meira

Ung-messa á sunnudaginn

Á sunnudaginn er boðið til léttrar kvöldmessu, svokallaðrar ung-messu, í Sauðárkrókskirkju. Í messunni verða ungmenni í öllum aðalhlutverkum. Um tónlistarflutning sjá Bergrún Sóla og Malen Áskelsdætur og Róbert Smári Gunnarsson ásamt Rögnvaldi Valbergssyni.
Meira