Skagafjörður

Tæp ein og hálf milljón safnaðist í gær

Um það bil 580 hamborgar og 34 lítrar af mæjónesi runnu út af Hard Wok Cafe á Sauðárkróki í gær og söfnuðust 1.464.780 krónur fyrir fjölskyldu Völu Mistar, sem dvalið hefur í Svíþjóð vegna veikinda stúlkunnar. Í gær var fór Vala Mist í hjartaþræðingu, þar sem ósæðaboginn var stækkaður um helming.
Meira

Ríkarður Másson, fyrrverandi sýslumaður, látinn.

Rík­arður Más­son, fyrr­ver­andi sýslumaður á Sauðár­króki, lést á sjúkra­hús­inu á Sauðár­króki mánu­dag­inn 4. apríl. Hann var fæddur 29. janúar 1943 í Reykja­vík, þar sem hann ólst upp. Hann lauk stúd­ents­prófi frá MR 1964, stundaði nám í lækn­is­fræði við HÍ 1964-66 og lauk embætt­is­prófi í lög­fræði við HÍ 1975.
Meira

Þórarinn Eymundsson sigurvegari KS-deildarinnar

Þórarinn Eymundsson er sigurvegari KS-deildarinnar árið 2017 eftir síðasta mót vetrarins í gærkvöldi. Árangur Þórarins er sérlega glæsilegur þar sem þetta er þriðja árið í röð sem hann vinnur deildina. Lið Hrímnis sigraði liðakeppnina annað árið í röð en þar var Þórarinn liðstjórinn. Keppt var í tveimur greinum, slaktaumatölti og skeiði.
Meira

Góðgerðardagur í dag

Í dag er mikill góðgerðardagur á Sauðarkróki þar sem safnað verður fyrir fjölskyldu Völu Mistar, ungu stúlkunnar Vals Valssonar og Lilju Gunnlaugsdóttur. Þau dvelja enn í Svíþjóð vegna veikinda Völu Mistar. Á Hard Wok er hægt að fá sérstakan styrktarhamborgara í dag þar sem ágóðinn rennur í sjóð Völu Mistar og svo ætla Kiwaniskonur að standa fyrir góðgerða Yoga þar sem aðgangseyrinn rennur til góðgerðamála í heimabyggð.
Meira

Er styrkur í þér? – Seinni úthlutun 2017

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra og Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra vilja minna á að nú er seinna úthlutunarferlið vegna styrkveitinga úr sjóðunum fyrir árið 2017 í fullum gangi
Meira

Fyrrihluti mánaðar verður rysjóttur

Í gær komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 13:50 og voru fundarmenn tólf talsins. Fundinum lauk kl. 14:20. Almenn ánægja var með hvernig til tókst með veðurspá fyrir mars. Öll frávik voru innan skekkjumarka eins og fræðingarnir segja.
Meira

Kjördæmismót i skólaskák

Í gær fór fram Kjördæmismót í skólaskák á Norðurlandi í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Keppendur voru fimm, tveir í eldri flokki og þrír í yngri flokki. Elvar Már Valsson í Húnavallaskóla varð sigurvegari með fjóra vinninga af fjórum mögulegum og í öðru sæti varð Ester María Eiríksdóttir í Grunnskólanum austan Vatna með þrjá vinninga en hún varð jafnframt efst í eldri flokki. Unnu þau sér þátttökurétt á Landsmóti í skólaskák.
Meira

Lokakvöld KS-deildarinnar nk. miðvikudag

Lokakvöld KS-deildarinnar fer fram miðvikudaginn 5. apríl í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst mótið kl 19:00. Keppt verður í tveimur greinum, slaktaumatölti og skeiði.
Meira

Sauðfjárbændur samþykkja stefnu samtakanna til 2027

Bændur ætla að kolefnisjafna allt íslenskt lambakjöt Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, sem haldinn var í Bændahöllinni við Hagatorg 30. og 31. mars 2017, hefur samþykkt stefnu samtakanna til ársins 2027. Hún er í tíu liðum og í henni felst meðal annars að kolefnisjafna skuli alla greinina eins fljótt og auðið er. Einnig er stefnt að því að allar afurðir skuli vera rekjanlegar, samtökin sjálf skuli setja sér umhverfisstjórnunarstefnu og svo mætti áfram telja.
Meira

Níu júdókappar í Tindastól á Íslandsmóti yngri flokka

Tindastóll átti níu keppendur á Íslandsmóti yngri flokka sem fram fór í Laugabóli, æfingaaðstöðu Ármanns, í Reykjavík sl. laugardag. Mótið er fyrir ellefu til tuttugu ára og er keppt í þyngdar- og aldursflokkum. Alls tóku 112 keppendur þátt í mótinu frá ellefu júdófélögum.
Meira