Skagafjörður

Ódýrari skólamáltíðir og síðdegisvistun í Skagafirði og í Húnaþingi vestra

Í síðustu viku greindi feykir.is frá nýlegum samanburði ASÍ á gjaldskrá leikskólanna í stærstu sveitarfélögum landsins. Könnunin náði einnig til gjaldskrár fyrir skólamáltíðir og síðdegisgæslu og útkoman hjá Sveitarfélaginu Skagafirði var einnig jákvæð hvað það snerti.
Meira

Stéttarfélög bjóða á námskeið

Í nýjum námsvísi Farskólans kemur fram að ýmis stéttarfélög bjóða félagsmönnum sínum á námskeið. Þannig bjóða Stéttarfélögin Kjölur, Samstaða og SFR félagsmönnum sínum á þrjú námskeið. Þar er um að ræða skrautskriftarnámskeið, ræktun kryddjurta og ræktun matjurta.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Hrímnir

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni 2017 eru sigurvegarar síðustu tveggja ára, lið Hrímnis. Liðstjóri er sem fyrr Þórarinn Eymundsson. Þórarinn hefur staðið sig frábærlega í deildinni og hefur hann til að mynda unnið einstaklingskeppnina þrisvar sinnum.
Meira

Listamiðstöðin Nes og Vesturfarasetrið tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Tvö menningarverkefni á Norðurlandi-vestra hafa verið valin úr hópi 37 umsækjenda á lista Eyrarrósarinnar 2017 og eiga því möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan landsbyggðarinnar og er markmið hennar að beina athygli að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.
Meira

Þarf alltaf að vera kynlíf?

Eysteinn Lýðvaldsson hafði samband við Dreifarann á dögunum en hann var þá nýkominn heim úr söluferð um landið. Hann selur bændum og búaliði verkfæri og segist oft eiga góðar samræður við fólk. Þar á meðal um boð og bönn.
Meira

Dagur Þór kominn til starfa

Nýr yfirhafnarvörður hóf störf hjá Skagafjarðarhöfnum þann 1. febrúar sl., Dagur Þór Baldvinsson. Dagur Þór er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og mun í vor ljúka fjárnámi í APME verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík með IPMA alþjóðlegri vottun. Yfirhafnarvörður starfar hjá Hafnarsjóði Skagafjarðar sem á og rekur tvær hafnir í Skagafirði, á Sauðárkróki og á Hofsósi og sinnir margvíslegum verkefnum.
Meira

Arctic Coastline Route - Strandvegur um Norðurland

Verkefnið Arctic Coastline Route eða strandvegur um Norðurland hófst fyrir um einu og hálfu ári síðan sem samstarfsverkefni sveitarfélaganna Skagafjarðar, Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um ferðamannaveg um Tröllaskaga.
Meira

Nýr námsvísir Farskólans

Út er kominn námsvísir Farskólans fyrir vorönn 2017. Að vanda er mikið úrval námskeiða í námsvísinum, af ýmsum toga. Að sögn Halldórs Gunnlaugssonar verkefnastjóra hjá Farskólanum hefur verið mikið um að vera það sem af er þessu ári. Fiskvinnslufólk hefur til að mynda nýtt tímann til að sækja námskeið á meðan verkfall sjómanna stendur yfir og fjöldi námskeiða er í gangi.
Meira

Bergmann nýr formaður knattspyrnudeildar

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls sem haldinn var í gær var Bergmann Guðmundsson kjörinn nýr formaður deildarinnar. Tók hann við af Ómari Braga Stefánssyni sem gegnt hefur stöðunni sl. 25 ár. Bergmann er bjartsýnn á framtíðina og segir starfið leggjast vel í sig.
Meira

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls í dag

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn í dag 6. febrúar kl. 17:30 á skrifstofu Tindastóls að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Ljóst er að nýr formaður verður yfir deildinni eftir fundinn þar sem Ómar Bragi Stefánsson, gefur ekki kost á áframhaldandi setu á formannsstóli.
Meira