Hard Wok styrkir Völu Mist og fjölskyldu
feykir.is
Skagafjörður
03.04.2017
kl. 08.54
Í tilefni af sex ára afmæli veitingastaðarins Hard Wok Cafe á Sauðárkróki, ætla eigendur hans að að vera með styrktardag fyrir Lilju Gunnlaugsdóttur og Val Valsson miðvikudaginn 5. apríl næstkomandi. Eins og margir vita eignuðust þau stúlku í byrjun árs sem hafði átt erfiðar síðustu vikur í móðurkviði svo nauðsynlegt reyndist að fara með hana til Svíþjóðar þar sem gera þurfti "opna hjartaaðgerð" á henni. Búið er að nefna stúlkuna Völu Mist.
Meira
