63 þúsund þátttakendur í Blóðskimun til bjargar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.01.2017
kl. 17.09
Viðtökur landsmanna við Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum hafa verið frábærar en nú þegar hafa rúmlega 63 þúsund manns um allt land skráð sig til þátttöku. Þjóðarátakið hófst um miðjan nóvember síðastliðinn þegar 148 þúsund manns á landinu öllu, sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr, fengu boð um þátttöku. Því hafa rúm 42% þeirra skráð sig til þátttöku og hefur rannsókninni þegar borist blóðsýni frá um sjö þúsund þátttakendum.
Meira
