Skagafjörður

Landnámsskáli Helga nafars á Stóra-Grindli?

Í Jólablaði Feykis segir Hjalti Pálsson byggðasöguritari frá merkum fornminjum sem fundust í Fljótum síðast liðið sumar og veltir því upp hvort um landnámsskála Helga nafars á Stóra-Grindli sé að ræða.
Meira

Jólablað Feykis kemur út í dag

Brakandi fínt Jólablað Feykis kemur út í dag en þar kennir ýmissa grasa. Blaðinu verður dreift frítt inn á öll heimili á Norðurlandi vestra. Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við Rósu Guðmundsdóttur í Goðdölum, Pawel Mickiewicz á Blönduósi, Pálu Kristínu Bergsveinsdóttur brottfluttan Króksara, Caroline Kerstin Mende eða Karólínu í Hvammshlíð, Sólveigu Birnu Halldórsdóttur í Afríku, en aðalviðtalið er að þessu sinni við þau Sigríði Gunnarsdóttur sóknarprest á Sauðárkróki og Þórarinn Eymundsson margfrægan hestamann.
Meira

Röng jóladagskrá í Sjónhorninu

Þau leiðu mistök urðu við gerð nýjasta Sjónhornsins að í miðopnu blaðsins prentaðist tveggja ára gömul jóladagskrá fyrir Skagafjörð í stað nýrrar. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en gengið hafði verið frá um helmingi upplagsins og því munu Húnvetningar og Skagfirðingar utan Sauðárkróks fá þessa röngu dagskrá í hendur og eru þeir beðnir afsökunar á því.
Meira

Skipt um peru með dróna – Myndband

Lionsklúbbur Sauðárkróks stendur fyrir sinni árlegu perusölu um næstu helgi í anddyri Skagfirðingabúðar þar sem ýmsar gerðir af perum verða boðnar falar. Verkefnið er göfugt þar sem allur ágóði rennur til góðgerðarmála í heimabyggð.
Meira

Ungir listamenn fá að mála í Gúttó

Listafólk í Sólon Myndlistarfélagi á Sauðárkróki ætlar að vera með opna vinnustofu fyrir börn í Gúttó nk. sunnudag þar sem krökkum á öllum aldri verður boðið upp á að mála sín eigin listaverk með akríl á grunnaðar masónítplötur.
Meira

„Orð mín slitin úr samhengi,“ segir sveitarstjóri

„Enginn stuðningur frá sveitarstjóra er sú staðreynd sem meirihluti grunnskólakennara í Skagafirði upplifði í dag,“ segir á fésbókarsíðum margra grunnskólakennara í Skagafirði eftir að fjölmennur hópur þeirra afhenti Ástu Björgu Pálmadóttur, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar, ályktun stjórnar Kennarasambands Norðurlands vestra um bætt kjör.
Meira

Samstaða og kærleikur á aðventutónleikum Jólahúna

Hópur sem kallar sig Jólahúna stendur fyrir aðventutónleikum í Húnaþingi vestra og Austur-Húnavatnssýslu, þar sem tónlistarmenn úr báðum héruðum leiða saman hesta sína á fernum tónleikum.
Meira

Hannes Pétursson heiðraður með fallegri hleðslu

Margir hafa veitt athygli fallegri skeifu sem nýlega var hlaðin skammt frá útsýnisskífu á Nöfunum ofan við Sauðárkróki. Skeifan er til heiðurs hinu merka skagfirska skáldi, Hannesi Péturssyni en hugmyndin fæddist hjá frænda hans Sigurði Svavarssyni, bókaútgefanda hjá Opnu bókaútgáfu.
Meira

Kaffihúsakvöld til styrktar UNICEF

Þróunarfélagsfræðihópur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra ætlar að standa fyrir kaffihúsakvöldi til styrktar UNICEF næstkomandi fimmtudaginn 24. nóvember milli klukkan 20 og 22. Á dagskrá verða ýmis skemmtiatriði og Pub Quiz spurningaleikur.
Meira

Öflug útgáfustarfsemi hjá Sögufélagi Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga var haldinn á sunnudaginn. Að sögn Hjalta Pálssonar komu út tvær bækur á vegum félagsins á árinu 2015, annars vegar Skagfirðingabók og hins vegar Dagar handan við dægrin eftir Sölva Sveinsson, sem Hjalti segir að hafi hlotið mjög góðar viðtökur.
Meira