Skagafjörður

Krækjurnar efstar í sínum riðli eftir mót helgarinnar

Krækjurnar á Sauðárkróki gerðu það gott um helgina þar sem þær unnu alla sína leiki í 5. deild Íslandsmótsins í blaki sem haldið var í Laugardalshöll. Spilaðir voru tveir leikir á laugardag og þrír á sunnudag og unnust fjórir leiki 2-0 og einn leikur 2-1. Alls eru átta lið í 5. deild kvenna og öll búin að spila tíu leiki. Krækjur eru efstar með 29 stig í 2. sæti Haukar með 24 stig og í 3. sæti er HK d með 19 stig. Fyrstu fimm leikirnir fóru fram helgina 5.-6. nóvember og síðustu fjórir leikirnir verða svo spilaðir um miðjan mars í Garðabæ og þá ráðast úrslit um hvaða tvö lið vinna sér rétt til að spila í 4. deild að ári.
Meira

Málþing um riðuveiki

Annað kvöld 17. janúar klukkan 20:00 verður haldið í Miðgarði í Varmahlíð málþing um riðuveiki. Meðal fyrirlesara verða Stefanía Þorgeirsdóttir líffræðingur á Keldum, Sigrún Bjarnadóttir sérgreinadýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma auk Jóns Kolbeins Jónssonar héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis.
Meira

Ólíðandi öryggisleysi

Byggðarráð sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum af stöðu sjúkraflugs og skorar á ný stjórnvöld að bregðast við hið fyrsta og tryggja íbúum landsbyggðarinnar örugga aðkomu að eina hátæknisjúkrahúsi landsins með opnun neyðarbrautarinnar í Vatnsmýrinni.
Meira

Austurgata 5 verður ekki leikskóli

Skipulags- og byggingarnefnd Svf. Skagafjarðar hefur afturkallað leyfi um breytta notkun húsnæðis að Austurgötu 5 á Hofsósi en þar stóð til að hýsa leikskólann á staðnum. Segir í fundagerðinni að það að flytja starfsemina þangað hafi verið gert í góðri trú um samþykki nágranna.
Meira

„Maður á að segja takk!“

Ekki hef ég tölu á því hvað hún ástkær móðir mín sagði þetta oft við mig á uppvaxtarárunum. Ekki að ástæðulausu vill hún eflaust meina. En fyrir þetta er ég þakklátur, afar þakklátur. Þetta gekk hægt en að lokum varð til sæmilega kurteis maður, ég. Forvitinn hef ég ávallt verið, mismikið þó, en að meðaltali svolítið yfir meðaltali.
Meira

Samstarf leikskóla í Húnavatnssýslum og Strandabyggð

Leikskólarnir Í Húnavatnssýslum og Strandabyggð hafa verið í þróunarverkefninu Málörvun og læsi færni til framtíðar síðastliðin tvö ár. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði, Mennta- og menningamálaráðuneytið. Nú er komið að þeim tímapunkti í verkefninu að foreldrar fái fræðslu um málörvun, boðskipti og læsi.
Meira

Átta sóttu um Fab Lab stöðuna

Fyrir nokkru var auglýst laust starf verkefnastjóra við Fab Lab smiðjuna á Sauðárkróki og sóttu átta manns um stöðuna. Að sögn Hildar Sifjar Arnardóttur upplýsingafulltrúa Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður fljótlega gengið frá ráðningu.
Meira

VG á ferð á Sauðárkróki

Þingmennirnir Lilja Rafney Magnúsdóttir og Kolbeinn Proppé heimsóttu Sauðárkrók í gær og fóru um bæinn í fylgd Bjarna Jónssonar, sem skipaði annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar.
Meira

Stephen Walmsley ráðinn þjálfari með Hauki Skúla

Stephen Walmsley hefur verið ráðinn til Tindastóls sem aðalþjálfari m.fl. karla í knattspyrnu og verður hann með stjórnartaumana ásamt Hauki Skúlasyni en gengið var frá ráðningu hans í haust. Þeir munu því saman sjá um þjálfun liðsins á komandi tímabili. Haukur Skúlason þjálfaði liðið ásamt Stefáni Arnari Ómarssyni sl. tímabil með frábærum árangri.
Meira

Úrtaka fyrir KS-Deildina

Úrtaka fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni verður haldin í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 25.janúar. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og hefst úrtakan kl 19:00. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og skulu tveir liðsmenn keppa í hvorri grein.
Meira