Skagafjörður

Menningarveisla fyrir börn og fullorðna í Miðgarði

Á dögunum var boðað til viðburðar í Menningarhúsinu Miðgarði undir yfirskriftinni „Frá Ara til Aladdín“ – hin lögin. Um var að ræða hóp skagfirsks tónlistarfólks á öllum aldri, sem buðu upp á vinsæl „barnalög fyrir börn og fullorðna“. Fyrir ári síðan stóð sami hópur fyrir tónleikum á svipuðum nótum við góðar viðtökur, og að þessu sinni naut hópurinn aðstoðar barnakórs sem söng með honum nokkur lög. Kórinn var skipaður krökkum úr 4., 5. og 6. bekk í Varmahlíðarskóla.
Meira

Svipað og málning sem ekki þornar

Vegagerðin varaði við blæðandi slitlagi á köflum á þjóðvegi 1 á veginum um Holtavörðuheiði, úr Borgarfirði og ofan í Hrútafjörð um síðustu helgi. Lentu menn í verulegum óþægindum vegna þessa. Hjá Vörumiðlun var það að frétta að einn flutningabíll hefði lent í þessum óskunda undir miðnættið á föstudagskvöld.
Meira

Ljón norðursins, kynlíf fornsagna og fleira spennandi

Í Bókakaffi Bjarna Harðarsonar á Selfossi mun Bjarki Bjarnason rithöfundur kynna bók sína Ljón norðursins sem kom út um liðna helgi. Höfundur byggir bókina upp á viðtölum sem hann tók við Leó Árnason byggingameistara frá Víkum á Skaga.
Meira

Mótmæla niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016-2017 en tillaga þess efnis var samþykkt á fundi hennar í síðustu viku eftir að bókun atvinnu- menningar- og kynningarnefndar var borin upp. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 19 þorskígildistonnum til Hofsóss en engum byggðakvóta til Sauðárkróks.
Meira

100 þúsund krónur í jólaaðstoð

Í gær var fyrsti sunnudagur í aðventu og af því tilefni voru haldnar hátíðarmessur víða í kirkjum landsins. Á Sauðárkróki var messað klukkan tvö og eftir athöfn var öllum boðið í kaffi og jólaaðstoðinni færður styrkur.
Meira

Hátíðarstemning þegar kveikt var á jólaljósunum

Það var hátíðarstemning á Sauðárkróki þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi sl. laugardag. Veðrið var prýðisgott, logn og örlítið frost enda fjölmennti fólk á torgið og skemmti sér vel.
Meira

Skáldið frá Uppsölum fer víða í nýrri ljóðabók - Myndband

„Ég sef ekki í draumheldum náttfötum“ er fjórða ljóðabók Eyþórs Árnasonar frá Uppsölum í Skagafirði. Í þessari bók fer hann um og skoðar ýmsar styttur og minnismerki. Bregður sér auðvitað norður í land, lítur við í Vatnsdal, stoppar á Vatnsskarði og hugar að Konráði frænda á Löngumýri. Fer svo suður aftur og endar á bekk við Tjörnina en þar situr Tómas Guðmundsson alla daga og fylgist með borginni sinni. Síðan eru inn á milli í bókinni tímalausir draumar um allt og ekkert.
Meira

Hátíðarmessa og kaffiboð

Á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu sem markar upphaf jólaföstunnar og er jafnframt fyrsti dagur kirkjuársins. Í tilefni þessa verður haldin gæðastund fyrir börn og fullorðna í Sauðárkrókskirkju og hátíðarmessa kl. 14:00. Í hátíðarmessunni leiðir kirkjukórinn söng en sungnir verða fallegir aðventusálmar og fermingarbörn ætla að lesa ritnigarlestra. Eftir messu býður Kvenfélag Skarðshrepps til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu.
Meira

Pétur með sigurkörfu á næst síðustu sekúndunni

Tindastólsmenn fögnuðu sætum sigri í Þorlákshöfn í kvöld þegar þeir mættu heimamönnum í Þór í áttundu umferð Dominos-deildarinnar. Leikurinn var allan tímann fjörugur og spennandi og úrslitin réðust í blálokin þegar Pétur Birgis setti ískaldur niður flauelsþrist þegar 1,4 sekúndur voru til leiksloka. Lokatölur 92-95 fyrir Tindastól.
Meira

Síðasta norska jólatréð

Búast má við að íslenskt jólatré muni taka sæti þeirra norsku sem hingað til hafa glatt íbúa Skagafjarðar í áratugi. Vakið hefur athygli að vinabær Svf. Skagafjarðar, Kongsberg, hefur tilkynnt að ekki komi fleiri jólatré þaðan frá og með árinu 2017.
Meira