Skagafjörður

Jolli áfram með U21 árs landsliðið

Sagt er frá því á vef Knattspyrnusambands Íslands að Króksarinn Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára eða til loka árs 2018. Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005.
Meira

Dagur Þór Baldvinsson ráðinn í stöðu yfirhafnarvarðar

Dagur Þór Baldvinsson hefur verið ráðinn í stöðu yfirhafnarvarðar hjá Svf, Skagafirði en hann var valinn úr hópi sjö manna. Dagur Þór er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Dagur starfar hjá Háskólanum á Hólum og er umsjónarmaður fiskeldistilrauna í Verinu á Sauðárkróki, ásamt því að vera með yfirumsjón með verknámi í diplómanámi fiskeldisdeildar skólans.
Meira

Leið yfir viðræðuslitum

Samfylkingin er leið yfir því að slitnað hafi upp úr viðræðum fimm flokka um myndun ríkisstjórnar, samkvæmt yfirlýsingu sem flokkurinn sendi frá sér í dag vegna slita á fimm flokka viðræðum. „Við töldum góðan möguleika á að þessir flokkar gætu myndað umbótastjórn þar sem í senn yrði unnið að endurreisn heilbrigðis- og menntakerfis og nauðsynlegra fjárfestinga í innviðum ásamt því að koma á kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Við myndum líka vinna að umbóta- og framfaramálum s.s. loftslagsstefnu, atvinnumálum, auknu jafnrétti og nýrri stjórnarskrá, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í yfirlýsingunni.
Meira

Rannveig söng til sigurs

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Friðar í Skagafirði var haldin föstudagskvöldið 9. desember sl. í menningarhúsinu Miðgarði. Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar segir að í keppninni hafi verið sex frábær atriði og fór Rannveig Sigrún Stefánsdóttir í 9. bekk Árskóla með sigur af hólmi með flutningi sínum á laginu „Someone like you“ með tónlistarkonunni Adele.
Meira

Yfirlýsing frá Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands gagnrýnir harðlega frumvarp til fjárlaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Í því frumvarpi er ekki gert ráð fyrir að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun og vantar þar mikið uppá.
Meira

Undir álögum álfa og villtrar náttúru

Þýska sjónvarpsstöðin Bayerischer Rundfunk kom til Íslands um miðjan nóvember og eyddi nokkrum dögum í Skagafirði og Austur-Húavatnssýslu. Villt náttúran og sagan er það sem heillar, hross, kindur, hundar og álfar. Meðal þeirra sem koma fram í þættinum er Hlín C. Mainka í Ásgarði í Skagafirði og Karólína í Hvammshlíð en einnig er komið við á Hegrabjargi í Hegranesi sem og á Stafni í Svartárdal.
Meira

Tindastóll áfram í bikarnum í yngri flokkum

Um helgina fóru fram tveir leikir hjá yngri flokkum körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Unglingaflokkur karla átti heimaleik á laugardaginn gegn Val Reykjavík og 10. flokkur drengja léku gegn FSu á Selfossi á sunnudaginn. Það fór svo að Tindastóll hafði sigur í báðum leikjunum.
Meira

Leyndarmálið um norsku jólakökuna

Í Sauðárkróksbakaríi er norsk jólakaka meðal kræsinga sem mörgum finnst ómissandi fyrir jólin. Kakan sú er líka ekta, en það er norski bakarinn Trond Olsen sem bakar hana eftir gamalli fjölskylduuppskrift. Hann bakar hvorki meira né minna en 500-600 slíkar kökur fyrir hver jól og seljast þær flestar í héraðinu.
Meira

Skortur á dagvistunarúrræðum veldur áhyggjum

Foreldrar ungra barna á Sauðárkróki eru uggandi vegna skorts á dagvistunarúrræðum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Elín Árdís Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir þrettán mánaða drengs, segist sjá fram á að þurfa að segja upp draumastarfinu þar sem hún komið barni sínu ekki inn á leikskóla fyrr en næsta haust.
Meira

Caird frábær í fimmta sigri Stólanna í röð

Grindavík og Tindastóll mættust í kaflaskiptum en spennandi leik í Mustad-höllinni suður með sjó í gærkvöld. Grindvíkingar voru betra liðið í fyrri hálfleik en í þeim síðari náðu Stólarnir upp ágætri vörn og náðu að virkja Hester í sókninni. Að þessu sinni var það Chris Caird sem átti stórleik en kappinn skilaði 36 stigum í hús. Eftir sterkan lokakafla stungu Stólarnir af úr Grindavík með stigin þrjú en lokastaðan var 80-87.
Meira