feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.10.2016
kl. 13.15
Í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum var mánudaginn 3. október haldin afmælisráðstefna undir yfirskriftinni „Menntun framtíðarleiðtoga í ferðaþjónustu“. Þar var tilkynnt að frá og með haustinu 2017 fyrirhugar deildin að bjóða upp á nám til BA gráðu í gestamóttöku og stjórnun (e. hospitality management). Með því er leitast við að mæta þörfum atvinnugreinarinnar fyrir menntað starfsfólk og stjórnendur á þessu sviði. Sem fyrr mun deildin bjóða það nám sem fyrir er þ.e. nám til BA gráðu í ferðamálum með áherslu á náttúru og menningu, diplómur í viðburðastjórnun og ferðamálafræði sem og rannsóknatengt meistaranám í ferðamálafræði.
Meira