Skagafjörður

Dansmaraþon 10. bekkjar hafið

Hið árlega og sívinsæla dansmaraþon 10. bekkinga Árskóla á Sauðárkróki hófst kl. 11 í morgun og er nú komið að árgangi 2001 að teygja skankana í sólarhring. Danssýning allra nemenda klukkan 17:00 í íþróttahúsinu.
Meira

Ástin, drekinn og dauðinn

Í tilefni af bleikum október mánuði taka Sauðárkrókskirkja og Krabbameinsfélag Skagafjarðar höndum saman og bjóða til fyrirlestrar með Vilborgu Davíðsdóttur í safnaðarheimilinu þann 12.október kl. 20:00.
Meira

Lært í þrívídd og sýndarveruleika

Árskóli á Sauðarkróki hefur, fyrstur skóla landsins, tekið í notkun sýndarveruleikagleraugu sem opnar á óþrjótandi möguleika í allri kennslu skólans. Auk gleraugnanna voru keyptir snjallsímar sem hluti búnaðar og myndavél sem hentar til verkefnavinnu nemenda.
Meira

Skólarnir á Hofsósi undir eitt þak

Fyrir skömmu voru færðar af því fréttir að mygla hafi fundist í húsnæði leikskólans á Hofsósi sem síðar kom í ljós að var ekki hættuleg. En sem leikskóli hefur húsnæðið ekki þótt viðunandi og þarfnast það verulegra úrbóta. Á fundi byggðaráðs í síðustu viku kom fram að mikilvægt væri að leysa húsnæðismálin til framtíðar.
Meira

Arnar Már Elíasson ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar

Fyrir skömmu var auglýst starf forstöðumanns fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar. Alls bárust 20 umsóknir og hefur Arnar Már Elíasson verið ráðinn í starfið. Á vef Byggðastofnunar segir að Arnar Már hafi mikla reynslu af banka og útlánastarfsemi þar sem hann hafi starfað hjá Íslandsbanka og sem lánastjóri og fyrirtækjafulltrúi hjá SPRON.
Meira

Nýtt endurskinsmerki og tveir nýir bæklingar

Alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður er nú nýhafinn en október er lagður undir vitundarvakningu ár hvert. ADHD samtökin taka virkan þátt í átakinu nú líkt og fyrr með margvíslegum hætti. Nýtt endurskinsmerki var kynnt í dgær, tveir nýir fræðslubæklingar voru gefnir út og árlegt málþing samtakanna var kynnt. Málþingið veðrur haldið í lok október og beinist athyglin að föngum og öðrum sem lenda í refsivörslukerfinu.
Meira

Stórgáfa frá Brimnesi er gáfulegasta forystukindin

Síðastliðinn laugardag var haldinn sauðfjárdagur hreppanna fornu Fells-, Hofs-, Hóla- og Viðvíkurhrepps í Þráarhöllinni á Hólum í Hjaltadal. Fram fóru ýmis atriði s.s. eins og skrautgimbrakeppni, lambhrútakeppni og svo var gáfulegasta kindin valin.
Meira

Öll börn í 6. og 7. bekk fá afhendar forritanlegar smátölvur

Átak til að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna verður kynnt í dag en Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun og RÚV hafa tekið höndum saman um verkefnið með það að markmiði að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna, auka vitund um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni- og iðngreinum.
Meira

Sala beint frá býli er starfsleyfisskyld

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og Feykir hefur fjallað um hefur afurðaverð til bænda verið mjög í umræðunni að undanförnu og í því samhengi hafa margir bent á að ef að fram fer sem horfir geti sauðfjárbændur ekki lengur greitt sjálfum sér laun. Margir hafa brugðið á það ráð að bjóða lambakjöt beint frá býli og eru auglýsingar um slíkt áberandi á samfélagsmiðlun.
Meira

Fatlaðir í vanda við Glaumbæ

Feyki barst ábending frá Friðriki Brekkan, leiðsögumanni um slæmt aðgengi fyrir fatlaða að Glaumbæjarsafni en þangað fór hann með hóp fyrr í haust. Hann segir að einn af hápunktum ferðarinnar hafi átt að vera ferð til að skoða þjóðlega hluti m.a. í Glaumbæ í Skagafirði.
Meira