Skagafjörður

Riðuveiki staðfest í Skagafirði

Riðuveiki hefur verið staðfest á búi á Skagafirði. Þetta er fjórða tilfelli hefðbundinnar riðu sem greinist á Norðurlandi vestra síðan í febrúar 2015. Þá hafði ekki greinst riða á landinu síðan árið 2010. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Meira

Árvistarhúsið á Vatnsnes

Árvistarhúsið á Sauðárkróki, eitt víðförulasta hús samtímans, var flutt á nýjan stað í upphafi vikunnar og er nú niðurkomið á Tjörn 2 á Vatnsnesi í Vestur Húnavatnssýslu. Það eru þau Elín Lilja Gunnarsdóttir og Elmar Baldursson sem keyptu húsið af Sveitarfélaginu Skagafirði og létu flytja vestur.
Meira

Skotvopnanámskeið haldið á ný í Skagafirði

Um síðustu helgi hélt skotfélagið Ósmann skotvopnanámskeið á vegum Umhverfisstofnunar og er það í fyrsta skiptið í nokkurn tíma sem slíkt námskeið hefur verið haldið á Sauðárkróki. Eftir námskeiðið hafa þátttakendur aflað sér réttinda til notkunar á skotvopnum, svokölluð A- réttindi.
Meira

Laufskálaréttarhelgin nálgast

Laufskálaréttarhelgin er framundan og sem fyrr stútfull af fjölbreyttum viðburðum. Á morgun, föstudagskvöld, hefst veislan með stórsýningu og skagfirskri gleði í reiðhöllinni Svaðastöðum. Veðrið er örlítið tvísýnt fyrir laugardaginn þegar þetta er skrifað en lítilsháttar rigning gæti dottið úr skýjunum með norðaustlægri átt í kringum 7 m/sek.
Meira

Vefmyndavélar við smábátahöfnina á Sauðárkróki

Í síðustu viku voru settar upp tvær nýjar vefmyndavélar við smábátahöfnina á Sauðárkróki með yfirsýn yfir höfnina. Nú er hægt að fylgjast með hvernig lífið er á bryggjunni eða hvernig bátunum reiðir af í höfninni.
Meira

Rúmar 25 millj. Á Norðurland vestra frá húsfriðunarsjóði

Kvosin á Hofsósi, gamli bærinn á Sauðárkróki, Borðeyri Húnaþingi vestra og gamli bærinn á Blönduósi fengu styrki frá húsafriðunarsjóði sem sérstök verkefni til að vinna að því að undirbúa tillögur að sérstökum verndarsvæðum í byggð. Alls bárust 22 umsóknir frá 19 sveitarfélögum og sóttu sveitarfélögin um tæpar 172 milljónir til verkefnanna.
Meira

Aukin réttindi fatlaðs fólks

„Í dag er upphaf á nýjum tíma, betra Ísland fyrir alla er á teikniborðinu, og við, fatlað fólk höfum nú réttarstöðu sem gefur okkur tækifæri til að vera sýnileg, vera virk í samfélaginu, eiga stærra og betra líf, vera eins og annað fólk, segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði í aðsendri grein á Feyki.is.
Meira

Gylfi Ólafsson efstur á framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Búið er að birta framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 29. október nk. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur frá Ísafirði leiðir listann en annað sætið skipar Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri á Blönduósi og Sturla Rafn Guðmundsson, Garðabæ það þriðja.
Meira

Breyting á reglum um merkingar búfjár

Ný reglugerð hefur tekið gildi um merkingar nautgripa en héðan í frá er skylda að merkja alla kálfa, einnig þá sem slátrað er innan 20 daga, með forprentuðu plötumerki í bæðu eyru. Ekki er lengur leyfilegt að auðkenna þá með númer móður, sem var gefið upp við slátrun. Kálfurinn þarf að vera merktur með viðurkenndu plötumerki áður en hann er fluttur frá búinu í sláturhús.
Meira

Góður gangur í sölu mjólkurafurða

Samkvæmt nýútkomnu yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var sala á fitugrunni 136,1 milljónir lítra síðustu 12 mánuði og mun það vera aukning frá fyrra ári um 3,2%. Síðustu þrjá mánuði (júní-ágúst 2016) nam söluaukningin 4,1% miðað við sama tímabil fyrir ári.
Meira