Tindastóll tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á Víði
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
21.08.2016
kl. 14.07
Topplið 3. deildar, Tindastóll og Víðir í Garði, mættust á Sauðárkróksvelli í gær í rjómablíðu. Leikurinn var jafn og spennandi og bæði lið ætluðu sér klárlega sigur. Þegar upp var staðið voru það heimamenn sem sigruðu 2-0 og tryggðu sér sæti í 2. deild að ári þrátt fyrir að enn sé fjórum umferðum ólokið. Glæsilegur árangur Tindastólsmanna sem hafa nú unnið þrettán leiki í röð í deildinni og geri aðrir betur!
Meira
