Skagafjörður

Orsök fjárdauðans rakin til næringarsnauðra heyja

Matvælastofnun hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu, í tilefni af fréttaflutningi í síðustu viku um að orsök sauðfjárdauðans árið 2015 sé óþekkt:
Meira

Fullskipaður listi Bjartrar framtíðar kynntur

Fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri. Hann tók þátt í að stofna Bjarta framtíð með þá von í brjósti að Björt framtíð gæti unnið öðruvísi. Annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi og Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona, skipar þriðja sæti en hún leggur áherslu á menntamálin.
Meira

Ástin, drekinn og dauðinn

Í tilefni af Bleikum október þetta árið leiddu Sauðárkrókskirkja og Krabbameinsfélag Skagafjarðar saman hesta sína og stóðu fyrir fyrirlestri í Sauðárkrókskirkju í gærkvöldi.
Meira

Mikilvægt að vera einróma og búa til skíra ímynd

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir. Var þess meðal annars minnst með ráðstefnu sem haldin var á Grand Hótel í Reykjavík í síðustu viku. Nú eru í boði fjórar námsleiðir við deildina og næsta haust verður þeirri fimmtu bætt við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan deildin hóf starfsemi haustið 1996, eins og deildarstjórinn, Laufey Haraldsdóttir, rifjaði upp með blaðamanni Feykis í byrjun vikunnar.
Meira

Kunningi frá Varmalæk á leið til Þýskalands

Stóðhesturinn Kunningi frá Varmalæk mun eignast nýtt heimili á Lótushofi hjá Steffi Plattner í Þýskalandi en þangað hefur hann verið seldur. Kunningi sem er undan Tind og Kilju frá Varmalæk hefur gert garðinn frægan á keppnisvöllum landsins ásamt knapa sínum Líneyju Maríu Hjálmarsdóttur.
Meira

Indversk landbúnaðartæki til sýnis

Fyrirtækið Vallarnaut verður með Solis traktora og landbúnaðartæki til sýnis í Varmahlíð milli kl 12 og 18:00 þriðjudaginn 18. október.
Meira

Vinnufélagar Jóns Halls hafa stofnað styrktarreikning

Vinnufélagar Jóns Halls Ingólfssonar, starfsmann Arionbanka á Sauðárkróki, hafa opnað styrktarreikning til að styðja hann í baráttu við krabbamein. Eftirfarandi tilkynning barst Feyki frá þeim:
Meira

Húsgögn úr gamla barnaskólanum til sölu

Næstkomandi föstudag verður opið hús í gamla barnaskólanum við Freyjugötu á Sauðárkróki frá kl:16:30 - 19:00 en þá verða boðnir til sölu ýmsar gerðir borða og stóla, ofnar, hurðir hillur o.fl. Eins og kunnugt er var skólahúsnæðið selt og er nú komið að afhendingu þess og þá þarf að tæma það.
Meira

Athugið ég er í framboði

„Mér finnst rétt að skýra fjarveru mína í þætti á Stöð 2 með oddvitum lista sem bjóða fram til Alþingis 2016, í Norðvesturkjördæminu. Ástæðan er einföld - Fréttastofa Stöðvar 2 útilokaði mig frá því að taka þátt í þættinum,“ segir Sigurjón Þórðarson oddviti Dögunar í Norðvestur kjördæmi í aðsendri grein hér á Feyki.is.
Meira

Fundað um riðuveiki

Í tilkynningu frá Þórði Pálssyni, dýraeftirlitsmanni hjá Mast á Norðurlandi vestra, kemur fram að haldinn Haldinn verði kynningarfundur um riðuveiki í Miðgarði Varmahlíð á morgun, miðvikudaginn 12. október. Hefst fundurinn kl. 20:30.
Meira