Kvennafrídagurinn er á mánudaginn
feykir.is
Skagafjörður
21.10.2016
kl. 11.05
Í tilefni Kvennafrídagsins nk. mánudag, 24. október, ætla kvenkyns nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskóla Norðurland vestra á Sauðárkróki að leggja niður vinnu klukkan 14:38 og hvetja aðrar konur til að gera hið sama. Áætlað er að safnast saman við grjótvörðuna milli bóknáms-, og verknámshúsa skólans og ganga fylktu liði í bæinn.
Meira
