Skagafjörður

Grunnmenntaskóli í vetur

Farskólinn-Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra ætlar í vetur að bjóða upp á Grunnmenntaskólann sem er 300 kennslustunda nám, ætlað þeim sem eru orðnir 20 ára. Þeir sem ljúka náminu geta haldið áfram námi við framhaldsskóla og hentar því þeim sem eru með stutta skólagöngu að baki en vilja byrja aftur í skóla.
Meira

Stólastelpur mörðu sigur á Hömrunum

Tindastóll kom sér upp í annað sætið í C riðli 1. deildar kvenna með heimasigri á Hömrunum frá Akureyri í gærkvöldi, 2-1. Mætingin á leikinn var ágæt, um það bil 60 manns horfði á leikinn í blíðskaparveðri.
Meira

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á NLV

Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt lista yfir frambjóðendur í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. Eftirfarandi gefa kost á sér:
Meira

Minningarlundurinn um Jónas Kristjánsson níu ára á dögunum

Lesandi hafði samband við okkur á Feyki og vildi vekja athygli á að um þessar mundir eru níu ár síðan minningarlundurinn um Jónas Kristjánsson, héraðslækni afhjúpaður á Sauðárkróki.
Meira

Breytingar á merkingum á Skagfirðingabraut

Í sumar hefur umboðsaðili Sjóvár á Sauðárkróki, ásamt bæjarstarfsmönnum, unnið að því að breyta merkingum á Skagfirðingabraut.
Meira

Tilkynning um þátttöku í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Ég undirrituð, Dagný Rósa Úlfarsdóttir, hef ákveðið að bjóða mig fram í 3.-5. sæti í forvali hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi vegna komandi kosninga. Mér finnst mikilvægt að fyrir VG starfi fjölbreyttur hópur með mismunandi sjónarmið og reynslu og því tek ég þátt. Ég hef setið í sveitarstjórn Skagabyggðar í 6 ár og öðlast þar góða og mikla reynslu. Ég er búsett í Austur-Húnavatnssýslu og hef starfað sem grunnskólakennari á Skagaströnd síðan 1999.
Meira

SveitaSæla 2016 um helgina

Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin SveitaSæla 2016 fer fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók næstkomandi helgi. Þar verður að vanda margt að skoða og upplifa. Sýningin verður opin frá 10-17:30 og er aðgangur ókeypis. Kvöldvaka hefst svo klukkan 19:30 um kvöldið. Veitingasala verður á staðnum allan daginn og skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna.
Meira

Tindastóll mætir Hömrunum í Síkinu

Tindastóll tekur á móti Hömrunum í C riðli í 1. deild kvenna í knattspyrnu, í kvöld klukkan 19:00. Fer leikurinn fram á Sauðárkróksvelli.
Meira

Hvenær er maður nógu gamall?

Mér líður stundum sem 16 ára ungum manni eins og litið sé niður til mín þegar ég tjái skoðanir mínar opinberlega. Eitt sinn var sagt við mig að ég ætti ekkert að vera tjá mig um hluti sem ég hefði ekkert vit á, sem dæmi.
Meira

Áform um álver á Hafursstöðum í biðstöðu

Í fréttablaðinu á mánudaginn var haft eftir Ingvari U. Skúlasyni, framkvæmdastjóra Klappa Development ehf., að framkvæmdir um álver á Hafursstöðum í Skagabyggð væri í biðstöðu. Sagði hann ástæðuna vera þá að verið væri að bíða eftir að orkufyrirtækin teldu sig geta selt orku.
Meira