Skagafjörður

Ársþing SSNV næsta föstudag

24. ársþing SSNV verður haldið á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki föstudaginn 21. október nk. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, verða gestir þingsins.
Meira

Nýr framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls

Hrannar Leifsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls og yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Hrannar er með B.S. gráðu í iþrótta- og heilsufræði auk UEFA B gráðu og KSÍ 5 þjálfaragráðu. Hann mun þjálfa yngstu flokka félagsins og tekur til starfa 1. nóvember.
Meira

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum í sumar

Hestamannafélagið Skagfirðingur mun sjá um Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum og Íslandsmót fullorðna verður haldið á Helllu af hestamannafélaginu Geysi.
Meira

Finni gefur Veiðisafninu góða gripi

Hinn landskunni veiðimaður Sigurfinnur Jónsson frá Sauðárkróki hefur ánafnað Veiðisafninu á Stokkseyri persónulega muni ásamt Beretta haglabyssu sem hann notaði til veiða í fjölda mörg ár.
Meira

Íslandsmót í Boccia á Sauðárkróki um helgina - myndasyrpa og streymi

Það er mikið um að vera í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þessa helgi en Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Íslandsmóti í Boccia einstaklingskeppni. Mótið var sett í gærkvöldi en keppni hófst klukkan 9 í morgun og stendur fram á kvöld. Í fyrramálið hefst keppni á ný á samatíma.
Meira

Fjallkóngur í fimmtíu ár

Í ár eru liðin fimmtíu ár síðan Friðrik Stefánsson bóndi í Glæsibæ í Skagafirði tók við embætti gangnastjóra af Steindóri heitnum í Birkihlíð og stjórnar smalamennsku í Vesturfjöllum frá Hryggjardal í norðri, Víðidal í vestri og til móts við Framhnjúka menn í suðri. Feykir settist niður með Friðriki í tilefni tímamótanna og forvitnaðist um tilurð þess að hann fékk þetta ábyrgðamikla hlutverk
Meira

Breyttur tími á opnum fundi á Sauðárkróki á laugardag

Sjálfstæðismenn í Skagafirði standa fyrir opnum fundi á Kaffi Krók á Sauðárkróki á morgun laugardag. Áður auglýstur fundartími breytist og hefst fundurinn því klukkan 15:00. Allir eru velkomnir og hvattir til að leyfa fulltrúunum að heyra hvað þeim liggur á hjarta fyrir kosningarnar.
Meira

Riða komin upp í Stóru-Gröf

Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Skagafirði. Þetta er annað tilfellið á skömmum tíma sem riða greinist í Skagafirði og fimmta tilfelli hefðbundinnar riðu sem greinist á Norðurlandi vestra síðan í febrúar 2015. Þá hafði ekki greinst riða á landinu síðan árið 2010. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Meira

Gríðarleg pressa á Stólunum sem sigruðu Þórsara í gær

„Þarna mætti liðið sem við reiknuðum með í byrjun,“ segir Ingólfur Jón Geirsson stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Tindastóls eftir góðan sigur Stólanna á grönnum sínum Þór frá Akureyri 94-82 á Sauðárkróki í gærkvöldi. Mamadou Samb var stigahæstur Stóla með 25 stig, Pétur Rúnar Birgisson 20 og Cristopher Caird setti16 stig. Pape Seck annar Senegalanna í liðinu lék í tæpar 16 mínútur í gær og skoraði 11 stig.
Meira

Hrútadómar í haustblíðunni

Fjárræktarfélag Fljótamanna stóð fyrir fjárdegi í fjórða sinn síðasta laugardag. Að þessu sinni var hann haldinn að Ökrum í Vestur-Fljótum, hvað Örn Þórarinsson bóndi og netbóksali býr með sauðfé. Það var að vanda fjör í Fljótum ekki spillti veðrið fyrir stemningunni hjá þeim hátt í tvö hundrað gestum sem lögðu leið sína að Ökrum.
Meira