Þór Hauksson Reykdal ráðinn forstöðumaður
feykir.is
Skagafjörður
17.08.2016
kl. 14.25
Þór Hauksson Reykdal hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar sem mun annast greiðslu húsaleigubóta. Skrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki og mun taka til starfa á næstu vikum. Þór er með meistarapróf í lögfræði auk þess að vera með MBA gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað sem sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra á Akureyri frá árinu 2007.
Meira
