Skagafjörður

Ásdís Ósk tryggði sér þátttöku í úrslitum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer nú fram þessa dagana í Biri, Noregi. Íslendingar eiga marga fulltrúa á mótinu en í morgun var keppt í ungmennaflokki í gæðingakeppni þar sem Skagfirðingurinn Ásdís Ósk Elvarsdóttir náði öðru sæti á Garra frá Fitjum. Þau hlutu 8,356 í einkunn. Þetta þýðir að Ásdís Ósk mæti í b-úrslitin, næstkomandi miðvikudag.
Meira

Áhugi Vestur-Íslendinga á uppruna sínum hefur farið vaxandi

Hjónin Valgeir Þorvaldsson og Guðrún Halldóra Þorvaldsdóttir byrjuðu í ferðaþjónustu árið 1984, þá nýlega flutt að Vatni á Höfðaströnd. Upphaflega voru gisting í sumarhúsum heima á bænum og silungsveiði í Höfðavatni helstu þættir í starfseminnar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú reka þau Vesturfarasetrið, gistingu fyrir tæplega 50 manns á Hofsósi og í Kolkuósi og Íslensku fánasaumastofuna, auk þess að búa með 150 kindur og 20 hross og stunda silungsveiði til sölu á veitingahúsum.
Meira

Hlýja í kortunum

Nú er rétti tíminn til að kaupa sólarvörn, sólgleraugu og sólhlíf og fleira sem tengist þessari gulu feimnu kúlu sem stundum heiðrar okkur með nærveru sinni, því hiti er í kortunum hér fyrir norðan í dag og á morgun.
Meira

Tilkynning um framboð

Ég, Hafdís Gunnarsdóttir, gef kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í norðvestur kjördæmi sem haldið verður þann 3. september 2016 og sækist eftir 3. sæti á listanum. Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram er að ég sé ótal tækifæri til að efla svæðin í þessum víðferma kjördæmi og vil með þessum hætti ganga beint til verka.
Meira

Sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði laugardaginn 13. ágúst

Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði verður laugardaginn 13. ágúst. Þetta árið verður gestum og gangandi boðið í Geldingaholt klukkan 14:00 þar sem Helgi Hannesson leiðsögumaður segir frá atburðum frá Sturlungaöld sem tengjast staðnum og fleiru. Bærinn er rétt norðan við Varmahlíð.
Meira

Breytt nálgun

Á næstunni fer fram forval Vg í Norðvesturkjördæmi. Ég hef gefið kost á mér í forystu hreyfingarinnar í kjördæminu. Undanfarin ár hef ég verið varaþingmaður Vg.
Meira

Hólahátíðin 2016 - dagskrá

Í ár sameinast Hólahátíðin og Barokkhátíðn í eina stóra hátíð. Hér fyrir neðan má sjá dagskránna.
Meira

Hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir son sinn

Þau Nanna Andrea Jónsdóttir og Guðmundur Kristján Hermundsson ætla að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir son sinn, Bjart Snæ en hann fæddir 30. Desember 2012, með Downs-heilkenni og hjartagalla. Hjónin ætla þó ekki að hlaupa fyrir sama félagið.
Meira

Tilkynning um framboð til prófkjörs Sjálfstæðisflokks

Ég, Aðalsteinn Orri Arason tilkynni hér með framboð mitt til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og mun sækjast eftir 4. sæti listans.
Meira

Króksmótið hefst í fyrramálið

Hið árlega Króksmót fer fram um helgina og hefst í fyrramálið klukkan 8:30. Aðal styrktaraðili mótsins er Fisk Seafood. Spáin fyrir helgina er hin þokkalegasta en sólin mun skína og skýin ættu að halda sér til hlés.
Meira