Skagafjörður

Landsmótsgestir boðnir velkomnir með skemmtilegu myndbandi

Skotta Film hefur framleitt myndband fyrir Hrossaræktarsamband Skagfirðinga, með stuðningi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra. Unga stúlkan sem er sögumaður í myndbandinu heitir Jódís Helga Káradóttir og býr í Varmahlíð.
Meira

Amínó fæðubótarefni Iceprotein og Protis fá góðar undirtektir

Iceprotein og Protis á Sauðárkróki settu nýlega á markað vörulínu byggða á áralöngum rannsóknum á heilsubætandi áhrifum fiskpróteina. Hólmfríður Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Iceprotein segir viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum.
Meira

Að segja eitt og gera allt annað

Á síðustu árum hefur Framsóknarflokkurinn gefið hástemmd loforð um veigamiklar úrbætur í húsnæðismálum. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur gengið þar fremst og lofað m.a. afnámi verðtryggingar, lækkun byggingakostnaðar um 10%, bæta stöðu ungs fólks og leigjenda, auk þess að efla hlutverk Íbúðalánasjóðs.
Meira

Ráslistar fyrir úrtökumótið um helgina

Það ríkir mikil spenna vegna úrtökumóts fyrir komandi Landsmót hestamanna á Hólum enda óðum að styttast í það. Eins og fram kom í viðtali við Lárus Á. Hannesson, framkvæmdastjóra LH, í nýjasta tölublaði Feyki, gengur undirbúningur vel og búist er við feikna sterku og skemmtilegu móti.
Meira

Standast fullkomlega samanburð við leitarhunda í nágrannalöndunum

Gæðaúttekt var haldin á lögregluhundum dagana 1.-3. júní s.l. Var úttektin haldin af lögreglunni á Norðurlandi vestra í samstarfi við þá lögreglustjóra sem hafa hunda. Yfirdómari kom frá Noregi og naut aðstoðar íslensks sérfræðings í þjálfun fíkniefnaleitarhunda. Sex teymi víðsvegar af landinu mættu í úttektina . Teymin komu bæði frá lögreglunni og Fangelsismálastofnun.
Meira

Úrtökumót fyrir landsmót um helgina

Sameiginleg úrtaka Skagfirðings, Neista, Glæsis og Þyts fyrir Landsmót 2016 verður á Hólum um komandi helgi, 10. - 12. júní. Hér meðfylgjandi er tímaseðill fyrir mótið.
Meira

Fjölbreytt barna-og ungmennaskemmtun á Jónsmessuhátíð

Boðið verður upp á fjölbreytta barna- og unglignaskemmtun á Jónsmessuhátíð á Hofsósi sem haldin verður um aðra helgi. Hefst hún með sundlaugarpartýi fyrir 12-18 ára á föstudagskvöldinu frá kl. 21-23, með leikjum og tónlist.
Meira

Sótt um að halda Unglingalandsmót 2019

Á fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 26. maí sl. var lagt fram bréf dagsett 18. maí 2016 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, þar sem sambandið óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við umsókn til að halda Unglingalandsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2019.
Meira

Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri LK

Stjórn Landssambands kúabænda hefur gengið frá ráðningu Margrétar Gísladóttur, sem er frá Glaumbæ í Skagafirði, sem framkvæmdastjóra LK frá og með næstu mánaðamótum, en þá mun Baldur Helgi Benjamínsson láta af störfum eftir 10 ár hjá LK.
Meira

Aðalfundur Leikfélagsins færist í Jarlsstofu

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks verður haldinn í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. júní, kl 20:00. Fundarstaður hefur verið færður til og verður fundurinn í Jarlsstofu á neðstu hæð Hótel Tindastóls, en ekki á Kaffi Krók eins og auglýst hafði verið.
Meira