Skagafjörður

Danska ríkissjónvarpið heimsækir Sauðárkrók

Frétta- og tökumaður frá danska ríkissjónvarpinu DR1 ræddi við nokkra Skagfirðinga síðastliðinn föstudag og var það hluti af umfjöllun um ólgunni sem hefur ríkt í stjórnmálum landsins undanfarna daga. Þátturinn Tv Avisen sýndi frá mótmælunum á Austurvelli og þá var farið norður í Skagafjörð, sem þekkt er fyrir mikið fylgi við Framsóknarflokkinn.
Meira

Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki úr Sprotasjóði

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2016-2017. Alls bárust 129 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 300 milljónir króna. Veittir voru styrkir til 38 verkefna að upphæð rúmlega 60 milljónir króna. Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki, annars vegar verkefni á vegum FNV og hins vegar verkefni á vegum Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Fræðsluskrifstofa Austur-Húnvetninga.
Meira

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar vill kosningar strax

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi var haldinn í Landnámssetrinu í Borgarbyggð á laugardaginn. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun en í henni segir m.a. að verkefni stjórnmálanna á komandi mánuðum og misserum sé að endurreisa velferðarkerfið, tryggja samfélagslegan arð af auðlindum landsins, og endurvekja traust í samfélaginu eftir áföll í efnahags- og stjórnmálalífi frá efnahagshruninu 2008 og fram á þennan dag.
Meira

Haukar ná aftur yfirhöndinni í baráttuleik á Ásvöllum

Haukar og Tindastóll mættust þriðja sinni á Ásvöllum í gær í einvígi liðanna um sæti í úrslitum Dominos-deildarinnar. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en æsispennandi fram á lokamínútur þegar heimamenn í Hafnarfirði skriðu framúr Stólunum. Lokatölur voru 89-81 og Haukar því aftur komnir með yfirhöndina í rimmunni.
Meira

Skjólgarður og olíuafgreiðsla við smábátahöfnina á Sauðárkróki

Fjallað var um framkvæmdir við smábátahöfnina á Sauðárkróki á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar 31. mars sl. Í fundargerð nefndarinnar kemur fram að vinna við gerð skjólgarðs við smábátahöfnina hófst 29. janúar sl. Búið er að keyra fyllingarefni í u.þ.b. 100m af 150m og er grjótröðun hafin í hluta garðsins. Áætluð verklok er 15. maí nk.
Meira

Gunnar Bragi þakklátur fyrir tímann sem utanríkisráðherra

Skagfirðingurinn Gunnar Bragi Sveinsson lætur af störfum sem utanríkisráðherra og tekur við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Ég þakka fyrir mig og hlakka til að takast á við ný verkefni í atvinnuvegaráðuneytinu sem sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðherra,“ segir Gunnar Bragi á Facebook-síðu sinni.
Meira

ASÍ tók jákvætt í erindi Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samstarf við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar þann 17. mars sl. kom fram að sveitarfélagið hefði í hyggju að óska eftir formlegu samstarfi við ASÍ um uppbyggingu á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga í Skagafirði. Var það gert í ljósi nýlegrar viljayfirlýsingar Alþýðusambands Íslands og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í borginni. Óskað var eftir samstarfinu á sama grundvelli til að bæta úr brýnum húsnæðisskorti í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Meira

Vilja byggja 14 íbúðir á lóð gamla barnaskólans

Eitt kauptilboð barst í gamla barnaskólann við Freyjugötu á Sauðárkróki sem felst í að breyta húsnæðinu í íbúðir. Tilboðið barst frá Friðriki Jónssyni ehf. fyrir hönd óstofnaðs dótturfélags. Farið var yfir tilboðið á fundi Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær.
Meira

Gurley hættir hjá Tindastóli

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Anthony Gurley hafa komist að samkomulagi um að Anthony hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Eftir langt og gott spjall formanns körfuknattleiksdeildar og Anthony töldu báðir aðilar að það væri félaginu fyrir bestu að Anthony myndi hætta að leika fyrir félagið,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Dans- og nýsköpunarviku austan Vatna lýkur með súpu og sýningu

Í vikunni sem er að líða hefur verið dans- og nýsköpunarkennsla í Grunnskólanum austan Vatna í Skagafirði. Hafa nemendur frá starfsstöðunum þremur verið saman komnir á Hofsósi í kennslunni. Einnig hefur öll tónlistarkennslan verið á Hofsósi í vikunni.
Meira