Skagafjörður

Velta Kaupfélags Skagfirðinga eykst um 5 milljarða milli ára

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn í Selinu á Sauðárkróki þann 16. apríl síðastliðinn. Fram kom að velta félagsins hafi verið um 32,2 milljarðar króna á síðasta ári og hefði aukist um 5 milljarða milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá KS komu Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki ásamt Kjötbankanum í Hafnarfirði og Sláturhúsinu á Hellu ný inn í samstæðuuppgjör félagsins að þessu sinni.
Meira

Firmakeppni Skagfirðings

Firmakeppni hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin sumardaginn fyrsta, 21. apríl á félagssvæðinu hjá Tjarnabæ. Keppt verður í: Pollaflokk (8 ára og yngri), barnaflokk, unglingaflokk, kvennaflokk, karlaflokk, atvinnumannaflokk og 60+.
Meira

Eldsmiðja FNV vígð í dag

Eldsmiðja Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem staðsett er í Hátæknimenntasetri skólans, verður vígð við hátíðlega athöfn í dag, miðvikudaginn 20. apríl kl. 16:00. Á vefsíðu skólans kemur fram að í tilefni vígslunnar mætir Beate Stormo, Norðurlandameistari í eldsmíði, á staðinn og vígir aðstöðuna.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls krækir í Chris Caird

Christopher Caird er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og mun því spila með Stólunum næstu tvö tímabil. Caird, sem er breskur, kemur frá FSu á Selfossi þar sem hann var í hörkuformi framan af vetri en hann meiddist nú eftir áramótin.
Meira

Retro Stefson, Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann á Drangey Music Festival

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, þar sem vegurinn endar, verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní næstkomandi. Þetta árið verða það Retro Stefson, Sverrir Bergmann og hljómsveit og Úlfur Úlfur sem munu eiga sviðið, ásamt úrvali heimafólks og fleiri atriða sem kynnt verða síðar.
Meira

Tölum ekki um „jaðarinn“ tölum um viðhorf

Ég las viðtal við fyrrverandi Alþingismann þann 4. apríl sl. og það setti að mér óhugnað. Þar talar þessi fyrrverandi ráðamaður okkar Íslendinga um að venjulega, vinnandi fjölskyldufólkið sé ánægt með þann stöðugleika sem er í samfélaginu í dag. Þegar hann var spurður út í mótmæli um 20.000 Íslendinga, gerði hann lítið úr þeim, kenndi góðu veðri um að fólk hefði verið að flækjast á Austurvelli. Hann átti þá sennilega við að þetta venjulega, vinnustritandi fjölskyldufólk sem óvart hefði villst inn í mótmæli „jaðarins“, því svo sagði hann „Það eru til öryrkjar og veikt fólk, sem alltaf er að verða minna af, en þarf samt að laga“. Þá taldi hann sig hafa sagt nóg um þann þjóðfélagshóp og sagði: „Ef við hættum að tala um jaðarinn og tölum bara um massann“.
Meira

Hlaupa til styrktar Ívari Elí

Nemendur 7. og 8. bekkjar í Varmahlíðarskóla ætla að hlaupa áheitahlaup til styrktar Ívar Elí Sigurjónssyni, ungum dreng á Sauðárkróki, sem berst við flogaveiki og þarf á næstunni að fara erlendis til lækninga.
Meira

Skagfirski kammerkórinn með vortónleika á sumardaginn fyrsta

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins verða í Menningarhúsinu Miðgarði næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta, og hefjast þeir klukkan 20:30. Kórinn er nýkomin úr ferð um Vesturland, þar sem haldnir voru þrennir tónleikar, og er meðfylgjandi mynd tekin í ferðinni.
Meira

Húsnæðismál og fleira til umræðu á aðalfundi FEB

Aðalfundur Félags eldri borgara í Skagafirði var haldinn í Húsi frítímans 14.apríl s.l. Fundinn sóttu 60-70 manns. „Starf eldri borgara í Skagafirði er nokkuð fjölbreytt, en húsnæðisskortur stendur félaginu nokkuð fyrir þrifum, en F.E.B. fær aðeins tíu klukkustundir á viku til tómstundastarfa í Húsi frítímans. Þar er spilað bridge, félagsvist og bingó. Einnig er þar leikfimi og handavinna,“ sagði Birgitta Pálsdóttir, formaður félagsins, í samtali við Feyki.
Meira

Álftagerðisbræður og Stefán Gíslason handhafar Landstólpans 2016

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í Miðgarði í Varmahlíð föstudaginn þann 15. apríl, var Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, afhentur í sjötta sinn. Að þessu sinni hlutu söngbræðurnir fjórir frá Álftagerði í Skagafirði ásamt Stefáni Gíslasyni listrænum stjórnanda þeirra viðurkenninguna.
Meira