Skagafjörður

Naumur sigur eftir hörkuspennandi leik

Hann var æsispennandi annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka sem fór fram í Síkinu í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Haukarnir höfðu unnið fyrsta leik liðanna í Hafnarfirði og sóttu hart að sigri í Síkinu. Þegar leið á leikinn snéru Stólarnir vörn í sókn og fóru loks með nauman sigur af hólmi, 69-68.
Meira

Karlatölt Norðurlands

Karlatölt Norðurlands verður haldið miðvikudagskvöldið 20. apríl nk. í Þytsheimum og hefst kl. 19:00. Keppt verður í þremur flokkum, minna vanir (í keppni), meira vanir (í keppni) og opinn flokkur. Minna vanir keppa í T7 en í hinum tveimur flokkunum verður keppt í T3.
Meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra í dag

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra verður haldinn á Hótel Varmahlíð klukkan 15 í dag. Efni fundarins er venjuleg aðalfundarstörf. Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunamálum aðila í ferðaþjónustu og samræmingu hennar á Norðurlandi vestra.
Meira

Þórarinn sigurvegari KS Deildarinnar 2016

Sigurvegari KS Deildarinnar 2016 er Þórarinn Eymundsson. Í öðru sæti varð Mette Mannseth og Ísólfur Líndal í því þriðja. Lið Hrímnis sigraði liðakeppnina 2016, eftir frábæra frammistöðu í vetur, eins og segir á fésbókarsíðu deildarinnar.
Meira

Annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka í Síkinu í kvöld - grillborgarar fyrir leik

Annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka í Dominos-deildin karla í körfu fer fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld. Fyrsti leikurinn fór fram sl. sunnudag og voru úrslit Haukum í vil. Í kvöld munu Stólarnir verja Síkið með kjafti og klóm og koma sér almennilega inn í einvígið með sterkum sigri.
Meira

Hvernig metum við hið ómetanlega?

Í lok síðustu viku var haldin önnur ráðstefnan í röð fjögurra ráðstefna undir yfirskriftinni Hvernig metum við hið ómetanlega? Að ráðstefnunni stóð Guðbrandsstofnun í samstarfið við Bandalag íslenskra listamanna, Listaháskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Meira

Myglusveppur greindist í gólfdúk

Raki í húsnæði yngra stigs leikskólans Ársala á Sauðárkróki hafði valdið áhyggjum nokkurra foreldra sem óttuðust að þar kynni að vera myglusveppur. Þær áhyggjur reyndust á rökum reistar samkvæmt niðurstöðum rannsókna á sýni sem skoðað var af Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur sveppafræðingi Náttúrustofnunar Íslands, og gerð voru kunn á upplýsingafundi með foreldrum í gær.
Meira

Tækifæri í fjárfestingu í atvinnulífinu á Norðurlandi vestra

Kynningarfundur með fjárfestingafélaginu Tækifæri hf. verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi klukkan 12 á Kaffi Krók. Boðið verður upp á súpu og brauð.
Meira

Ætla að stofna kvennaklúbb Kiwanis í Skagafirði

Áhugasamar konur í Skagafirði ætla að stofna kvennaklúbb Kiwanis á svæðinu og hafa boðað til stofnfundar á Gott í Gogginn næstkomandi miðvikudag, 13. apríl kl. 17.
Meira

Safnað fyrir 5 ára flogaveikan dreng á Sauðárkróki

Ungur drengur á Sauðárkróki, Ívar Elí Sigurjónsson, hefur í nærri tvö ár barist við flogaveiki. Köst hans hafa náð tveimur tugum á dag þegar verst lætur. Nú er svo komið að íslenskir læknar eru ráðalausir og ákveðið hefur verið að senda hann til Boston í maí til rannsóknar og síðar aðgerðar.
Meira