Skagafjörður

Hill slapp við bann og útlit fyrir háspennuleik í Síkinu

Einvígi Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppninni í körfubolta er nú komið á þokkalegasta spennustig eftir að Keflvíkingar komu á óvart í þriðja leik liðanna og náðu að landa fyrsta sigri sínum á Stólunum í vetur. Þar með hafa Tindastólsmenn sigrað tvisvar í viðureigninni en Keflvíkingar einu sinni. Fjórði leikur liðanna fer fram á Króknum annan í páskum og hefst kl. 19:15.
Meira

„Stóra markmiðið sem loksins náðist“

Skagfirðingurinn Elmar Eysteinsson gerði sér lítið fyrir og hreppti Íslandsmeistaratitli í Fitness á fimmtudaginn var. Feykir spjallaði við Elmar um mótið, undirbúninginn og feril hans í Fitness.
Meira

Sluppu vel úr bílveltu á Holtavörðuheiði

Tveir leikmenn Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson, ásamt þremur stúlkum sem voru með í för, sluppu vel þegar þau lentu í bílveltu á leið heim eftir körfuboltaleik sl. miðvikudag.
Meira

Sara sigraði í kvennatöltinu á Söru frá Stóra-Vatnsskarði

Það var mikið um dýrðir í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók þegar hið árlega mót Kvennatölt Norðurlands var haldið þar á fimmtudaginn. Það var Sara Rut Heimisdóttir sem sigraði í A-úrslitum í opnum flokki á Söru frá Stóra-Vatnsskarði.
Meira

Yfir 140 þátttakendur á Fljótamóti

Yfir 140 skíðagöngugarpar skráðu sig til leiks á Fljótamóti í skíðagöngu sem fram fór í dag. Eins og sagt hefur verið frá í Feyki og öðrum fjölmiðlum er mótið, sem nú var haldið í þriðja sinn, orðið það næststærsta á landinu.
Meira

Föstudagurinn langi: Fljótamót og fleira

Það er nóg um að vera á Norðurlandi vestra um Páskahelgina. Í dag, föstudag, er þar meðal annars að finna Fljótamót í skíðagöngu, guðþjónustur og lestur Passíusálma.
Meira

Skírdagur: Skíði og skemmtilegir viðburðir

Það er nóg um að vera á Norðurlandi vestra um páskahelgina. Í dag, skírdag, er þar meðal annars að finna opnun á skíðasvæðinu í Tindastól, tvær bíósýningar, Norðurhvelsmót í Fifa og guðþjónustur.
Meira

Hill gaf Helga og félögum einn á snúðinn

Þriðji leikurinn í einvígi Keflavíkur og Tindastóls fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Með sigri hefðu Stólarnir sent heimamenn í sumarfrí en Keflvíkingar voru ekkert á þeim buxunum, náðu upp prýðis baráttu og góðum leik á meðan flest fór í baklás hjá Tindastólsmönnum. Lokatölur urðu 95-71 og ljóst að Stólarnir verða að girða sig í brók fyrir fjórða leikinn sem fram fer í Síkinu annan í páskum.
Meira

Verkefninu Boðið á býli hleypt af stokkunum

Þrjár konur sem starfa við búskap og ferðaþjónustu í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hafa ákveðið að sameina krafta sína og efla afþreyingarmöguleika á svæðinu með því að bjóða ferðamönnum heim á býli, en verkefnið heitir einmitt „Boðið á býli.“
Meira

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar laugardaginn 9. apríl kl. 12-17 í Landnámssetrinu í Borgarbyggð.
Meira