Skagafjörður

Þrjár vísindagreinar tengdar rannsóknum í Verinu

Nýlega hafa þrjár vísindagreinar tengdar rannsóknum í Verinu á Sauðárkróki birst í fræðitímaritum. Ein þeirra er eftir Amy Fingerle en Nicolas Larranaga, doktorsnemi við fiskeldis og fiskalíffræðideild, er meðhöfundur að tveimur greinum.
Meira

Skuldahlutfall undir því sem heimilt er

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykktur á sveitarstjórnarfundi í gær. Í kynningu sveitarstjóra kom m.a. fram að rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 364 millj. króna. Rekstrarhalli A og B hluta á árinu 2015 er 97 millj. króna og rekstarniðurstaða A hluta er neikvæð um 176. millj. króna. Þá kom fram að skuldir sem hlutfall af tekjum eru umtalsvert undir því marki sem heimilt er samkvæmgt 64. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga.
Meira

„Ekki er ásættanlegt að ríkið geri sér umbætur sveitarfélaga í umhverfismálum að féþúfu“

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að hefja aftur endurgreiðslu virðisaukaskatts á fráveituframkvæmdir sveitarfélaga. „Í ljósi umræðu að undanförnu um fráveitumál sveitarfélaga og nauðsyn þess að vernda lífríki og ráðast í úrbætur þar sem þess er þörf, vill byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skora á stjórnvöld að hefja aftur endurgreiðslu virðisaukaskatts á fráveituframkvæmdir sveitarfélaga eins og gert var á árunum 1995-2008,“ segir í ályktun byggðarráðs.
Meira

Aðgerðir í þágu heimilanna

Í morgun fór fram opinn fundur um húsnæðismál. Þar voru húsnæðisfrumvörp félags – og húsnæðismálaráðherra til umræðu. Á fundinum fór undirrituð yfir þær breytingar sem nefndarmenn velferðarnefndar hefur gert á frumvörpunum og almennt yfir stöðu málanna í nefndinni.
Meira

Bríet Lilja og Linda Þórdís í U18 landsliðinu

Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða fer fram í Finnlandi dagana 26.-30. júní næstkomandi. Mótið sem í tæpa tvo áratugi hefur farið fram í Svíþjóð verður nú haldið í Finnlandi. Tilkynnt hefur verið um íslensku U16 og U18 ára hópana fyrir verkefnið og í U18 hóp stúlkna eru Skagfirðingarnir Linda Þórdís B. Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir.
Meira

Varað við hvassviðri norðvest­an­lands

Bú­ist er við hvassviðri eða stormi (15–23 m/​s) norðvest­an­lands seint í nótt og fram að há­degi á morg­un að sögn Veður­stofu Íslands sem hef­ur sent frá sér viðvör­un. „Skæðustu vind­streng­irn­ir verða þar sem suðvestan­átt­in stend­ur af fjöll­um og gætu þá trampólín átt erfitt með að halda kyrru fyr­ir,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Meira

Sæl og glöð í sauðburðarheimsókn

Á föstudaginn heimsóttu fyrstu bekkingar Árskóla á Sauðárkróki bæinn Keldudal í Hegranesi í Skagafirði í sauðburði. Um var að ræða 23 börn sem skoðuðu búskapinn, ásamt kennurum sínum. Að sögn Guðrúnar Lárusdóttur bónda þar hefur sú hefð verið í 35 ár að fyrsti bekkur heimsæki bæinn.
Meira

Góðan daginn Íslandspóstur

Mig langar að leggja inn formlega kvörtun yfir póstþjónustunni á landsbyggðinni. Við búum útí sveit rétt hjá Varmahlíð og Sauðárkrók og hér er ekki lengur keyrður út póstur alla virka daga heldur einungis 3 daga vikunnar aðra vikuna og 2 hina vikuna.
Meira

40 ára afmæli fagnað í Varmahlíðarskóla

Varmahlíðarskóli í Skagafirði fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Núverandi skólahúsnæði var tekið í notkun veturinn 1975-1976 og fyrsti árgangurinn því útskrifaður þaðan vorið 1976. Nemendur og starfsfólk skólans minnast tímamótanna í þessari viku, með þemadögum og opnu húsi þar sem gestum gefst tækifæri til að heimsækja skólann á morgun, fimmtudag, frá klukkan 15-18.
Meira

Heillandi leikur og glíma við sjálfan sig

Með hækkandi sól fer fiðringur um kylfinga landsins og eftirvæntingin eftir því að komast út á golfvöllinn gerir vart við sig. Þeir Rafn Ingi Rafnsson og Kristján B. Halldórsson hjá Golfklúbbi Sauðárkróks eru þar engin undantekning en blaðamaður Feykis hitti þá félaga á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki þegar Jón Þorsteinn Hjartarson golfkennari var að renna í hlað.
Meira