Skagafjörður

Hvernig metum við hið ómetanlega?

Tveggja daga ráðstefna Guðbrandsstofnunar, í samstarfi við Bandalag íslenska listamanna, Listaháskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands hefst á Hólum í Hjaltadal kl. 16 í dag og stendur til kl. 16 á morgun. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á gildi menningar.
Meira

Styttist í beinar rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar

Beinar áætlunarferðir Gray Line milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar hefjast sunnudaginn 17. apríl næstkomandi. Í apríl og maí verður ekið þrisvar í viku en daglega yfir sumarið fram í miðjan september. Upphaflega var áformað að hefja aksturinn 3. apríl en því þurfti að fresta vegna óvæntra tafa við innleiðingu á nýrri bókunarvél á netinu.
Meira

Artemisia sigraði í gæðingafimi

Fjórða mót KS-Deildarinnar í hestaíþróttum var haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum í gærkvöldi. Sigurvegarar kvöldsins eru Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli. Samkvæmt Facebook-síðu KS-Deildarinnar hlutu þau einkunnina 8,25 í úrslitum eftir frábæra sýningu.
Meira

Tvö verkefni við Háskólann á Hólum hljóta rannsóknarstyrki

Rannís hefur birt yfirlit yfir úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2016. Alls hlutu 72 verkefni styrki, eða 25% þeirra sem sótt var um fyrir. Á vef Hólaskóla kemur fram að tveir þessara styrkja koma í hlut rannsóknarhópa við Háskólann á Hólum og eru verkefnisstjórar þau Camille Anna-Lisa Leblanc og Stefán Óli Steingrímsson, sérfræðingar við fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans.
Meira

Kúa- og sauðfjárbændur samþykktu nýja búvörusamninga

Atkvæði hafa verið talin í atkvæðagreiðslu bænda um nýja samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar en frestur til að greiða atkvæði rann út á miðnætti þriðjudagskvöldið 22. mars. Bændur samþykktu báða samningana.
Meira

Samið við K-Tak ehf. um framkvæmdir við nýjan vatnstank

Fimmtudaginn 17. mars sl. voru opnuð tilboð í nýjan vatnstank og viðbyggingu við lokahús á Gránumóum á Sauðárkróki. Samkvæmt fundargerð Veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 23. mars sl. bárust tvö tilboð í verkið.
Meira

Ný leikskóladeild tekin til notkunar í Varmahlíð

Tekin hefur verið í notkun ný deild við leikskólann Birkilund. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að deildin hafi hlotið nafnið Reyniland og er staðsett þar sem áður var pósthús í Varmahlíð. Í dag eru átta börn á Reynilandi ásamt starfsfólki.
Meira

Bilun í símkerfi

Símkerfið hjá Feyki og Nýprenti, ásamt fleiri stöðum á Sauðárkróki, liggur niðri eins og er. Verið er að leita orsaka bilunarinnar og það vonandi skýrist von bráðar.
Meira

Keppt í gæðingafimi á miðvikudagskvöld - ráslisti KS-Deildarinnar

KS-Deildin heldur áfram nk. miðvikudagskvöld í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þegar keppt verður í gæðingafimi og hefst keppnin kl. 19:00. „Frábærir hestar eru skráðir og hlökkum við til að sjá sem flesta í höllinni á miðvikudaginn,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Vorið er komið og grundirnar gróa

Það var boðið upp á taumlausa skemmtun og farsælan endi í Síkinu í kvöld þegar Keflvíkingar komu sperrtir til leiks eftir að Stólarnir höfðu, að sögn körfuboltaspekinga landsins, kveikt neistann í Keflvíkingum í síðasta leik sem Suðurnesjamennirnir unnu örugglega. Sú tíra var ekki lengi að slokkna því leik var nánast lokið eftir fyrsta leikhluta. Lokatölur í Síkinu 98-68 fyrir Tindastól sem hefurþví tryggt sæti sitt í fjögurra liða úrslitunum.
Meira