Skagafjörður

Svínakjöt í súrsætri sósu og rabarbarakaka

Þau Ragna Jóhannsdóttir og Pétur Valdimarsson á Sauðárkróki voru Matgæðingar vikunnar í 28. tölublaði Feykis 2012, Þau buðu upp á grænmetissúpu með tortellinni í forrétt, svínakjöt í súrsætri sósu í aðalrétt og rabarabaraköku með ristuðu kókosmjöli í eftirrétt.
Meira

Fyrsta meistaraverkefnið unnið alfarið hjá Iceprotein

Lilja Rún Bjarnadóttir varði meistararitgerð í matvælafræði frá Háskóla Íslands í Verinu Vísindagörðum á Sauðárkróki sl. mánudag. Verkefnið var alfarið unnið við Iceprotein, í samstarfi við Kjötafurðarstöð KS, Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, Ísaga og Matís. Um er að ræða stóran áfanga í sögu Iceprotein sem ber vitni um gróskuna í lífhagkerfi Skagafjarðar.
Meira

Nína og Beebee mæta á Drangey Music Festival

Þá er tæpur mánuður í tónlistarhátíð sumarsins á Norðurlandi, Drangey Music Festival - þar sem vegurinn endar, sem verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní nk. Ný tónlistaratriði hafa bæst við dagskránna en Stebbi og Eyfi og Beebee and the bluebirds ætla að stíga á svið hátíðarinnar, auk strákanna í Úlfur Úlfur, Retro Stefson og Sverri Bergmann.
Meira

Skráning hafin í Sumar T.Í.M.

Sveitarfélagið Skagafjörður vill vekja athygli á því að skráning er hafin í Sumar T.Í.M. fyrir árganga 2004-2010 og lýkur skráningunni fimmtudaginn 2. júní nk. Leikjanámskeið hefst á Hólum 2. júní en Sumar T.Í.M. á Sauðárkróki 6. júní.
Meira

Haugsuga notuð við slökkvistarf á jarðýtu

Eldur kviknaði í jarðýtu skammt frá bænum Viðvík í Skagafirði, þar sem hún var að vinna við nýrækt. Tilkynning um brunann barst til Brunavarna Skagafjarðar um kl. 18:30. Að sögn Vernharðs Guðnasonar slökkvistjóra var erfitt að komast að ýtunni og naut slökkviliðið aðstoðar bænda við slökkvistarfið.
Meira

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls fer fram á skrifstofu félagsins, Víðigrund 5, mánudaginn 13. júní, kl. 20:00.
Meira

Indriði og Óskar hlutu 3. verðlaun fyrir Markaappið

Tveir nemendur í 6. bekk Varmahlíðarskóla, þeir Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson, hlutu um síðustu helgi þriðju verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2016. Verðlaunin hlutu þeir fyrir hugmynd sína að Markaappi en þeir komust einnig áfram í keppninni með aðra hugmynd, svokallaðan Tappahníf.
Meira

Leyfi veitt fyrir rallýkeppni í Skagafirði helgina 22. - 23. júlí

Bílaklúbbur Skagafjarðar hefur sótt um leyfi til að halda rallýkeppni í Skagafirði helgina 22. - 23. júlí nk. „Eknar verða sérleiðirnar: 744 Þverárfjallsvegur, (gamli vegurinn að mestu), 742 Mýrarvegur frá Mánaskál að fjárrétt við Kirkjuskarð, F 752 Skagafjarðarvegur frá Litluhlíð að Þorljótsstöðum, F 756 Mælifellsvegur um Mælifellsdal, Sauðárkrókshöfn og Nafir,“ segir í fundargerð byggðarráðs frá því í morgun.
Meira

Rave-próflokaball með DJ Heiðari Austmann

Próflokaball verður haldið í Félagsheimilinu Blönduósi laugardaginn 4. júní og mun DJ Heiðar Austmann sjá um að þeyta skífum. Á ballinu verður Rave þema; UV blacklight, rosalegt ljósashow, glow sticks og Neon litir. Mælst er til þess að allir mæti í hvítum fötum.
Meira

Sigur í Sandgerði hjá strákunum og stelpurnar dottnar úr bikarnum

Um síðustu helgi léku báðir m.fl. Tindastóls leiki. Karlalið Tindastóls er komið á fulla ferð í 3. deildinni í knattspyrnu en á laugardaginn léku strákarnir við Reyni Sandgerði í 3. deildinni og sigraði Tindastóll 1-2. Þetta var leikur sem átti að vera heimaleikur Tindastóls en honum var snúið þar sem vallaraðstæður voru ekki þannig að Tindastóll gæti spilað á Króknum.
Meira