Skagafjörður

Fjölmargir í vandræðum á vegum landsins

Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn hjálpuðu fjölda vegfarenda í ófærð og illviðri um norðan og vestanvert landið fram á nótt, að því er fram kemur í frétt á Vísi.is.
Meira

Góð frammistaða Húnvetninga og Skagfirðinga í Meistara meistaranna

Í fyrrakvöld fór fram í Sprettshöllinni keppnin Meistari Meistaranna en þar er sigurvegurum í deildum vetrarins vítt og breitt um landið boðið þátttaka. Þeirra á meðal voru fulltrúar úr KS Deildinni og Húnvetnsku mótaröðinni sem náðu góðum árangri í þessari keppni.
Meira

Sviti, gleði og gnístran tanna á Molduxamóti

Molduxamótið í körfubolta fór fram í íþróttahúsinu á Króknum í gær, laugardaginn 16. apríl, hvar spengilegir ungir piltar á ýmsum aldri og af ýmsu formi komu saman til að gera körfur. Alls mættu sex lið til leiks í 40+ flokki og níu í 30+ og þátttaka því bara nokkuð góð.
Meira

Friðrik Snær sigraði Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar

Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar fór fram í FNV í gær en keppnin hefur nú verið haldin árlega í 19 ár. Í fyrsta sæti var Friðrik Snær Björnsson, Varmahlíðarskóla, í öðru sæti var Þorri Þórarinsson, Árskóla og í þriðja sæti var Jón Örn Eiríksson, Grunnskólanum austan Vatna.
Meira

Nýtt lúxushótel opnað á Deplum í Fljótum

Nýtt lúxushótel bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Exerience að Deplum í Fljótum verður opnað á fimmtudaginn. Þá kom fyrsti hópurinn til dvalar þar.
Meira

Nokkur orð til umhugsunar

Uppi eru hugmyndir um byggingu 120 þúsund tonna álvers við Hafurstaði í Skagabyggð í samvinnu við kínverska aðila. Hafa sex sveitarfélög á Norðurlandi vestra undirritað viljayfirlýsingu um byggingu álversins í samvinnu við kínverskt fyrirtæki, NFC, sem hyggst fjármagna álverið að stórum hluta. Hefur ríkisstjórnin veitt 30 milljónum af fjárlögum þessa árs til undirbúnings verkefninu.
Meira

Jou Costa verður áfram með Stólana

-Það er lykillinn að öllu að Costa haldi áfram með liðið, sagði Stefán Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Feyki í kvöld en Stólarnir hafa komist að samkomulagi við spænska þjálfarann, Jou Costa, um að hann haldi áfram að þjálfa Tindastól næsta tímabil.
Meira

N4 hlýtur Hvatningarverðlaun bænda í Eyjafirði

Búnaðarsamband Eyjafjarðar (BSE) veitir árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framtak tengt landbúnaði og/eða úrvinnslu landbúnaðarafurða. Viðurkenningin getur verið fyrir vel unnin störf, athyglisverða nýjung eða einstakan árangur. Á aðalfundi félagsins í vikunni voru þessi verðlaun veitt sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri.
Meira

Landsmót hestamanna verður sýnt á RÚV

Landsmót hestamanna og RÚV hafa gert með sér samning um samstarf á Landsmótinu á Hólum sem hefst 27. júní nk. Samningurinn gerir ráð fyrir að RÚV muni sýna beint frá stærstu keppnisgreinum Landsmóts á föstudegi og laugardegi auk þess að búa til samantektarþætti frá mótinu. Greint er frá þessu á landsmot.is.
Meira

Sundlaugin á Hofsósi lokuð á morgun

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð vegna viðhalds á morgun, fimmtudaginn 14. apríl.
Meira