Skagafjörður

Samfélagsleg áhrif

Í Sjónhorninu þann 28. janúar sl. var auglýstur fundur um samfélagsleg áhrif virkjana í Skagafirði. Ég hafði ekki tök á að sækja þann fund, en auglýsingin vakti hjá mér sterkar og áleitnar hugsanir um framtíðarsýn þessa dýrmæta og tækifæraþrungna héraðs okkar, sem býður opinn faðminn til margskonar samvinnu lands og lýðs.
Meira

Myndir frá heimsóknum til Feykis á öskudegi

Það er ekki á hverjum degi sem Feykir fær heimsóknir frá syngjandi kátum vampírum og nornum, Bat- og köngulóarmönnum, prinsessum og og hvað þá Almari í kassanum. Ef einhverjir voru ekki klárir á því hvaða dagur var þá varð snemma ljóst að það var runninn upp enn einn yndislegur öskudagur, fullur af gleði og söng.
Meira

Vélsleði brann við Sauðárkróksbraut

Eldur kviknaði í vélsleða á Sauðárkróksbraut sunnan við Sauðárkrók, skammt hjá Félagsheimilinu Ljósheima, í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Skagafjarðar urðu engin slys á fólki og slökkvistarf gekk greiðlega. Vélsleðinn er ónýtur.
Meira

Upp er runninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur

Sagt er að öskudagur eigi sér átján bræður og sé eitthvað til í því þurfa íbúar á Norðurlandi vestra ekki að kvíða veðurfarinu næsta rúman hálfa mánuðinn, þó vissulega væri nokkuð kalt í morgun.
Meira

Steinull hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum

Fyrirtækið Steinull hf. á Sauðárkróki fékk nýlega viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum. Einar Einarsson framkvæmdastjóri Steinullar veitti verðlaununum viðtöku frá Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur forstjóra VÍS. Afhendingin fór fram á forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins á Grand Hóteli í Reykjavík síðastliðin fimmtudag.
Meira

„Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu, þrjú tilvik úr dreifbýli“ á Hólum á morgun

Næsti fyrirlestur í fyrirlestraröðinni „Vísindi og grautur“ verður haldinn heima á Hólum í stofu 202, miðvikudaginn 10. febrúar nk. Guðrún Helgadóttir prófessor heldur erindi sem hún kallar: „Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu, þrjú tilvik úr dreifbýli“.
Meira

Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að hraða framkvæmdum við nýja deild Birkilundar

Á fundi fræðslunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 2. febrúar 2016 ítrekaði nefndin fyrri bókanir sínar um mikilvægi þess að framkvæmdum við nýja deild leikskólans Birkilundar verði hraðað svo sem verða má. Lýsti nefndin jafnframt áhyggjum af því hve verkið hefur dregist.
Meira

Breyttur opnunartími

Nú er komið að vetrarfríi í skólunum í Skagafirði og breytist opnunartími sundlaugarinnar í Varmahlíð á meðan það stendur yfir. Fimmtudaginn 11. febrúar verður opið milli kl 14 og 21 og föstudaginn 12. febrúar verður lokað.
Meira

Almennur fundur

Alþingismennirnir Einar Kristinn Guðfinnsson og Haraldur Benediktsson boða til almenns fundar á Kaffi Krók, Sauðárkróki miðvikudaginn 10. febrúar nk. kl. 20. Á fundinn mætir einnig Ari Edvald, forstjóri MS og formaður atvinnumálanefndar Sjálfstæðisflokksins.
Meira

Hreinsun vega langt komin en þungfært á Siglufjarðarvegi

Það snjóar á Norðurlandi en samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru þó flestir vegir vel færir og hreinsun vega langt komin. Enn er þó þungfært á Siglufjarðarvegi. Norðan 8-15 og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Lægir smám saman á morgun. Frost 2 til 10 stig.
Meira