Skagafjörður

Haukar höfðu sigur í fyrsta leik

Tindastólsmenn héldu suður yfir heiðar í gær og heimsóttu Hauka í Hafnarfjörðinn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og voru Stólarnir heldur beittari í sókninni og höfðu nauma forystu í hléi. Heimamenn komu hinsvegar einbeittir til leiks í síðari hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, 73-61.
Meira

Nýtt lag með Gillon

Um miðjan apríl kemur út platan Gillon, en hún er nefnd eftir flytjandanafni Gísla Þórs Ólafssonar og jafnframt hans 4. sólóplata. Meðfylgjandi er lagið My Special Mine, en það er eina enska lagið á plötunni og eina enska lagið sem Gillon hefur gefið út.
Meira

Ketubjörgin séð úr lofti

Fylgst hefur verið grannt með stórri sprungu sem myndast hefur í Ketubjörgum á Skaga undanfarið og hefur hún verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðan í byrjun síðasta árs. Bjargsneiðin, sem losnað hefur frá, stendur enn og náði Róbert Daníel Jónsson tilkomumiklum myndum af bjarginu með notkun flygildis. Auk þess að sýna bjargsneiðina frá nýju sjónarhorni þá sýna myndirnar það mikla landbrot sem á sér stað í bjarginu.
Meira

Tæpar 70 milljónir í styrki

Föstudaginn 1. apríl sl. úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra styrkjum við athöfn í Félagsheimilinu Ljósheimum, Skagafirði. Styrkirnir eru veittir skv. samningi ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019 og er Uppbyggingarsjóðurinn sá hluti samningsins er snýr að styrkveitingum í ofangreindum málaflokkum.
Meira

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir hlýtur hvatningarverðlaun sjávarútvegsins

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, sem stýrir fyrirtækinu IceProtein á Sauðárkróki, hlaut Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins sem veitt voru á ársráðstefnu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi árið 2016 sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er hún sögð öflugur frumkvöðull sem skapar tækifæri í heimabyggð.
Meira

„Fótboltinn hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu“

Bryndís Rún Baldursdóttir, tvítug stúlka frá Sauðárkróki, hefur spilað fótbolta frá barnsaldri. Þegar hún flutti til London til að starfa sem au pair stúlka gat hún ekki hugsað sér að vera þar ytra í hálft ár án þess að vera spila fótbolta. Hún hafði samband við kvennalið Crystal Palace, þar sem hún býr, og var boðin velkomin í liðið.
Meira

Erindi um endurheimtingu votlendis norðan við Hofsós

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var lagt fyrir erindi frá Björgvini Guðmundssyni vegna endurheimtingar votlendis í svonefndum flóa norðan við Hofsós.
Meira

Bónus opnar verslun við Freyjugötu

Frestur til að senda inn kauptilboð í gamla barnaskólahúsið við Freyjugötu á Sauðárkróki er runninn út og hefur verið farið yfir umsóknir. Besta tilboðið barst frá Hagar Verslanir ehf. sem rekur Bónusverslanir um allt land og er ætlunin að opna nýja verslun í húsinu. „Við höfum ekki opnað nýja verslun um nokkurt skeið og höfum lengi haft augastað á Skagafirði. Þegar við sáum húsnæðið auglýst til sölu stukkum við á tækifærið,“ sagði talsmaður verslunarkeðjunnar í samtali við Feyki.
Meira

Tindastólsmenn mæta Haukum í undanúrslitum

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Fyrir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur voru KR, Tindastóll og Haukar búin að tryggja sig áfram og þegar æsilegum leik var lokið í Garðabænum höfðu Njarðvíkingar bæst í þann hóp. Njarðvíkingar mæta því KR-ingum en Haukar fá Tindastól og verður fyrsti leikur liðanna í Hafnarfirði nk. sunnudagskvöld.
Meira

Fámennt á móti í gæðingafimi

Eins og sagt var frá á feyki.is í morgun sigraði Artemisia gæðingafimi KS-Deildarinnar sem fór fram í gærkvöldi. Samkvæmt fréttatilkynningu var þetta í annað sinn sem boðið var upp á þessa keppnisgrein. „Það verður að segjast eins og er að áhugi virtist ekki vera mikill á greininni hjá áhorfendum sem voru fáir í gærkvöldi. Áhugi knapa virtist einnig mismikill,“ segir í fréttatilkynningu frá Meistaradeild Norðurlands.
Meira