Skagafjörður

Þórarinn Eymundsson er liðstjóri Hrímnis

Meistaradeild Norðurlands kynnir annað lið KS-Deildarinnar 2016 til leiks en keppnin hefst þann 17. febrúar nk. Það eru sigurvegararnir frá því í fyrra, lið Hrímnis. Það skipa; Þórarinn Eymundsson liðstjóri, Valdimar Bergstað, Líney María Hjálmarsdóttir og nýliðinn Helga Una Björnsdóttir sem tekur sæti Harðar Óla.
Meira

Veðrið einna verst í Húnaþingi vestra - „Hver aðstoðarbeiðnin á fætur annarri“

Ekkert ferðaveður var á Norðurlandi vestra í gærkvöldi, þá sérstaklega í Húnaþingi vestra. Ökumenn lentu í vandræðum og björgunarsveitir stóðu í ströngu, samkvæmt því sem segir á Facebook-síðu Lögreglunnar á NLV. Lögreglan beindi því til ökumanna að vera ekki á ferðinni. „Til að mynda tók það björgunarsveitarmenn á breyttri jeppabifreið tvær klukkustundir að aka frá Hvammstanga að Víðihlíð sem alla jafna er um 20 mínútna akstur,“ segir á síðunni.
Meira

Fúlt að moka frosinn völlinn fyrir æfingar

Knattspyrnuiðkendur hjá Tindastóli eru orðni langþreyttir á aðstöðuleysinu á Sauðárkróki. Hitalögnin undir gervigrasinu hefur verið biluð undanfarna tvo vetur og þarf því að byrja á því að moka völlinn fyrir æfingar.
Meira

Ekkert ferðaveður um norðanvert og norðvestanvert landið í dag og á morgun

Varað er við stormi eða roki (20 til 28 m/s) um landið sunnan- og vestanvert síðdegis, en norðan- og austanlands í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er spáð vaxandi austanátt og snjókoma, 18-25 og talsverð snjókoma í kvöld, hvassast á annesjum. Lægir í fyrramálið og styttir að mestu upp eftir hádegi. Frost 0 til 5 stig.
Meira

Anthony Gurley til liðs við Tindastólsmenn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur tryggt sér annan bandarískan leikmann fyrir baráttuna framundan. Það er Anthony Gurley, 28 ára gamall fjölhæfur leikmaður. Bæði Gurley og Myron Dempsey eru komnir með leikheimild og ættu að vera til í slaginn gegn Njarðvíkingum í kvöld.
Meira

„Velkomin á Norðurland vestra“ - skemmtilegt kynningarmyndskeið um NLV

Textílsetur Íslands á Blönduósi hefur birt skemmtilegt kynningarmyndskeið á netinu um Norðurlandi vestra. Í myndskeiðinu er sagt stuttlega frá helstu atvinnugreinum svæðisins og hvað það er einna þekktast fyrir, s.s. ullarframleiðslu, menningu og listir og mikla náttúrufegurð.
Meira

Framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Creditinfo hefur birt lista yfir þau 682 fyrirtæki af tæplega 35.842 sem skráð eru í hlutafélagaskrá sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2015. Þetta er í sjötta sinn sem Creditinfo gefur út listann en af þeim 682 fyrirtækjum sem komust á lista eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra.
Meira

Less is more

Nú eru útsöluslárnar að hverfa hægt og rólega úr búðunum og nýjar vörur fara að streyma inn, mér til mikillar ánægju. Við Íslendingar erum reyndar ekki alveg tilbúin í að kaupa vor og sumarvörur strax, þar sem allt er á kafi í snjó ennþá, en það eru einmitt vörurnar sem við förum að sjá í „nýjar vörur“ rekkunum á næstunni.
Meira

Leki í kalda vatninu á Hólavegi

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Skagafjarðarveitum er kominn upp leki í kalda vatninu sunnarlega á Hólavegi. Til að viðgerð geti farið fram þarf að loka fyrir rennsli á Hólavegi sunnan Öldustígs, Hólmagrund og Fornósi.
Meira

Fyrirlestur um rjúpnarannsóknir á Kaffi Krók

Skotfélagið Ósmann og SKOTVÍS bjóða til fyrirlesturs á niðurstöðum og túlkun Arne Sólmundssonar á niðurstöðum rjúpnarannsókna síðustu ára. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Krók, neðri hæð, Sauðárkróki föstudagskvöldið 5. febrúar kl. 20.00.
Meira