Skagafjörður

Byggðastofnun byggir nýtt húsnæði undir stofnunina á Sauðárkróki

Byggðastofnun ætlar að byggja nýtt húsnæði undir stofnunina á Sauðárkróki. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Herdís Sæmundardóttir formaður stjórnar greina frá fyrirætlununum í opnuviðtali nýjasta tölublaðs Feykis sem út kom í gær.
Meira

Viðamikil kynning hjá Kiwanis á laugardaginn

Kiwanisklúbburinn Drangey í Skagafirði hefur ýmislegt á prjónunum nú á þessu starfsári, að sögn Ólafs Jónssonar, framámanns í klúbbnum. „Starf klúbbsins er í blóma og má segja að hið mikla átak er við stóðum fyrir á síðasta ári skili sér í góðu starfi,“ sagði hann í samtali við Feyki á miðvikudaginn.
Meira

Sterkur lokasprettur Stólanna og mikilvægur sigur á Njarðvíkingum í Síkinu

Sprækir Njarðvíkingar mættu í Síkið í kvöld og spiluðu hörkuleik við lið Tindastóls. Gestirnir voru lengstum skrefinu á undan með Loga Gunnars í stuði og Atkinson ólseigan en Stólarnir reyndust þó seigari á lokametrunum, náðu forystunni þegar mestu skipti og gestirnir fóru á taugum. Lokatölur 88-79 fyrir Tindastól.
Meira

PAPCO til samstarfs við Fjölnet

Pappírsvörufyrirtækið PAPCO hefur nú gert nýjan viðskiptasamning við Fjölnet. Samkvæmt samningnum tekur Fjölnet að sér hýsingu og rekstur á öllum miðlægum kerfum og nær hann jafnframt til afritunar á öllum gögnum fyrirtækisins. Starfsmenn PAPCO fá einnig aðgang að þjónustuveri Fjölnets.
Meira

Sprungan í Ketubjörgum orðin 2-3 metra breið á yfirborði

Stór sprunga í Ketubjörgum á Skaga hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðan í byrjun síðasta árs. Nú er svo komið að sprungan er orðin 2-3 metrar á breidd á yfirborði. Svæðið var girt af með lögregluborðum sl. sumar og ferðamenn ítrekað varaðir við hættum sem af sprungunum stafa. Sprungan er í björgunum í Syðri-Bjargarvík en Ketubjörgin eru vinsæll útsýnis- og áningarstaður við vestanverðan Skagafjörð.
Meira

Umsóknarfrestur nálgast hratt

Í fréttatilkynningu frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra er minnt á það að umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum nálgist hratt, en hann rennur út næstkomandi mánudag, 15. febrúar.
Meira

„Að sjálfsögðu! Ég er Skagfirðingur“

Guðmar Freyr Magnússon 15 ára leikmaður Tindastóls slasaðist í fótboltaleik við KA á Akureyri um sl. helgi. Lögregla og sjúkralið var kallað á vettvang til að flytja Guðmar á sjúkrahús sem hafði fengið slæmt högg á nefið. Tilsvör Guðmars vöktu athygli á samfélags- og netmiðlum þegar Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá atvikinu á Facebook-síðu sinni. „Þegar búið var að binda um sárið var hann spurður hvort hann treysti sér að standa upp og leggjast í börurnar. Þá lá ekki á svarinu: „Að sjálfsögðu! Ég er Skagfirðingur“. Feykir leit í heimsókn til Guðmars sl. mánudag.
Meira

Lækkum leiguverð

Það er staðreynd að veruleg fjölgun hefur átt sér stað á leigumarkaði, frá árinu 2008. 20,8% heimila voru á leigumarkaði árið 2014, samanborið við 12,9 % árið 2008. Auk þessa hafa kannanir, m.a. frá ASÍ sýnt fram á að margir þeirra sem búa á leigumarkaði, búa við verulega þungan húsnæðiskostnað. Algengt er að sá húsnæðiskostnaður nemi á bilinu 40 – 70 % af ráðstöfunartekjum.
Meira

Ísólfur kemur í stað Hönnu Rúnar í Íbess-Hleðslu

Fjórða liðið sem mun taka þátt í KS-Deildinni í ár er Íbess-Hleðsla. Liðstjóri er Jóhann B. Magnússon og með honum er Magnús Bragi Magnússon, Ísólfur Líndal Þórisson og Anna Kristín Friðriksdóttir.
Meira

Stjórn SSNV ályktar vegna fyrirhugaðrar skerðingar á póstþjónustu

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á N orðurlandi vestra, SSNV, hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmæli þeirri ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar að heimila Íslandspósti að draga úr póstdreifingu í aðildarsveitarfélögunum sjö sem standa að SSNV.
Meira