Skagafjörður

Heildarstefna í húsnæðismálum

Á sumarþingi 2013 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu í 10 liðum. Um var að ræða aðgerðaáætlun sem fól það m.a. í sér að taka á skuldavanda heimila, auka stöðugleika og gagnsæi á húsnæðislánamarkaði og vinna að framtíðarskipan húsnæðismála, þar á meðal úrbótum á leigumarkaði.
Meira

Draupnir/Þúfur keppir í KS-Deildinni í vetur

Meistaradeild Norðurlands hefur nú kynningu á liðum KS-Deildarinnar 2016 en keppnin hefst þann 17. febrúar nk. Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks er Draupnir/Þúfur. Liðstjóri er Mette Mannseth og með henni í liði eru Gísli Gíslason, Barbara Wenzl og Artemisia Bertus en hún kemur ný inn í þetta lið.
Meira

Gaf landsvölu sem var fönguð í Árskóla árið 1973

Árskóli á Sauðárkróki var afhent flotta gjöf í dag þegar Ingólfur Sveinsson kom færandi hendi og gaf Árskóla tvo uppstoppaða fugla, landsvölu og tildru. „Það er gaman að segja frá því að landsvalan sem er sjaldgæfur fugl á Íslandi, fannst í skólahúsi Árskóla við Skagfirðingabraut haustið 1973 þegar hluti hússins var enn í byggingu. Fuglinn, sem átti enga möguleika á að lifa hér á landi, flaug inn í hálfbyggt húsið. Hann var fangaður og settur í búr, en lifði aðeins tvo daga, “ segir á vef Árskóla.
Meira

Staða viðræðna um nýja búvörusamninga á lokametrunum

Samninganefnd bænda hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna stöðu viðræðna um nýja búvörusamninga en viðræður milli fulltrúa bænda og stjórnvalda hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Í yfirlýsingunni kemur fram að samningagerð sé nú langt komin en henni er þó ekki lokið. „Samninganefndin mun á næstu dögum leggja allt kapp á að klára samningana svo hægt sé hefja kynningu á þeim í heild meðal bænda,“ segir í yfirlýsingunni.
Meira

„Viðtökurnar alveg ótrúlegar og þessi verðlaun algjör kóróna“

Hlustendaverðlaunin 2016 fóru fram í Háskólabíói sl. föstudagskvöld. Þar fóru skagfirsku drengirnir, Helgi Sæmundur Guðmundsson og Arnar Freyr Frostason, í hljómsveitinni Úlfur Úlfur heim með verðlaun fyrir bestu plötu ársins, Tvær plánetur, en platan kom út í byrjun síðasta sumars. Félagarnir eru að vonum hæstánægðir með þær góðu viðtökur sem platan hefur fengið.
Meira

Hvessir síðdegis með ofanhríð

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi en þó eru aðeins hálkublettir í Skagafirði. Í ábendingu frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar segir að hvessa eigi með ofanhríð um landið norðvestanvert. Síðdegis verði snjókoma og skafrenningur frá Snæfellsnesi og Dölum, vestur og norður um Strandir, Skaga, Fljót og utanverðan Eyjafjörð. Hringvegurinn frá Holtavörðuheiði til Akureyrar verður hins vegar að mestu í sæmilegu vari.
Meira

Myron Dempsey tekur við af Jerome Hill

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt er frá því að gengið hefur verið frá ráðningu á nýjum kana en Stólarnir hafa á ný samið við Myron Dempsey sem lék með liðinu á síðasta tímabili.
Meira

Þriðja svekkelsis tapið í röð hjá Stólunum

Tindastólsmenn töpuðu þriðja leiknum í röð í Dominos-deildinni í gærkvöldi þegar þeir sóttu Hauka heim í Hafnarfjörðinn. Leikurinn var jafn og spennandi en varnarleikur liðanna var heldur öflugri en sóknarleikurinn. Það voru hinsvegar heimamenn sem reyndust kraftmeiri á lokamínútunum og sigruðu 79-76.
Meira

Samið við lægstbjóðandi um byggingu skjólgarðs

Í fundargerð Umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar frá því í dag, 29. janúar, kemur fram að tilboð í skjólgarð við smábátahöfn á Sauðárkróki voru opnuð þann 12. janúar sl., á sameiginlegum símafundi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki og Siglingasviði Vegagerðarinnar í Reykjavík. Alls bárust þrjú tilboð í verkið og voru þau svohljóðandi;
Meira

Tillaga um endurheimt votlendis við Hofsós

Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í dag var lagt fram bréf frá Björgvin Guðmundssyni, dagsett 20. maí 2015, þar sem hann leggur til að Landbúnaðarnefnd beiti sér fyrir því að mokað verði ofan í skurði í svonefndum flóa norðan við Hofsós, til að endurheimta votlendi og byggja upp fuglalíf.
Meira