Hill gaf Helga og félögum einn á snúðinn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.03.2016
kl. 23.29
Þriðji leikurinn í einvígi Keflavíkur og Tindastóls fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Með sigri hefðu Stólarnir sent heimamenn í sumarfrí en Keflvíkingar voru ekkert á þeim buxunum, náðu upp prýðis baráttu og góðum leik á meðan flest fór í baklás hjá Tindastólsmönnum. Lokatölur urðu 95-71 og ljóst að Stólarnir verða að girða sig í brók fyrir fjórða leikinn sem fram fer í Síkinu annan í páskum.
Meira
