Skagafjörður

Breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga mótmælt

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) mótmæla þeim hugmyndum sem koma fram í þingskjali nr. 290, um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir að auknum tekjum Jöfnunarsjóðs vegna hlutdeildar í sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki verði ráðstafað árlega í samræmi við álagt heildarútsvar ársins 2013. Þetta kemur fram í fundargerð SSNV frá 12. janúar sl.
Meira

Skólahúsnæði við Freyjugötu verður sett á sölu

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að skólahúsnæðið við Freyjugötu á Sauðárkróki verði auglýst til sölu, þ.e. gamli barnaskólinn. Þetta kemur fram í fundargerð Byggðarráðs frá því í gær.
Meira

Samningur um sjúkraflutninga á starfssvæði HSN í Skagafirði undirritaður

Í gær var skrifað undir samning um sjúkraflutninga á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Skagafirði. Heildarupphæð samningsins er 30.000.000 á ári og tekur hann tillit til alls kostnaðar við mannahald, þjálfun og menntun ásamt eftirliti með búnaði greiningasveitar. Samkvæmt fréttatilkynningu gildir samningurinn til 5 ára og nær til allra sjúkraflutninga í Skagafirði utan Fljóta sem njóta þjónustu frá Fjallabyggð.
Meira

Íbúafundur í Skagafirði um samfélagsleg áhrif virkjanakosta

Íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi er boðið til opins íbúafundar á Kaffi Krók Sauðárkróki á morgun, laugardaginn 30. janúar, til að ræða samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Skagafirði. Til fundarins boðar faghópur 3, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar, í samvinnu við við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Meira

„Hlustuðum á margar sögur, flestar afskaplega sorglegar“

Skotta Film stefnir á að framleiða tvo sjónvarpsþætti um flóttamanna aðstoð Íslands. Annars vegar um ástandið hjá flóttamönnum frá Sýrlandi sem staddir eru í Líbanon og hins vegar um þær fjölskyldur sem komu til Íslands á dögunum og aðlögun þeirra, með sérstaka áherslu á fjölskyldurnar sem setjast að á Akureyri. Árni Gunnarsson kvikmyndargerðamaður ferðaðist til Beirút í Líbanon dagana 12.-19. janúar sl., ásamt Önnu Sæunni Ólafsdóttur kvikmyndagerðarkonu, til að kynna sér aðstæður þar ytra og fylgja flóttamönnunum heimleiðis.
Meira

Alvarlegur hrossasjúkdómur landlægur í nágrannalöndunum aldrei greinst hérlendis

Í tengslum við umræðu um kverkeitlabólgu í Svíþjóð vill Matvælastofnun vekja athygli á mikilvægi smitvarna til að viðhalda góðri sjúkdómastöðu í hrossum hér á landi. Í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun segir að Kverkeitlabólga sé alvarlegur hrossasjúkdómur sem telst landlægur í öllum okkar nágrannalöndum þó alla jafna takist að einangra þau tilfelli sem upp koma og hindra faraldra.
Meira

Börn á Ársölum leika sér í sólarupprásinni

Himininn á Norðurlandi vestra var einstaklega fagur í síðastliðinni viku. Hver dagur á eftir öðrum hófst með appelsínugulum og bleikum bjarma sem litaði allt umhverfið og enduðu dagarnir með sömu litadýrðinni.
Meira

Kannast þú við þetta umslag?

Þetta umslag fór á vitlaust heimilisfang. Sá sem fékk póstsendinguna vill endilega koma henni á réttan stað og óskar eftir upplýsingum. Umslagið var póstlagt á Sauðárkróki þann 3. nóvember 2015.
Meira

Austur-Húnavatnssýsla áberandi á Mannamóti

Markaðsstofur landshlutanna, sem eru sex talsins, standa árlega fyrir Mannamóti, sem er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum, sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, og síðast en ekki síst að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar.
Meira

Hæg breytileg átt og él í dag

Fremur hæg breytileg átt og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en norðaustan 8-13 á Ströndum seint í kvöld. Norðaustan 10-18 og él á morgun, en hægari inn til landsins, einkum austantil. Frost 1 til 8 stig. Hálka og hálkublettir er á vegum.
Meira