Skagafjörður

Haukar komu, sáu og sigruðu

Haukar komu í heimsókn í Síkið í kvöld á afmælisdaginn sinn og stefndu að sigri gegn liði Tindastóls í fjögurra liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og úrslitin ekki ljós fyrr en eftir að leik lauk. Þá kom í ljós að Helgi Margeirs hleypti af byssunni sekúndubroti of seint og leiktíminn úti þegar þristurinn þaut af stað í átt að körfunni. Haukar fögnuðu því sæti í úrslitarimmunni gegn KR eða Njarðvík og verður að segjast eins og er að þeir voru sterkara liðið í einvíginu. Lokatölur urðu 68-70.
Meira

„Vorið kemur bráðum“

Vorhátíð Vélavals verður haldin föstudaginn 15. apríl. Boðið verður upp á grillaðar pylsur í hádeginu. Í fréttatilkynningu frá versluninni segir að vorvörurnar séu farnar að streyma inn, m.a. fullt af nýjum leiktækjum fyrir landbúnað.
Meira

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar veitt í fyrsta sinn í Sæluviku

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga 2016 verða Samfélagsverðlaun Skagafjarðar veitt í fyrsta sinn. Verðlaunin verða veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykir standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag, að því er fram kemur á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Áætlað að halda Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2018

Áætlað er að Landsmót Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) verði haldið á Sauðárkróki sumarið 2018. Til stendur að undirrita samning þessa efnis við forsvarsmenn sveitarfélagsins og Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS).
Meira

Annir í umferðaeftirliti hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Alls voru 54 ökumenn verið stöðvaðir vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra í síðustu viku, þar af voru tólf erlendir ferðamenn. Þá er einn ökumaður, stöðvaður í Skagafirði, grunaður um ölvun við akstur en hann mældist á 113 km/klst. „Verkefni síðastliðinnar viku eru af ýmsum toga en þar spila umferðarmálin stærstu rulluna samkvæmt venju. Veður og aðstæður hafa verið mjög góðar og þá hættir mönnum til að aka of hratt,“ segir í færslu lögreglunnar á Facebook.
Meira

Sögulegt samkomulag um vinnustaðaeftirlit

Sögulegt samkomulag hefur náðst á milli 14 stéttarfélaga sem eru starfandi í Eyjafirði og á Norðurlandi vestra um stóraukið vinnustaðaeftirlit með því að ráða einn sameiginlegan verkefnastjóra fyrir vinnustaðaeftirlit á svæðinu, eins og greint er frá á vef Stéttarfélagsins Samstöðu.
Meira

Framhaldsskóli í tónlist

Ríkisstjórnin hefur að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra samþykkt að settur verði á laggirnar framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist. Skólanum er ætlað að bjóða upp á framhaldsskólanám með áherslu á hljóðfæraleik og söng samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla, þannig að nemendur ljúki stúdentsprófi af tónlistarbraut.
Meira

Fjórði leikur Tindastóls og Hauka er í Síkinu í kvöld! Hvar ætlar þú að vera?

Fjórði leikur í einvígi Tindastóls og Hauka í fjögurra liða úrslitum Dominos-deildarinnar fer fram í kvöld kl. 19:15 í Síkinu. Það má reikna með rosalegum baráttuleik og Stólarnir munu ekki gefa þumlung eftir gegn sterku liði Hauka. Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá Tindastólsmönnum og því alveg kristaltært að stuðningsmenn verða að fjölmenna í Síkið og styðja sína menn til sigurs.
Meira

Drög að flokkun virkjanakosta kynnt í Miðgarði á morgun

Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir drög að tillögu sinni að flokkun virkjunarkosta í Menningarhúsinu Miðgarði, þann 12. apríl nk. milli kl 20-22, samkvæmt fréttatilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Meira

Sigur í tveimur af þremur leikjum í Lengjubikar

Lengjubikarinn í knattspyrnu er farinn af stað og hefur Meistaraflokkur kvenna í Tindastóli leikið þrjá leiki í bikarnum, þar af sigrað tvo leiki. Tindastóll leikur í C-deild kvenna riðil 3 og er í 2. sæti með 6 stig.
Meira