Skagafjörður

Stofnfundur fyrir nýtt hestamannafélag í Skagafirði

Stofnfundur fyrir Hestamannafélagið Skagfirðing verður haldinn í Tjarnarbæ í dag, þriðjudaginn 16. febrúar, kl. 20:00. „Hestamenn í Skagafirði eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessum tímamótum í skagfirskri hestamennsku,“ segir í auglýsingu frá sameiningarnefndinni í Sjónhorninu.
Meira

Dregur smám saman úr vindi með morgninum

Suðvestan ofsaveður er fram undir kl. 09 til 10 á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi, en dregur smám saman úr vindi með morgninum, sunnan 8-15 annað kvöld. Frost 1 til 6 stig. Á Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði.
Meira

Trefjaplastbáturinn Agla ÁR 79 sjósettur - myndir

Þann 3. febrúar var sjósettur fyrsti báturinn sem smíðaður er hjá fyrirtækinu Mótun á Sauðárkróki. Um er að ræða trefjaplastbát af tegundinni Gáski 1180. Ber hann nafnið Agla ÁR 79 og er í eigu fyrirtækisins AAH ehf. sem hefur aðsetur í Reykjavík.
Meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Handverkshátíð 2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir þátttakenda á Handverkshátíð við Hrafnagil sem haldin verður dagana 4. – 7. ágúst næstkomandi. Líkt og undangengni ár geta þátttakendur sótt um sölubás á innisvæði, útisvæði eða í matvælatjaldi. Með umsókn skuldbindur sýnandi sig til að taka þátt í sýningunni alla 4 sýningardagana.
Meira

Tindastóll hlýtur Grasrótarverðlaun KSÍ

Grasrótarverðlaun KSÍ árið 2016 hlýtur Ungmennafélagið Tindastóll. Á Facebook-síðu KSÍ segir að Tindastóll hafi um áraraðir haldið úti knattspyrnumóti fyrir bæði stráka og stelpur með miklum sóma, Landsbankamót Tindastóls fyrir stúlkur í 6. og 7. flokki og Króksmót Tindastóls fyrir drengi í 5., 6. og 7. flokki.
Meira

Kosning um nýja kjarasamninga stendur yfir

Nú stendur yfir kosning um kjarasamning fyrir félagsmenn Verslunarmannafélags Skagafjarðar og þá félagsmenn Öldunnar stéttarfélags sem starfa á almennum vinnumarkaði.
Meira

Fanney Dögg liðsstjóri Mountain Horse

Sjötta og næst síðasta liðið sem kynnt er til leiks fyrir KS-Deildina 2016 er lið Mountain Horse. Liðstjóri er Fanney Dögg Indriðadóttir og með henni eru Elvar Logi Friðriksson, Hallfríður S. Óladóttir og Hans Þór Hilmarsson. „Þarna er athyglisvert lið á ferðinni,“ segir í fréttatilkynningu frá Meistaradeild Norðurlands.
Meira

Tónleikar Kvennakórsins Sóldísar nk. sunnudag

Kvennakórinn Sóldís heldur árlega konudagstónleika næstkomandi sunnudag, 21. febrúar, kl. 15:00 í Menningarhúsinu Miðgarði. Söngstjóri er Helga Rós Indriðadóttir og leikur undir Rögnvaldur Valbergsson. Einsöngvarar eru Ólöf Ólafsdóttir og Íris Olga Lúðvíksdóttir.
Meira

Skil með úrkomu og hlýnandi veðri fer yfir landið

Spáð er suðaustan 18-23 og slyddu með morgninum á Ströndum og Norðurlandi vestra, en mun hægari og snjókomu síðdegis. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust um tíma á morgun. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar kemur fram að skil með úrkomu og hlýnandi veðri fari norður yfir landið í dag.
Meira

Agnar Þór stýrir liði Líflands

Lið Líflands er fimmta liðið sem við kynnt er til leiks fyrir komandi tímabil í KS-Deildinni 2016. Liðstjóri er Agnar Þór Magnússon.
Meira