Haukar komu, sáu og sigruðu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
12.04.2016
kl. 23.19
Haukar komu í heimsókn í Síkið í kvöld á afmælisdaginn sinn og stefndu að sigri gegn liði Tindastóls í fjögurra liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og úrslitin ekki ljós fyrr en eftir að leik lauk. Þá kom í ljós að Helgi Margeirs hleypti af byssunni sekúndubroti of seint og leiktíminn úti þegar þristurinn þaut af stað í átt að körfunni. Haukar fögnuðu því sæti í úrslitarimmunni gegn KR eða Njarðvík og verður að segjast eins og er að þeir voru sterkara liðið í einvíginu. Lokatölur urðu 68-70.
Meira
