Skagafjörður

N4 hlýtur Hvatningarverðlaun bænda í Eyjafirði

Búnaðarsamband Eyjafjarðar (BSE) veitir árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framtak tengt landbúnaði og/eða úrvinnslu landbúnaðarafurða. Viðurkenningin getur verið fyrir vel unnin störf, athyglisverða nýjung eða einstakan árangur. Á aðalfundi félagsins í vikunni voru þessi verðlaun veitt sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri.
Meira

Landsmót hestamanna verður sýnt á RÚV

Landsmót hestamanna og RÚV hafa gert með sér samning um samstarf á Landsmótinu á Hólum sem hefst 27. júní nk. Samningurinn gerir ráð fyrir að RÚV muni sýna beint frá stærstu keppnisgreinum Landsmóts á föstudegi og laugardegi auk þess að búa til samantektarþætti frá mótinu. Greint er frá þessu á landsmot.is.
Meira

Sundlaugin á Hofsósi lokuð á morgun

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð vegna viðhalds á morgun, fimmtudaginn 14. apríl.
Meira

Ársfundur Byggðastofnunar á föstudaginn

Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn föstudaginn 15. apríl 2016 í Miðgarði í Skagafirði. Á ársfundinum er fjölbreytt dagskrá og þar verður meðan annars veitt hin árlega viðurkenning Landstólpinn.
Meira

Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði í gær

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í sal bóknámshúss FNV í gær og þar öttu kappi tólf nemendur úr öllum grunnskólunum Skagafjarðar og lásu textabút úr sögu og tvö ljóð. Nemendurnir stóðu sig með stakri prýði og báru þess glöggt vitni að hafa æft sig af kappi og fengið góða þjálfun hjá kennurum sínum. Nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar léku svo nokkur lög fyrir gesti hátíðarinnar.
Meira

Háhraða 4G samband á Króknum

Símafyrirtækið Nova hefur nú sett upp 4G sendi og langdrægt 3G sem mun efla samband á Sauðárkróki. „Við hlökkum til að geta þjónustað viðskiptavini okkar í þessum landshluta enn betur og bjóðum alla velkomna í háhraða 4G net,“ segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
Meira

Úrslitakeppni Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar

Föstudaginn 15. apríl fer lokakeppni stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar fram. Alls taka 17 keppendur þátt að þessu sinni og eins og áður eru vegleg verðlaun í boði. Fjöldi styrktaraðila kemur að keppninni, en henni er ætlað að vekja áhuga ungs fólks á námi í stærðfræði og tæknigreinum.
Meira

„Þá gömlu góðu daga“

Söngskemmtunin Manstu gamla daga stendur yfir í Skagafirði þessa dagana og þetta í sjötta sinn sem hún er sett upp. Um er að ræða skemmtun í tali og tónum og að þessu sinni er sögusviðið Skagafjörður kringum 1970.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga - Ýmsar sögur segja má

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga er fastur liður í aðdraganda Sæluviku Skagfirðinga og nýtur mikilla vinsælda. Margir glíma við fyrripartana og senda inn botna sem og semja vísur um fyrirfram gefið efni. Safnahús Skagfirðinga stendur enn vaktina og sendir út fyrriparta til hagyrðinga sem fyrr og verður hún með sama sniði og undanfarin ár.
Meira

„Gaman væri ef við náum að stofna klúbb sem bætir og kætir líf okkar og annarra í leiðinni“

Undirbúningsfundur fyrir stofnun Kvennaklúbbs Kiwanis í Skagafirði verður haldinn á Gott í gogginn á Sauðárkróki í dag kl. 17:00. „Áhugi hefur vaknað til að stofna Kvennaklúbb Kiwanis hér í Skagafirði. Það eru einungis fjórir Kiwanis kvennaklúbbar starfandi á Íslandi og einn í Færeyjum. Ísland-Færeyjar er sama umdæmið,“ útskýrir Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir í samtali við Feyki.
Meira