Skagafjörður

Magnús Ingi hlaut viðurkenningu í eldvarnagetraun

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fór fram í grunnskólum landsins í nóvember sl. þar sem nemendur í 3. bekk fengu m.a. fræðslu um eldvarnir. Tóku þeir þátt í eldvarnagetraun slökkviálfanna Loga og Glóðar og er nú búið að draga úr réttum lausnum.
Meira

Sögusetur íslenska hestsins fær styrk til þátttöku á LM 2016

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf. Skagafjarðar samþykkti að styrkja Sögusetur íslenska hestsins til þátttöku á LM 2016 í Skagafirði á fundi sínum þann 12. febrúar síðastliðinn. Styrkurinn nemur kr. 1.000.000,-
Meira

Síðasta tækifæri að skrá sig á Samgönguþing MN

Í dag er síðasta tækifæri að skrá sig á Samgönguþing MN sem haldið verður í Hofi á morgun. „Við hvetjum alla til að nota tækifærið, hlusta á fróðleg erindi og taka þátt í umræðum,“ segir í fréttatilkynningu. Fundarstjóri er Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Eftirvænting fyrir fyrsta mót KS-Deildarinnar

Fyrsta mót KS-Deildarinnar verður haldið næstkomandi miðvikudagskvöld í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst kl 19:00. Keppt verður í fjórgangi. „Mikil eftirvænting er fyrir þessu fyrsta keppniskvöldi KS-Deildarinnar. Mikið hefur verið um æfingar í Svaðastaðahöllinni að undanförnu og ljóst að liðin leggja mikið undir,“ segir í fréttatilkynningu frá Meistaradeild Norðurlands.
Meira

Stofnfundur fyrir nýtt hestamannafélag í Skagafirði

Stofnfundur fyrir Hestamannafélagið Skagfirðing verður haldinn í Tjarnarbæ í dag, þriðjudaginn 16. febrúar, kl. 20:00. „Hestamenn í Skagafirði eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessum tímamótum í skagfirskri hestamennsku,“ segir í auglýsingu frá sameiningarnefndinni í Sjónhorninu.
Meira

Dregur smám saman úr vindi með morgninum

Suðvestan ofsaveður er fram undir kl. 09 til 10 á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi, en dregur smám saman úr vindi með morgninum, sunnan 8-15 annað kvöld. Frost 1 til 6 stig. Á Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði.
Meira

Trefjaplastbáturinn Agla ÁR 79 sjósettur - myndir

Þann 3. febrúar var sjósettur fyrsti báturinn sem smíðaður er hjá fyrirtækinu Mótun á Sauðárkróki. Um er að ræða trefjaplastbát af tegundinni Gáski 1180. Ber hann nafnið Agla ÁR 79 og er í eigu fyrirtækisins AAH ehf. sem hefur aðsetur í Reykjavík.
Meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Handverkshátíð 2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir þátttakenda á Handverkshátíð við Hrafnagil sem haldin verður dagana 4. – 7. ágúst næstkomandi. Líkt og undangengni ár geta þátttakendur sótt um sölubás á innisvæði, útisvæði eða í matvælatjaldi. Með umsókn skuldbindur sýnandi sig til að taka þátt í sýningunni alla 4 sýningardagana.
Meira

Tindastóll hlýtur Grasrótarverðlaun KSÍ

Grasrótarverðlaun KSÍ árið 2016 hlýtur Ungmennafélagið Tindastóll. Á Facebook-síðu KSÍ segir að Tindastóll hafi um áraraðir haldið úti knattspyrnumóti fyrir bæði stráka og stelpur með miklum sóma, Landsbankamót Tindastóls fyrir stúlkur í 6. og 7. flokki og Króksmót Tindastóls fyrir drengi í 5., 6. og 7. flokki.
Meira

Kosning um nýja kjarasamninga stendur yfir

Nú stendur yfir kosning um kjarasamning fyrir félagsmenn Verslunarmannafélags Skagafjarðar og þá félagsmenn Öldunnar stéttarfélags sem starfa á almennum vinnumarkaði.
Meira