Skagafjörður

Leita upplýsinga um söguleg flóð í Héraðsvötnum

Veðurstofa Íslands vinnur að hættumati á helstu vatnsföllum landsins. Hluti af því verkefni er að safna öllum tiltækum upplýsingum um söguleg flóð við eftirfarandi vatnsföll og þverár þeirra:
Meira

Prófanir á spenni í aðveitustöð í nótt

Vegna rafmangsbilunarinnar í Skagafirði í gær þarf að gera prófanir á spenninum í aðveitustöðinni á Sauðárkróki. Því verður keyrt varaafl í nótt frá klukkan 00:30 til 06:00 og undir lok keyrslu þarf að taka rafmagn af í stutta stund á meðan kerfið er tengt aftur saman. Ekki er hægt að útiloka aðrar truflanir á tímabilinu, segir í tilkynningu frá Rarik.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður efnir til ljósmyndasamkeppni

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. febrúar sl. var samþykkt að efna til ljósmynda- og myndbandasamkeppni sveitarfélagsins. Var starfsmönnum nefndarinnar falið að kynna og auglýsa nánari tilhögun keppninnar.
Meira

Skagfirska mótaröðin að hefjast

Hin árlega Skagfirska mótaröð hefst annað kvöld, miðvikudagskvöldið 24. febrúar. Á þessu fyrsta móti vetrarins verður keppti í fjórgangi V5 í öllum flokkum; 1. flokki, 2. flokki, ungmenna- og barnaflokkum.
Meira

Ekki ljóst hvað olli rafmagnsleysi

Íbúar í Skagafirði ættu nú að vera komnir með rafmagn aftur en straumlaust var víða í firðinum frá því um kl. 13 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik varð alvarleg bilun í aðveitustöð en viðgerð er lokið.
Meira

Rafmagnslaust í Skagafirði

Rafmagnslaust hefur verið í Skagafirði frá því um kl. 13 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik virðist bilunin alvarleg og er verið að vinna í að koma varaafli á.
Meira

Mælavæðing í Skagafirði vel á veg komin

Mælavæðing vegna hitaveitu í þéttbýliskjörnum er vel á veg komin. Á fundi veitunefndar sveitarfélagsins í síðustu viku var farið yfir stöðu mála og þar kom fram að búið er að setja upp í allt um 650 mæla.
Meira

Mikið um að vera á Skíðasvæði Tindastóls á næstunni

Það sem af er vetri hefur tíðarfarið verið mjög gott til skíðaiðkunar í Tindastóli. Viggó Jónsson staðarhaldari segir að veðurfarslega hafi veturinn verið með eindæmum hagfelldur - ekki mikið um umhleypingar, nóg af snjó í fjallinu og mjög gott færi.
Meira

Markaðssetning til umræðu á súpufundi

Í tilkynningu frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði er minnt á súpufund sem félagið stendur fyrir í hádeginu næstkomandi miðvikudag og hefst hann klukkan 12. Á fundinum verður fjallað um markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja og mikilvægi þess að standa vel að þeim málum.
Meira

Nýir búvörusamningar undirritaðir á föstudag

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs skrifuðu undir nýja búvörusamninga sl. föstudag. Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026.
Meira