Skagafjörður

Keflvíkingar fengu að kenna á eigin meðulum í Sláturhúsinu

Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Keflavíkina í gær þar sem þeir mættu liði heimamanna sem hefur verið að gera got mót í Dominos-deildinni. Heldur hefur þó fjarað undan þeim Suðurnesjaköppum upp á síðkastið og Stólarnir létu þá aldeilis bragða á eigin meðali í fyrri hálfleik, keyrðu yfir heimamenn sem vissu ekki hvað snéri upp eða niður í Sláturhúsinu þar sem þeir eiga að þekkja hverja fjöl. Stólarnir slökuðu einum ef ekki tveimur of mikið á þegar líða fór á leikinn og mátti litlu muna að Keflvíkingar næðu að stela sigrinum í blálokin. Lokatölur 82-86 og frábær sigur staðreynd.
Meira

Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2015

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2015.
Meira

Fundað með foreldrum vegna raka - ósáttir við að ekki hafi verið pöntuð sýnataka fyrr

Raki í húsnæði yngra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki hefur valdið áhyggjum nokkurra foreldra barna leikskólans sem óttast að þar kunni að vera myglusveppur. Boðað var til fundar með foreldrum vegna þessa í gær þar sem foreldrar voru upplýstir um stöðu mála og fyrirhuguðum aðgerðum leikskólans.
Meira

Allt að 62% vinnuafls starfar hjá Framúrskarandi fyrirtækjum

Eins og sagt var frá í 6. tölublaði Feykis, fyrr í þessum mánuði, eru tólf fyrirtæki á Norðurlandi vestra á lista yfir þau 682 fyrirtæki landsins af tæplega 35.842 sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Stóðust þau fyrirtæki styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2015.
Meira

Stefnt að afhendingu nýrrar leikskóladeildar þann 15. mars

Framkvæmdir við nýja leikskóladeild í Varmahlíð hefur dregist lengur en vonir stóðu til og hefur Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar bókað á fundum sínum áhyggjur vegna þessa. Samkvæmt fréttatilkynningu á vef Svf. Skagafjarðar voru þær breytingar þurfti að gera á húsnæðinu, þ.e. gamla pósthúsinu, umfangsmeiri en áætlaðar voru í fyrstu.
Meira

Skagfirðingur Norður­landa­meist­ari í skóla­skák

Skagfirðingar eignuðust nýj­an Norður­landa­meist­ara á Norður­landa­móti í skóla­skák sem fram fór í Vaxjö í Svíþjóð um síðastliðna helgi. Óskar Vík­ing­ur Davíðsson hampaði þar sigri í flokki skák­manna 11 ára og yngri. Óskar er sonur Erlu Hlínar Hjálmarsdóttir frá Brekku og barnabarn Valdísar Óskarsdóttur.
Meira

Óskað eftir afstöðu um framkvæmd umhverfismats

Skipulagsstofnun, sem hefur til meðferðar tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu, hefur óskað eftir afstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar til þess hvort meta beri sameiginlega umhverfisáhrif svokallaðrar Sprengisandslínu, Hólasandslínu, línu milli Kröflu og Hólasands (áður Kröflulínur 3 og 4), Kröflulínu 3 og Blöndulínu 3.
Meira

Í engu samræmi við gefin fyrirheit

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af boðaðri breytingu á póstþjónustu í Skagafirði sem og á landsbyggðinni. Málið var tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi Svf. Skagafjarðar þann 17. febrúar sl. Í bókun sveitarstjórnar segir að ljóst sé boðaðar breytingar muni þýða þjónustuskerðingu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu sem skerðir samkeppnishæfni þess.
Meira

Bjartviðri og kalt í dag

Suðaustan 3-8 m/s er á Stöndum og Norðurlandi vestra, lengst af bjartviðri og frost 2 til 12 stig, kaldast til landsins. Víða er hálka á Norðurlandi en sums staðar snjóþekja á útvegum.
Meira

Leita upplýsinga um söguleg flóð í Héraðsvötnum

Veðurstofa Íslands vinnur að hættumati á helstu vatnsföllum landsins. Hluti af því verkefni er að safna öllum tiltækum upplýsingum um söguleg flóð við eftirfarandi vatnsföll og þverár þeirra:
Meira