Skilyrði að kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun
feykir.is
Skagafjörður
22.02.2016
kl. 09.34
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur auglýst eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki. Skilyrði er að kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun kaupanda ásamt tímasettri framkvæmda- og fjárhagsáætlun. „Sveitarfélagið mun setja sem skilyrði í kaupsamningi að vinnu við frágang húss að utan s.s. við þak, veggjaklæðningu, glugga, gler, útihurðir og lóð verði lokið innan tveggja ára frá undirritun kaupsamnings,“ segir í auglýsingu á vef sveitarfélagsins.
Meira
