Skagafjörður

Skilyrði að kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur auglýst eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki. Skilyrði er að kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun kaupanda ásamt tímasettri framkvæmda- og fjárhagsáætlun. „Sveitarfélagið mun setja sem skilyrði í kaupsamningi að vinnu við frágang húss að utan s.s. við þak, veggjaklæðningu, glugga, gler, útihurðir og lóð verði lokið innan tveggja ára frá undirritun kaupsamnings,“ segir í auglýsingu á vef sveitarfélagsins.
Meira

Ófært á Þverárfjallsvegi

Á Norðurlandi er hálka og snjóþekja á vegum en ófært er á Þverárfjalli, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Þungfært er á Siglufjarðarvegi frá Ketilás í Siglufjörð. Samkvæmt spá Veðurstofunnar snýst í hæga suðlæga átt á dag á Ströndum og Norðurlandi vestra, léttir til og kólnar.
Meira

Sæluvikustykki í startholunum

Leikfélag Sauðárkróks boðar til fundar á mánudagskvöldið, 22. febrúar, í þeim tilgangi að hleypa af stokkunum undirbúningsvinnu við hið árlega Sæluvikustykki. Verður fundurinn haldinn á Kaffi Krók og hefst klukkan 20:00.
Meira

Verðmætabjörgun í Fljótum

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit stóð í stórræðum í gær við verðmætabjörgun eftir að fiskflutningabíll fór út af veginum rétt við bæinn Hraun í Fljótum. Tólf meðlimir sveitarinnar sinntu útkallinu. Um sjö klukkustundir tók að sækja fiskinn sem dreifst hafði upp um alla móa. Morgunblaðið greindi frá þessu.
Meira

„Loksins, loksins á leið í aðgerð til Svíþjóðar“

Barátta hennar Maríu Óskar Steingrímsdóttur frá Sauðárkróki fyrir því að fá að komast til Svíþjóðar í læknismeðferð hefur loks skilað árangri. Tveimur árum og þremur mánuðum eftir að ferlið hófst hefur María fengið grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum og á bókaðan tíma í aðgerð á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í næsta mánuði. María sagði sögu sína í einlægu viðtali í Feyki í desember síðastliðnum. Feykir samgleðst Maríu og heyrði í henni.
Meira

Það snjóar á Króknum!

Það hefur verið stillt veðrið á Sauðárkróki síðasta sólarhringinn en í gærkvöldi fór að snjóa og hafa Króksarar varla haft undan að hreinsa snjóinn af bílum sínum það sem af er degi. Um er að ræða hálfgerðan klessusnjó enda hiti verið yfir frostmarki eða um frostmark. Útlit er fyrir að það snjói áfram um helgina en Veðurstofan gerir ráð fyrir að með kvöldinu snúist vindurinn og blási úr norðri um helgina og það jafnvel nokkuð duglega.
Meira

Strákar, ekki gleyma Konudeginum á sunnudaginn

Ég henti í smá pistil fyrir kvenþjóðina fyrir Bóndadaginn en nú er komið að ykkur strákar að gefa konunni eitthvað sniðugt á Konudaginn. Nú þarf ég að passa mig að hafa pistilinn ekki of langan því þið viljið hafa allt einfalt því ef það verður of flókið þá gætuð þið fengið valkvíða og hætta við að gefa elskunni ykkar gjöf, og það má alls ekki gerast. Þetta snýst ekki um að hafa gjöfina dýra heldur er það hugsunin á bak við gjöfina sjálfa.
Meira

Vill skýringu á ávinningi af sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni

Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, hefur beint spurningum til heilbrigðisráðherra um ávinning af sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Elsa Lára óskar eftir upplýsingum um sparnað af sameiningu eftirtalinna heilbrigðisstofnana: Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, þ.e. á Akranesi, í Borgarnesi, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, á Hólmavík og Hvammstanga. Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, þ.e. á Patreksfirði og Ísafirði. Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, þ.e. á Blönduósi og Sauðárkróki.
Meira

„Við ákváðum að finna okkur eitthvað að gera“

Hjónin Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal hafa búið á Sauðárkróki síðan 1996, en þau áttu engin tengsl við staðinn áður en þau fluttu þangað ásamt fjórum börnum sínum fyrir utan nokkra kunningja og vini. Í dag eiga þau og reka tvö fyrirtæki sem eru umsvifamikill í veitinga- og gistihúsageiranum á Sauðárkróki.
Meira

Gunnar Bragi lék fótbolta við börn í flóttamannabúðum

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra Íslands og Króksari, brá undir sig betri fætinum í heimsókn um Miðausturlönd í gær þegar hann skellti sér fótbolta við börn í flótta­manna­búðum fyr­ir Palestínu­menn í Bet­lehem. Gunnar Bragi hefur bæði heim­sótt Ísra­el og Palestínu. Í dag er ráðgert að hann fari til Jórdan­íu.
Meira